Segir Sigríði engin lög hafa brotið Hjörtur Hjartarson skrifar 28. febrúar 2015 19:30 Brynjar Níelsson, þingmaður og lögfræðingur tekur undir túlkun lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu á úrskurði persónuverndar þess efnis hún hafi engin lög brotið. Lektor í stjórnsýslufræði segir að lögreglustjórinn ætti að viðurkenna að mistök hafi verið gerð en ekki þvæla málið með lagaskylmingum. Í úrskurði Persónuverndar segir að miðlun og meðferð persónuupplýsinga af hálfu Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur og innanríkisráðuneytisins hafi farið á svig við persónuvernd. Engu að síður segir í yfirlýsingu sem Sigríður sendi frá sér að hún hafi engin lög brotið. Fréttastofan hefur síðan í gær ítrekað óskað eftir viðtali við Sigríði Björk en ekki haft erindi sem erfiði. Flestir af þeim lögspekingum sem fréttastofa ræddi við í dag eru sammála um að lögreglustjórinn sé að teygja sig heldur langt með því að túlka úrskurð Persónuverndar með þeim hætti sem hún gerir. Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og lögmaður er hinsvegar á þeirri skoðun að Sigríður hafi rétt fyrir sér. „Hún hefur auðvitað ekki brotið af sér. Það var eðlilegt hjá henni að afhenda þessi gögn. Hinsvegar hafði ráðuneytið ekkert við þessi gögn að gera og það veit lögreglustjórinn á Suðurnesjunum ekkert um,“ segir Brynjar.Sigríður Björk Guðjónsdóttir„En hefði lögreglustjórinn ekki átt aðóska eftir upplýsingum um hvaðátti að nota þessi gögn í og við hvaða lagaheimild var verið að styðjast?“„Menn geta auðvitað haft einhverjar skoðanir á því. Það er nú bara þannig samkvæmt hinum og þessum lögum, lögum um stjórnarráðið, lögum um meðferð sakamála, lögreglulögunum o.s.frv. þá ráðherra auðvitað yfirmaður lögreglustjórans og sækir þau gögn sem hann telur nauðsynlegt að til sinna sinni eftirlitsskyldu. Það er því engin ástæða til að efast réttmæta yfirmannsins til að sækja gögn.“ Brynjar er einnig varaformaður stjórnskipunar og eftirlitsnefndar Alþingis sem hefur haft Lekamálið til umfjöllunar. Hann reiknar ekki með því að upplýsingar gærdagsins komi til með áhrif á þau störf. „Nei, ég tengi það nú ekki. Ég lít nú þannig á að þessu lekamáli sé nú bara lokið. Ráðherran hefur sagt af sér, aðstoðarmaðurinn hefur sætt refsiábyrgð, málinu er bara lokið hvað þingið varðar finnst mér,“ segir Brynjar. Mest lesið Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Fleiri fréttir Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Sjá meira
Brynjar Níelsson, þingmaður og lögfræðingur tekur undir túlkun lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu á úrskurði persónuverndar þess efnis hún hafi engin lög brotið. Lektor í stjórnsýslufræði segir að lögreglustjórinn ætti að viðurkenna að mistök hafi verið gerð en ekki þvæla málið með lagaskylmingum. Í úrskurði Persónuverndar segir að miðlun og meðferð persónuupplýsinga af hálfu Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur og innanríkisráðuneytisins hafi farið á svig við persónuvernd. Engu að síður segir í yfirlýsingu sem Sigríður sendi frá sér að hún hafi engin lög brotið. Fréttastofan hefur síðan í gær ítrekað óskað eftir viðtali við Sigríði Björk en ekki haft erindi sem erfiði. Flestir af þeim lögspekingum sem fréttastofa ræddi við í dag eru sammála um að lögreglustjórinn sé að teygja sig heldur langt með því að túlka úrskurð Persónuverndar með þeim hætti sem hún gerir. Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og lögmaður er hinsvegar á þeirri skoðun að Sigríður hafi rétt fyrir sér. „Hún hefur auðvitað ekki brotið af sér. Það var eðlilegt hjá henni að afhenda þessi gögn. Hinsvegar hafði ráðuneytið ekkert við þessi gögn að gera og það veit lögreglustjórinn á Suðurnesjunum ekkert um,“ segir Brynjar.Sigríður Björk Guðjónsdóttir„En hefði lögreglustjórinn ekki átt aðóska eftir upplýsingum um hvaðátti að nota þessi gögn í og við hvaða lagaheimild var verið að styðjast?“„Menn geta auðvitað haft einhverjar skoðanir á því. Það er nú bara þannig samkvæmt hinum og þessum lögum, lögum um stjórnarráðið, lögum um meðferð sakamála, lögreglulögunum o.s.frv. þá ráðherra auðvitað yfirmaður lögreglustjórans og sækir þau gögn sem hann telur nauðsynlegt að til sinna sinni eftirlitsskyldu. Það er því engin ástæða til að efast réttmæta yfirmannsins til að sækja gögn.“ Brynjar er einnig varaformaður stjórnskipunar og eftirlitsnefndar Alþingis sem hefur haft Lekamálið til umfjöllunar. Hann reiknar ekki með því að upplýsingar gærdagsins komi til með áhrif á þau störf. „Nei, ég tengi það nú ekki. Ég lít nú þannig á að þessu lekamáli sé nú bara lokið. Ráðherran hefur sagt af sér, aðstoðarmaðurinn hefur sætt refsiábyrgð, málinu er bara lokið hvað þingið varðar finnst mér,“ segir Brynjar.
Mest lesið Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Fleiri fréttir Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Sjá meira
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent