Innlent

Netflix til Íslands fyrir lok árs

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Netflix og Sam-félagið hafa samið um sýningu á myndefni.
Netflix og Sam-félagið hafa samið um sýningu á myndefni. Vísir/Getty Images
Sam-félagið hefur samið við streymisþjónustuna Netflix. Gert er ráð fyrir að opnað verði fyrir þjónustu fyrirtækisins hér á landi seint á þessu ári, að því er segir í frétt á vef RÚV.

Í samtali við Vísi segir Árni Samúelsson, forstjóri Sam-félagsins, að samningurinn taki til erlends efnis sem félagið eigi réttin að.

„Við erum búin að gera samning við netflix en ég get nú lítið sagt um það,“ segir Árni. „Þeir eru að koma hingað í lok þessa árs og er með ýmis stór áform uppi.“

Árni segir að Netflix hafi þegar samið um mikið magn af efni utan þess sem samið hafi verið um núna. „Það er töluvert mikið efni sem þeir fá aðgang að og svo eru þeir sjálfir með mikið efni,“ segir hann.

Netflix er ein stærsta streymisþjónusta í heimi en milljónir manna nota þjónustuna til að streyma kvikmyndum og sjónvarpsefni í gegnum netið. Þjónustan er bandarísk en undanfarna mánuði hefur hún herjað á nýja markaði, til að mynda önnur Norðurlönd.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×