Innlent

Formaður neyðarstjórnar segir stöðuna krítíska

Gunnar Atli Gunnarsson skrifar
Margt hef­ur farið úr­skeiðis við inn­leiðingu þeirra breyt­inga sem gerðar voru á ferðaþjón­ustu fatlaðra um áramótin. Undanfarna viku hafa tvö alvarleg atvik komið upp en hið síðara átti sér stað í gær þegar fatlaður einstaklingur var skilinn eftir á röngum stað af starfsmanni þjónustunnar.

„Staðan er enn krítísk. Það er verið að fara yfir öll þessi atvik og alla ferla og vega það og meta hvað er hægt að gera núna fljótt og vel, og hvað það er sem tekur lengri tíma svo það sé hægt að koma þessari þjónustu í viðunandi horf,” segir Stefán Eiríksson formaður neyðarstjórnar ferðaþjónustu fatlaðra.

Ein þeirra leiða sem nefndar hafa verið til úrbóta er að grípa til sértækra aðgerða fyrir þá notendur þjónustunnar sem þurfa á meiri aðstoð að halda en aðrir. 

„Við höfum fengið þær upplýsingar, bæði frá starfsmönnum Strætó og á fundi í gær með fulltrúum þessa kerfis, að það sé hægt að mæta slíkum sérstökum þörfum. Taka þá tiltekinn hóp út fyrir sviga og skipuleggja ferðir og utanumhald í kringum hann,” segir Stefán. 

Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Þroskahjálpar, segir sína félagsmenn hafa áhyggjur af stöðunni og margir notendur óttist að notfæra sér þjónustuna.

„Við skynjum það að folk er óöruggt. Mér finnst mjög mikilvægt að stappa stálinu í fólk og reyna að róa menn. Við verðum að hafa trú á því að þetta lagist,” segir Bryndís.

Hún er bjartsýn á að málin séu að þokast í rétta átt og styður hugmyndir um sértækar aðgerðir.

„Ég held að til lengri tíma litið þá eigi þetta tölvukerfi og allt sem að snýr að því að geta líka ráðið við að þjónusta þessu fólki. En á meðan að það er ekki alveg búið að ná utan um það að þá er mjög mikilvægt að taka það út fyrir sviga og tryggja öryggi, því það er númer eitt, tvö og þrjú, að tryggja öryggi,” segir Bryndís.


Tengdar fréttir

Strætó krossar fingur vegna ferðaþjónustu

Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, bað Þórð Guðlaugsson og fjölskyldu hans afsökunar eftir að honum var ekið á rangan stað í gær og hann skilinn eftir. Þórður á bágt með að gera sig skiljanlegan en tókst að hringja í móður sína.

Í annað sinn sem ferðaþjónustan brást Dodda

Stuðningsfulltrúi 25 ára gamals manns sem ferðaþjónusta fatlaðra skildi eftir einan á röngum stað í hádeginu í dag, segir afleiðingarnar geta orðið þær að hann vilji ekki vera aftur á ferðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×