Innlent

Jón Gnarr segir Seltjarnarnes ekkert án Reykjavíkur

Jakob Bjarnar skrifar
Jón Gnarr: Ef Seltjarnarnes hyrfi af kortinu hvaða áhrif hefði það á Reykjavík? Líklega engin.
Jón Gnarr: Ef Seltjarnarnes hyrfi af kortinu hvaða áhrif hefði það á Reykjavík? Líklega engin. visir/vilhelm
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í Reykjavík hefur viðrað þær hugmyndir að rétt sé að taka upp samningaviðræður við Seltirninga um hugsanlega sameiningu þessara sveitarfélaga.

Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins, telur Dag vera að leiða athyglina frá ömurlegum rekstri Reykjavíkurborgar og vildi einfaldlega ekki sjá það að Dagur kæmist með útsvarskrumlurnar í sína vasa, né annarra Seltirninga ef því er að skipta. Þorsteinn sagði í samtali við Vísi að hann teldi engan áhuga á Seltjarnarnesi fyrir slíkri sameiningu, ef það leiddi til hækkunar útsvars.

Þorsteinn gefur frat í sameiningarhugmyndir Dags.
Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri, hefur blandað sér í slaginn og bendir á að Seltjarnarnes sé ekkert án Reykjavíkur. Hann birti nú fyrir skömmu Facebook-færslu þar sem hann tekur utan um þessa skoðun sína með eftirfarandi orðum:

„Ef Reykjavík hyrfi af kortinu hvað yrði þá um Seltjarnarnes? Það mundi líklega gera útaf við það og það yrði útgerðarlaust einbýlishúsahverfi útá landi, með enga atvinnustarfsemi eða raunverulega innviði. Það mundi hreinlega veslast upp. Ef Seltjarnarnes hyrfi af kortinu hvaða áhrif hefði það á Reykjavík? Líklega engin.“


Tengdar fréttir

Fasteignagjöld hækka meðan útsvar er mestanpart óbreytt

Reykjanesbær hefur hækkað hjá sér útsvar um 0,53 prósentustig umfram hámarksútsvar vegna bágrar fjárhagsstöðu. Könnun ASÍ leiðir í ljós að breytt fasteignamat leiðir víðast hvar til hækkunar fasteignagjalda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×