Innlent

Rauðir pandabirnir dönsuðu í snjónum

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Myndin sýnir glögglega hve gaman var hjá rauðpöndunum tveimur. Annar heitir Rover og er níu ára, hin heitir Lin og er tveggja ára..
Myndin sýnir glögglega hve gaman var hjá rauðpöndunum tveimur. Annar heitir Rover og er níu ára, hin heitir Lin og er tveggja ára.. mynd/skjáskot
Tveir rauðir pöndubirnir nutu lífsins og léku sér í snjónum í Cinncinati-dýragarðinum í Bandaríkjunum í gær af miklu fjöri. Starfsmaður dýragarðsins náði fjörinu á filmu og hafa birnirnir tveir vakið mikla athygli víða um heim. Þeir virðast skemmta sér konunglega í nýföllnum snjónum, dansa, hoppa og leika sér af miklum móð.

Rauðpandan, sem jafnan er kölluð „litla pandan“, er smávaxin og minnir á mörgu leyti á kött, bæði í útliti og atferli. Hún lifir í suðurhluta Himalajafjalla og í fjallgörðum í Bútan, Nepal og norðurhluta Indlands, en einnig finnast stofnar víðar, að því er fram kemur á Vísindavefnum. Þeim hefur fækkað mikið undanfarin þrjátíu ár og er sögð í útrýmingarhættu.

Þá kemur jafnframt fram á Vísindavefnum að rauðpandan sé auðtamin og að hér á árum áður hafi hún verið vinsælt gæludýr á heimilum heldri borgara.

Hér fyrir neðan má sjá umrætt myndband: 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×