Dæmdur í 18 mánaða fangelsi fyrir ofsaakstur undir áhrifum áfengis Birgir Olgeirsson. skrifar 10. febrúar 2015 14:21 Draupnir Gestsson, til vinstri, í Héraðsdómi Reykjavíkur. Vísir/GVA Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag Draupni Gestsson, 35 ára, í átján mánaða fangelsi fyrir hegningar- og umferðarlagabrot. Draupnir varð valdur að alvarlegu bílslysi við Reykjanesbraut í Hafnarfirði í mars 2012 og stefndi lífi fjögurra farþega í hættu. Héraðsdómur taldi sannað að Draupnir hefði ekið bifreiðinni, sem ekki var í ökuhæfu ástandi, undir áhrifum áfengis og á ofsahraða eftir Reykjanesbraut, sem er með fjölförnustu vegum landsins.Neitaði sök Við aðalmeðferð málsins hafnaði Draupnir því að hafa verið undir áhrifum áfengis og kannaðist ekki við að hafa ekið bifreiðinni á ofsahraða. Verjandi hans vildi meina að líkur væru á að blóðsýni hefðu víxlast við rannsókn en dómurinn taldi sannað að svo var ekki. Þá var rannsókn á vettvangi talin sanna að hann hefði aldrei verið undir 150 kílómetra hraða þegar slysið átti sér stað. Var talið að lágmarkshraði hefði verið 168, líklegur hraði 178 og hámarkshraði 188 kílómetrar á klukkustund. Draupnir bar við að orsök slyssins hefði verið hálka á veginum en héraðsdómur segir gögn málsins, þar með talinn framburður vitna, ekki styðja þessa skýringu hans og var henni því hafnað.Refsingin þyngd Á árinu 2006 var Draupni þrívegis sektaður og sviptur ökurétti fyrir ölvunarakstur og önnur umferðarlagabrot. Hann var sektaður 25. mars 2014 og sviptur ökurétti í tólf mánuði frá þeim degi fyrir ölvunar og fíkniefnaakstur. Ákvað héraðsdómur því að þyngja refsingu Draupnis og vísar til þess að Draupnir hefði sest ölvaður undir stýri og ekið á þeim á ofsahraða. Afleiðingar af akstri hans voru að tveir farþeganna stórslösuðust og er annar þeirra bundinn við hjólastól. Hinir farþegarnir slösuðust einnig þótt ekki eins mikið. Var refsing Draupnis því ákveðin 18 mánaða fangelsi og voru ekki talin skilyrði til að skilorðsbinda refsinguna. Þá var hann sviptur ökurétti í þrjú ár frá 25. mars árið 2015. Tengdar fréttir „Ég tel mig ekki hafa verið á ofsahraða“ Sakaður um að hafa ekið ölvaður á 178 kílómetra hraða. Fjórir farþegar voru í bílnum og er einn þeirrra í dag varanlega lamaður. 15. janúar 2015 10:48 Bíllinn kastaðist rúma 30 metra Matsmaður taldi útilokað að bílnum hefði verið ekið undir 150 kílómetra hraða á klukkustund 15. janúar 2015 14:21 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag Draupni Gestsson, 35 ára, í átján mánaða fangelsi fyrir hegningar- og umferðarlagabrot. Draupnir varð valdur að alvarlegu bílslysi við Reykjanesbraut í Hafnarfirði í mars 2012 og stefndi lífi fjögurra farþega í hættu. Héraðsdómur taldi sannað að Draupnir hefði ekið bifreiðinni, sem ekki var í ökuhæfu ástandi, undir áhrifum áfengis og á ofsahraða eftir Reykjanesbraut, sem er með fjölförnustu vegum landsins.Neitaði sök Við aðalmeðferð málsins hafnaði Draupnir því að hafa verið undir áhrifum áfengis og kannaðist ekki við að hafa ekið bifreiðinni á ofsahraða. Verjandi hans vildi meina að líkur væru á að blóðsýni hefðu víxlast við rannsókn en dómurinn taldi sannað að svo var ekki. Þá var rannsókn á vettvangi talin sanna að hann hefði aldrei verið undir 150 kílómetra hraða þegar slysið átti sér stað. Var talið að lágmarkshraði hefði verið 168, líklegur hraði 178 og hámarkshraði 188 kílómetrar á klukkustund. Draupnir bar við að orsök slyssins hefði verið hálka á veginum en héraðsdómur segir gögn málsins, þar með talinn framburður vitna, ekki styðja þessa skýringu hans og var henni því hafnað.Refsingin þyngd Á árinu 2006 var Draupni þrívegis sektaður og sviptur ökurétti fyrir ölvunarakstur og önnur umferðarlagabrot. Hann var sektaður 25. mars 2014 og sviptur ökurétti í tólf mánuði frá þeim degi fyrir ölvunar og fíkniefnaakstur. Ákvað héraðsdómur því að þyngja refsingu Draupnis og vísar til þess að Draupnir hefði sest ölvaður undir stýri og ekið á þeim á ofsahraða. Afleiðingar af akstri hans voru að tveir farþeganna stórslösuðust og er annar þeirra bundinn við hjólastól. Hinir farþegarnir slösuðust einnig þótt ekki eins mikið. Var refsing Draupnis því ákveðin 18 mánaða fangelsi og voru ekki talin skilyrði til að skilorðsbinda refsinguna. Þá var hann sviptur ökurétti í þrjú ár frá 25. mars árið 2015.
Tengdar fréttir „Ég tel mig ekki hafa verið á ofsahraða“ Sakaður um að hafa ekið ölvaður á 178 kílómetra hraða. Fjórir farþegar voru í bílnum og er einn þeirrra í dag varanlega lamaður. 15. janúar 2015 10:48 Bíllinn kastaðist rúma 30 metra Matsmaður taldi útilokað að bílnum hefði verið ekið undir 150 kílómetra hraða á klukkustund 15. janúar 2015 14:21 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Sjá meira
„Ég tel mig ekki hafa verið á ofsahraða“ Sakaður um að hafa ekið ölvaður á 178 kílómetra hraða. Fjórir farþegar voru í bílnum og er einn þeirrra í dag varanlega lamaður. 15. janúar 2015 10:48
Bíllinn kastaðist rúma 30 metra Matsmaður taldi útilokað að bílnum hefði verið ekið undir 150 kílómetra hraða á klukkustund 15. janúar 2015 14:21