Þrír ofurstórmeistarar á Reykjavíkurskákmótinu Svavar Hávarðsson skrifar 26. febrúar 2015 16:50 Skákhátíð Í fyrra tóku 255 skákmenn þátt og gæti það met jafnvel verið slegið nú. Nú eru 249 skákmenn skráðir til leiks. Í fyrra tefldu 100 íslenskir skákmenn í mótinu og 155 erlendir. fréttablaðið/valli Fréttablaðið/Valli Þrír skákmenn sem hafa skráð sig til leiks á þrítugasta Reykjavíkurskákmótið sem hefst 10. mars næstkomandi geta með réttu talist til ofurstórmeistara. Tveir íslenskir alþjóðlegir meistarar, Guðmundur Kjartansson og Björn Þorfinnsson, geta tryggt sinn þriðja og síðasta áfanga að stórmeistaratitli en þeir hafa báðir unnið stóra sigra að undanförnu. Gunnar Björnsson, forseti Skáksambands Íslands (SÍ), segir ekki ólíklegt að met í fjölda keppenda frá því í fyrra verði slegið og ljóst að mótið verður sterkara en í fyrra. Munar þar helst um þrjá ofurstórmeistara. Fyrstan skal telja Aserann Shakhriyar Mamedyarov (2.756) sem þegar þetta er skrifað er þrettándi á lista yfir stigahæstu skákmeistara heims. David Navara (2.753) frá Tékklandi er aðeins sex sætum neðar og Pavel Eljanov (2.727) frá Úkraínu situr í 26. sæti listans en hann sigraði á Reykjavíkurskákmótinu 2013. Til viðbótar eru ellefu stórmeistarar sem hafa yfir 2.600 skákstig, og eru ógnarsterkir. „Í heimavarnarliðinu má meðal annars nefna Hannes Hlífar Stefánsson, sem hefur unnið Reykjavíkurmótið oftast allra eða fimm sinnum og Hjörvar Stein Grétarsson, okkar nýjasta stórmeistara,“ segir Gunnar og tiltekur sérstaklega til viðbótar þá Guðmund, ríkjandi Íslandsmeistara, og Björn sem náði besta árangri Íslendings í nokkur ár þegar hann sigraði á alþjóðlegu móti í Bunratty á Írlandi fyrir skemmstu. SÍ reynir iðulega að fá nokkrar af sterkustu skákkonum heims til leiks á Reykjavíkurskákmótið. Meðal keppenda nú eru t.d. indverska skákdrottningin Tania Sadchev og Zeinab Mamedyarova, systir Shakhriyars Mamedyarov, stigahæsta keppanda mótsins. Þar fyrir utan koma öflugur skákkonur t.d. frá Íran og Kasakstan. Þá er Reykjavíkurskákmótið langmikilvægasta skákmót unga fólksins og taka þátt nánast öll sterkustu skákungmenni landsins. „Þarna fá krakkarnir tækifæri til að keppa við sterka skákmenn og öðlast reynslu sem er nauðsynlegt. Það er dýrt fyrir okkur að sækja skákmót út fyrir landsteinana og Reykjavíkurmótið er nauðsynlegt upp á skákþroska okkar yngstu og efnilegustu skákmanna,“ segir Gunnar. Mótið í ár er afmælismót Friðriks Ólafssonar, fyrsta stórmeistara og virtasta skákmanns Íslands, sem er áttræður. Skáksamband Íslands ákvað að ráðast í ritun bókar um sögu Reykjavíkurskákmótsins í tilefni hálfrar aldar afmælis mótsins sem var í fyrra. Helgi Ólafsson, stórmeistari og skólastjóri Skákskóla Íslands, er höfundur bókarinnar. Helgi er hafsjór fróðleiks um mótið og var sjálfur staddur í hringiðu þess um 30 ára skeið. Verkið verður gefið út í tveimur bindum. Hið fyrra segir sögu mótanna frá 1964 til 1990 og kemur út nú í mars fyrir Opna Reykjavíkurskákmótið í umsjón Sagna útgáfu. Seinna bindið kemur út að ári. Hægt er að skrá sig fyrir bók á www.skak.is og nálgast svo bókina á Reykjavíkurskákmótinu í Hörpu. Reykjavíkurskákmótið Skák Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Þrír skákmenn sem hafa skráð sig til leiks á þrítugasta Reykjavíkurskákmótið sem hefst 10. mars næstkomandi geta með réttu talist til ofurstórmeistara. Tveir íslenskir alþjóðlegir meistarar, Guðmundur Kjartansson og Björn Þorfinnsson, geta tryggt sinn þriðja og síðasta áfanga að stórmeistaratitli en þeir hafa báðir unnið stóra sigra að undanförnu. Gunnar Björnsson, forseti Skáksambands Íslands (SÍ), segir ekki ólíklegt að met í fjölda keppenda frá því í fyrra verði slegið og ljóst að mótið verður sterkara en í fyrra. Munar þar helst um þrjá ofurstórmeistara. Fyrstan skal telja Aserann Shakhriyar Mamedyarov (2.756) sem þegar þetta er skrifað er þrettándi á lista yfir stigahæstu skákmeistara heims. David Navara (2.753) frá Tékklandi er aðeins sex sætum neðar og Pavel Eljanov (2.727) frá Úkraínu situr í 26. sæti listans en hann sigraði á Reykjavíkurskákmótinu 2013. Til viðbótar eru ellefu stórmeistarar sem hafa yfir 2.600 skákstig, og eru ógnarsterkir. „Í heimavarnarliðinu má meðal annars nefna Hannes Hlífar Stefánsson, sem hefur unnið Reykjavíkurmótið oftast allra eða fimm sinnum og Hjörvar Stein Grétarsson, okkar nýjasta stórmeistara,“ segir Gunnar og tiltekur sérstaklega til viðbótar þá Guðmund, ríkjandi Íslandsmeistara, og Björn sem náði besta árangri Íslendings í nokkur ár þegar hann sigraði á alþjóðlegu móti í Bunratty á Írlandi fyrir skemmstu. SÍ reynir iðulega að fá nokkrar af sterkustu skákkonum heims til leiks á Reykjavíkurskákmótið. Meðal keppenda nú eru t.d. indverska skákdrottningin Tania Sadchev og Zeinab Mamedyarova, systir Shakhriyars Mamedyarov, stigahæsta keppanda mótsins. Þar fyrir utan koma öflugur skákkonur t.d. frá Íran og Kasakstan. Þá er Reykjavíkurskákmótið langmikilvægasta skákmót unga fólksins og taka þátt nánast öll sterkustu skákungmenni landsins. „Þarna fá krakkarnir tækifæri til að keppa við sterka skákmenn og öðlast reynslu sem er nauðsynlegt. Það er dýrt fyrir okkur að sækja skákmót út fyrir landsteinana og Reykjavíkurmótið er nauðsynlegt upp á skákþroska okkar yngstu og efnilegustu skákmanna,“ segir Gunnar. Mótið í ár er afmælismót Friðriks Ólafssonar, fyrsta stórmeistara og virtasta skákmanns Íslands, sem er áttræður. Skáksamband Íslands ákvað að ráðast í ritun bókar um sögu Reykjavíkurskákmótsins í tilefni hálfrar aldar afmælis mótsins sem var í fyrra. Helgi Ólafsson, stórmeistari og skólastjóri Skákskóla Íslands, er höfundur bókarinnar. Helgi er hafsjór fróðleiks um mótið og var sjálfur staddur í hringiðu þess um 30 ára skeið. Verkið verður gefið út í tveimur bindum. Hið fyrra segir sögu mótanna frá 1964 til 1990 og kemur út nú í mars fyrir Opna Reykjavíkurskákmótið í umsjón Sagna útgáfu. Seinna bindið kemur út að ári. Hægt er að skrá sig fyrir bók á www.skak.is og nálgast svo bókina á Reykjavíkurskákmótinu í Hörpu.
Reykjavíkurskákmótið Skák Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira