Segir Sigríði engin lög hafa brotið Hjörtur Hjartarson skrifar 28. febrúar 2015 19:30 Brynjar Níelsson, þingmaður og lögfræðingur tekur undir túlkun lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu á úrskurði persónuverndar þess efnis hún hafi engin lög brotið. Lektor í stjórnsýslufræði segir að lögreglustjórinn ætti að viðurkenna að mistök hafi verið gerð en ekki þvæla málið með lagaskylmingum. Í úrskurði Persónuverndar segir að miðlun og meðferð persónuupplýsinga af hálfu Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur og innanríkisráðuneytisins hafi farið á svig við persónuvernd. Engu að síður segir í yfirlýsingu sem Sigríður sendi frá sér að hún hafi engin lög brotið. Fréttastofan hefur síðan í gær ítrekað óskað eftir viðtali við Sigríði Björk en ekki haft erindi sem erfiði. Flestir af þeim lögspekingum sem fréttastofa ræddi við í dag eru sammála um að lögreglustjórinn sé að teygja sig heldur langt með því að túlka úrskurð Persónuverndar með þeim hætti sem hún gerir. Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og lögmaður er hinsvegar á þeirri skoðun að Sigríður hafi rétt fyrir sér. „Hún hefur auðvitað ekki brotið af sér. Það var eðlilegt hjá henni að afhenda þessi gögn. Hinsvegar hafði ráðuneytið ekkert við þessi gögn að gera og það veit lögreglustjórinn á Suðurnesjunum ekkert um,“ segir Brynjar.Sigríður Björk Guðjónsdóttir„En hefði lögreglustjórinn ekki átt aðóska eftir upplýsingum um hvaðátti að nota þessi gögn í og við hvaða lagaheimild var verið að styðjast?“„Menn geta auðvitað haft einhverjar skoðanir á því. Það er nú bara þannig samkvæmt hinum og þessum lögum, lögum um stjórnarráðið, lögum um meðferð sakamála, lögreglulögunum o.s.frv. þá ráðherra auðvitað yfirmaður lögreglustjórans og sækir þau gögn sem hann telur nauðsynlegt að til sinna sinni eftirlitsskyldu. Það er því engin ástæða til að efast réttmæta yfirmannsins til að sækja gögn.“ Brynjar er einnig varaformaður stjórnskipunar og eftirlitsnefndar Alþingis sem hefur haft Lekamálið til umfjöllunar. Hann reiknar ekki með því að upplýsingar gærdagsins komi til með áhrif á þau störf. „Nei, ég tengi það nú ekki. Ég lít nú þannig á að þessu lekamáli sé nú bara lokið. Ráðherran hefur sagt af sér, aðstoðarmaðurinn hefur sætt refsiábyrgð, málinu er bara lokið hvað þingið varðar finnst mér,“ segir Brynjar. Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira
Brynjar Níelsson, þingmaður og lögfræðingur tekur undir túlkun lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu á úrskurði persónuverndar þess efnis hún hafi engin lög brotið. Lektor í stjórnsýslufræði segir að lögreglustjórinn ætti að viðurkenna að mistök hafi verið gerð en ekki þvæla málið með lagaskylmingum. Í úrskurði Persónuverndar segir að miðlun og meðferð persónuupplýsinga af hálfu Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur og innanríkisráðuneytisins hafi farið á svig við persónuvernd. Engu að síður segir í yfirlýsingu sem Sigríður sendi frá sér að hún hafi engin lög brotið. Fréttastofan hefur síðan í gær ítrekað óskað eftir viðtali við Sigríði Björk en ekki haft erindi sem erfiði. Flestir af þeim lögspekingum sem fréttastofa ræddi við í dag eru sammála um að lögreglustjórinn sé að teygja sig heldur langt með því að túlka úrskurð Persónuverndar með þeim hætti sem hún gerir. Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og lögmaður er hinsvegar á þeirri skoðun að Sigríður hafi rétt fyrir sér. „Hún hefur auðvitað ekki brotið af sér. Það var eðlilegt hjá henni að afhenda þessi gögn. Hinsvegar hafði ráðuneytið ekkert við þessi gögn að gera og það veit lögreglustjórinn á Suðurnesjunum ekkert um,“ segir Brynjar.Sigríður Björk Guðjónsdóttir„En hefði lögreglustjórinn ekki átt aðóska eftir upplýsingum um hvaðátti að nota þessi gögn í og við hvaða lagaheimild var verið að styðjast?“„Menn geta auðvitað haft einhverjar skoðanir á því. Það er nú bara þannig samkvæmt hinum og þessum lögum, lögum um stjórnarráðið, lögum um meðferð sakamála, lögreglulögunum o.s.frv. þá ráðherra auðvitað yfirmaður lögreglustjórans og sækir þau gögn sem hann telur nauðsynlegt að til sinna sinni eftirlitsskyldu. Það er því engin ástæða til að efast réttmæta yfirmannsins til að sækja gögn.“ Brynjar er einnig varaformaður stjórnskipunar og eftirlitsnefndar Alþingis sem hefur haft Lekamálið til umfjöllunar. Hann reiknar ekki með því að upplýsingar gærdagsins komi til með áhrif á þau störf. „Nei, ég tengi það nú ekki. Ég lít nú þannig á að þessu lekamáli sé nú bara lokið. Ráðherran hefur sagt af sér, aðstoðarmaðurinn hefur sætt refsiábyrgð, málinu er bara lokið hvað þingið varðar finnst mér,“ segir Brynjar.
Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira