Enski boltinn

„Leikmenn óttast hr. Van Gaal“

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Koeman og Van Gaal ræðast við.
Koeman og Van Gaal ræðast við. Vísir/Getty
Ronald Koeman, stjóri Southampton, segir að landi sinn og fyrrum samstarfsmaður, Louis van Gaal, sé harðstjóri sem leikmenn óttast.

Van Gaal er í dag knattspyrnustjóri Manchester United en Koeman þekkir vel til hans. Koeman var á sínum tíma leikmaður Van Gaal hjá Barcelona og síðar aðstoðarþjálfari hans hjá spænska risanum.

Þeir störfuðu svo aftur saman árið 2004, þegar Van Gaal var ráðinn yfirmaður tæknimála hjá hollenska liðinu Ajax. Koeman var þá knattspyrnustjóri liðsins. Van Gaal hætti þó skömmu síðar eftir ósætti við Koeman.

Þjálfarateymi Barcelona árið 1999. Louis van Gaal, Jose Mourinho, Frans Hoek markvarðaþjálfari og Ronald Koeman.Vísir/Getty
„Þú færð ákveðin gæði með því að ráða Van Gaal. En þú færð líka mann sem heldur að hann sé alvitur og það mun skapa árekstra,“ sagði Koeman í samtali við Daily Mirror í dag.

„Það er mikill munur á honum og mér. Ég var aðstoðarmaður hans hjá Barcelona eftir HM 1998 og lærði ég margt af honum. En samskipti hans við leikmenn eru með allt öðrum hætti og hjá mér. Ég set ekki jafn mikla pressu á leikmenn og hann.“

„Staðreyndin er sú að það er ótti í liðinu þegar Van Gaal er við stjórnvöld. Leikmenn óttast hr. Van Gaal. Það er ekki alltaf gott.“

Van Gaal var landsliðsþjálfari Hollands þar til í sumar og segir Koeman að hollenska knattspyrnusambandið hafi viljað mildari mann í starfið eftir stjórnartíð Van Gaal. „Leikmenn þurftu einhvern sem tók utan um leikmenn. Þjálfara sem er rólegri en Val Gaal.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×