Enski boltinn

Ekkert bakslag hjá Wilshere

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Arsene Wenger, stjóri Arsenal, segir að staða Jack Wilshere hafi ekki versnað þó svo að hann hafi ekki æft með liðinu í dag.

Wilshere hefur verið að glíma við ökklameiðsli og ekkert spilað með liðinu í fjóra mánuði. En Wenger sagði að fjarvera hans í dag hafi aðeins verið varúðarráðstöfun.

„Hann hefur lagt mikið á sig í endurhæfingunni og við ákváðum að hvíla hann. Þetta er þó ekki bakslag. Hann verður ekki með [gegn Monaco] á morgun en hann gæti spilað um helgina.“

Wilshere var á meðal varamanna Arsenal í leiknum gegn Crystal Palace um helgina en kom ekkert við sögu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×