Segir Sigríði engin lög hafa brotið Hjörtur Hjartarson skrifar 28. febrúar 2015 19:30 Brynjar Níelsson, þingmaður og lögfræðingur tekur undir túlkun lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu á úrskurði persónuverndar þess efnis hún hafi engin lög brotið. Lektor í stjórnsýslufræði segir að lögreglustjórinn ætti að viðurkenna að mistök hafi verið gerð en ekki þvæla málið með lagaskylmingum. Í úrskurði Persónuverndar segir að miðlun og meðferð persónuupplýsinga af hálfu Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur og innanríkisráðuneytisins hafi farið á svig við persónuvernd. Engu að síður segir í yfirlýsingu sem Sigríður sendi frá sér að hún hafi engin lög brotið. Fréttastofan hefur síðan í gær ítrekað óskað eftir viðtali við Sigríði Björk en ekki haft erindi sem erfiði. Flestir af þeim lögspekingum sem fréttastofa ræddi við í dag eru sammála um að lögreglustjórinn sé að teygja sig heldur langt með því að túlka úrskurð Persónuverndar með þeim hætti sem hún gerir. Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og lögmaður er hinsvegar á þeirri skoðun að Sigríður hafi rétt fyrir sér. „Hún hefur auðvitað ekki brotið af sér. Það var eðlilegt hjá henni að afhenda þessi gögn. Hinsvegar hafði ráðuneytið ekkert við þessi gögn að gera og það veit lögreglustjórinn á Suðurnesjunum ekkert um,“ segir Brynjar.Sigríður Björk Guðjónsdóttir„En hefði lögreglustjórinn ekki átt aðóska eftir upplýsingum um hvaðátti að nota þessi gögn í og við hvaða lagaheimild var verið að styðjast?“„Menn geta auðvitað haft einhverjar skoðanir á því. Það er nú bara þannig samkvæmt hinum og þessum lögum, lögum um stjórnarráðið, lögum um meðferð sakamála, lögreglulögunum o.s.frv. þá ráðherra auðvitað yfirmaður lögreglustjórans og sækir þau gögn sem hann telur nauðsynlegt að til sinna sinni eftirlitsskyldu. Það er því engin ástæða til að efast réttmæta yfirmannsins til að sækja gögn.“ Brynjar er einnig varaformaður stjórnskipunar og eftirlitsnefndar Alþingis sem hefur haft Lekamálið til umfjöllunar. Hann reiknar ekki með því að upplýsingar gærdagsins komi til með áhrif á þau störf. „Nei, ég tengi það nú ekki. Ég lít nú þannig á að þessu lekamáli sé nú bara lokið. Ráðherran hefur sagt af sér, aðstoðarmaðurinn hefur sætt refsiábyrgð, málinu er bara lokið hvað þingið varðar finnst mér,“ segir Brynjar. Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira
Brynjar Níelsson, þingmaður og lögfræðingur tekur undir túlkun lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu á úrskurði persónuverndar þess efnis hún hafi engin lög brotið. Lektor í stjórnsýslufræði segir að lögreglustjórinn ætti að viðurkenna að mistök hafi verið gerð en ekki þvæla málið með lagaskylmingum. Í úrskurði Persónuverndar segir að miðlun og meðferð persónuupplýsinga af hálfu Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur og innanríkisráðuneytisins hafi farið á svig við persónuvernd. Engu að síður segir í yfirlýsingu sem Sigríður sendi frá sér að hún hafi engin lög brotið. Fréttastofan hefur síðan í gær ítrekað óskað eftir viðtali við Sigríði Björk en ekki haft erindi sem erfiði. Flestir af þeim lögspekingum sem fréttastofa ræddi við í dag eru sammála um að lögreglustjórinn sé að teygja sig heldur langt með því að túlka úrskurð Persónuverndar með þeim hætti sem hún gerir. Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og lögmaður er hinsvegar á þeirri skoðun að Sigríður hafi rétt fyrir sér. „Hún hefur auðvitað ekki brotið af sér. Það var eðlilegt hjá henni að afhenda þessi gögn. Hinsvegar hafði ráðuneytið ekkert við þessi gögn að gera og það veit lögreglustjórinn á Suðurnesjunum ekkert um,“ segir Brynjar.Sigríður Björk Guðjónsdóttir„En hefði lögreglustjórinn ekki átt aðóska eftir upplýsingum um hvaðátti að nota þessi gögn í og við hvaða lagaheimild var verið að styðjast?“„Menn geta auðvitað haft einhverjar skoðanir á því. Það er nú bara þannig samkvæmt hinum og þessum lögum, lögum um stjórnarráðið, lögum um meðferð sakamála, lögreglulögunum o.s.frv. þá ráðherra auðvitað yfirmaður lögreglustjórans og sækir þau gögn sem hann telur nauðsynlegt að til sinna sinni eftirlitsskyldu. Það er því engin ástæða til að efast réttmæta yfirmannsins til að sækja gögn.“ Brynjar er einnig varaformaður stjórnskipunar og eftirlitsnefndar Alþingis sem hefur haft Lekamálið til umfjöllunar. Hann reiknar ekki með því að upplýsingar gærdagsins komi til með áhrif á þau störf. „Nei, ég tengi það nú ekki. Ég lít nú þannig á að þessu lekamáli sé nú bara lokið. Ráðherran hefur sagt af sér, aðstoðarmaðurinn hefur sætt refsiábyrgð, málinu er bara lokið hvað þingið varðar finnst mér,“ segir Brynjar.
Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira