Lífið

Mætti á svið íklæddur rauðum sloppi

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Rauði sloppurinn gerði eitthvað fyrir dómarana.
Rauði sloppurinn gerði eitthvað fyrir dómarana. vísir/andri marinó
„Eigið þið í einhverskonar sambandi?“ spurði dómarinn Jón Jónsson þátttakandann Márus Björgvin Gunnarsson þegar sá síðarnefndi mætti íklæddur sloppi sem vinkona móður hans á.

Atriðið sem varð fyrir valinu var Harmur dívunnar úr Monty Python söngleiknum Spamalot. Selma Björnsdóttir, einn dómara, tók þátt í uppsetningu Þjóðleikhússins honum.

Flutningurinn var nægilega góður til að fleyta honum áfram því þrír dómaranna sögðu já en Bubbi var fýlupúki og vildi ekki fá hann áfram. Að endingu var það Jón Jónsson sem söng hann áfram í anda söngleikjanna.






Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×