Lífið

Björn Jörundur líklega áfram í Eurovision

Jakob Bjarnar skrifar
Óvænt er Björn Jörundur farinn að láta að sér kveða í Eurovision-keppninni. Og virðist ætla að leggja keppnina undir sig.
Óvænt er Björn Jörundur farinn að láta að sér kveða í Eurovision-keppninni. Og virðist ætla að leggja keppnina undir sig.
Erkitöffaranum Birni Jörundi og félögum er spáð sigri í undankeppni Eurovision með laginu Piltur og stúlka. Keppnin fram fer á næstkomandi laugardag. Í það minnsta eru sænskir sérfræðingar Betsson nokkuð vissir í sinni sök, og samkvæmt upplýsingum frá Betsson á Íslandi hafa þeir oftar á réttu að standa en ekki.

Sjá jafnframt hverjir keppa til úrslita hér.

Veðmálastuðullinn sem settur er á Pilt og stúlku er 2,20 sem þýðir einfaldlega að ef einhver veðjar þúsund krónum á það og lagið sigrar, fær sá borgað út 2.200 krónur.

Sá sem mun veita Birni Jörundi keppni er Hafnfirðingurinn knái, Friðrik Dór, með lag sitt Í síðasta skipti, sem mörgum þykir reyndar minna á lag Eyjólfs Kristjánssonar, sem hann söng svo eftirminnilega, einmitt með Birni Jörundi: Álfheiði Björk.

Það má því segja að Björn Jörundur, sem ekki hefur áður komið nálægt Eurovision-keppninni, hafi þegar sett mark sitt á hana. Með afgerandi hætti. Önnur lög þykja vart koma til álita, ef marka má sérfræðinga Betsson. Stuðullinn sem settur er á Maríu Ólafsdóttur og lagið Lítil skref, er 5,50 og ef Elín Sif Halldórsdóttir sigrar með laginu Í kvöld, þá margfaldar sá sem á það lag veðjar sína peninga með 15.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×