Fasteignagjöld hækka meðan útsvar er mestanpart óbreytt Óli Kristján Ármannsson skrifar 12. febrúar 2015 07:00 Sorphirða í Reykjavík. Gjöld sem innheimt eru fyrir sorphirðu sveitarfélaganna hækka langmest á Akureyri milli 2014 og 2015, um 33,3 prósent. Í Reykjavík nam hækkunin 5,7 prósentum. Gjaldið er nú svipað á báðum stöðum. Fréttablaðið/Pjetur Fasteignagjöld hækka víðast hvar á þessu ári að því er fram kemur í könnun Verðlagseftirlits Alþýðusambandsins (ASÍ) á þróuninni hjá fimmtán fjölmennustu sveitarfélögum landsins. Ástæða hækkunarinnar er fremur sögð vegna breytinga á fasteignamati en aukinnar álagningar sveitarfélaganna. Fram kemur í greiningu Verðlagseftirlitsins að Reykjanesbær sé eina sveitarfélagið sem hækkað hefur hjá sér útsvar og hækkar einnig hjá sér fasteignaskatt um 67 prósent. Þar fer útsvarið úr hámarkinu, sem er 14,52 prósent, í 15,05 prósent, en vegna slæmrar fjárhagsstöðu sveitarfélagsins er lagt á 3,62 prósenta aukaálag.„Aðeins Kópavogur, Garðabær, Seltjarnarnes og Vestmannaeyjabær innheimta útsvar undir hámarkinu en lægsta útsvarið er 13,7 prósent í Garðabæ og á Seltjarnarnesi,“ segir í samantekt Verðlagseftirlits ASÍ. Fram kemur að öll gjöld hafi hækkað í Reykjavík vegna töluverðrar hækkunar á fasteignamati. Þá megi sjá lækkun hjá Ísafjarðarbæ, vegna lækkunar á fasteignamati sem leiði til raunlækkunar á fasteignaskatti, lóðaleigu, vatnsgjaldi og holræsagjaldi. Álagningarprósenta fasteignaskatts er óbreytt hjá níu sveitarfélögum af fimmtán. Þrjú hækka skattinn, Reykjanesbær um 67 prósent, Árborg um níu prósent og Fjarðabyggð um sjö prósent. „Þau sveitarfélög sem lækka álagninguna eru Garðabær um átta prósent, Seltjarnarnes fimm prósent og Kópavogur tvö prósent.“Þá kemur fram í könnun ASÍ að allnokkrar breytingar eru á sorphirðu- og sorptengdum gjöldum sem ólíkt öðrum þáttum fasteignagjaldsins eru innheimt sem föst upphæð á hverja íbúð eða fjölda tunna við hús. Hjá fjórum sveitarfélögum, Reykjanesbæ, Akraneskaupstað, Ísafjarðarbæ og Sveitarfélaginu Skagafirði, eru sorphirðugjöld óbreytt á milli ára. Öll hin hækka hjá sér gjaldskrána (eins og sjá má í töflunni hér til hliðar). „Hæstu gjöldin eru greidd í Vestmannaeyjum 51.323 krónur á árinu 2015 en lægstu gjöldin eru greidd í Garðabæ 21.400 krónur og er það 140 prósenta verðmunur eða 29.923 krónur,“ segir í umfjöllun Verðlagseftirlits ASÍ.Gjöldin í hnotskurnSkatturinn sem sveitarfélög heimta af íbúum nefnist útsvar. Það leggst ofan á almennan tekjuskatt sem einstaklingar greiða og er reiknað út frá sama skattstofni.Einstaklingar greiða útsvar til þess sveitarfélags þar sem þeir höfðu lögheimili í lok árs.Fasteignagjöld samanstanda svo af fasteignasköttum, fráveitugjaldi, vatnsgjaldi, lóðaleigu og sorphirðugjöldum. Gjöldin eru í flestum tilfellum hlutfall af fasteigna- eða lóðamati.Sorphirðugjöld eru þó ávallt innheimt sem fast gjald eða eftir fjölda tunna á húsnæði. Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Fleiri fréttir Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Sjá meira
Fasteignagjöld hækka víðast hvar á þessu ári að því er fram kemur í könnun Verðlagseftirlits Alþýðusambandsins (ASÍ) á þróuninni hjá fimmtán fjölmennustu sveitarfélögum landsins. Ástæða hækkunarinnar er fremur sögð vegna breytinga á fasteignamati en aukinnar álagningar sveitarfélaganna. Fram kemur í greiningu Verðlagseftirlitsins að Reykjanesbær sé eina sveitarfélagið sem hækkað hefur hjá sér útsvar og hækkar einnig hjá sér fasteignaskatt um 67 prósent. Þar fer útsvarið úr hámarkinu, sem er 14,52 prósent, í 15,05 prósent, en vegna slæmrar fjárhagsstöðu sveitarfélagsins er lagt á 3,62 prósenta aukaálag.„Aðeins Kópavogur, Garðabær, Seltjarnarnes og Vestmannaeyjabær innheimta útsvar undir hámarkinu en lægsta útsvarið er 13,7 prósent í Garðabæ og á Seltjarnarnesi,“ segir í samantekt Verðlagseftirlits ASÍ. Fram kemur að öll gjöld hafi hækkað í Reykjavík vegna töluverðrar hækkunar á fasteignamati. Þá megi sjá lækkun hjá Ísafjarðarbæ, vegna lækkunar á fasteignamati sem leiði til raunlækkunar á fasteignaskatti, lóðaleigu, vatnsgjaldi og holræsagjaldi. Álagningarprósenta fasteignaskatts er óbreytt hjá níu sveitarfélögum af fimmtán. Þrjú hækka skattinn, Reykjanesbær um 67 prósent, Árborg um níu prósent og Fjarðabyggð um sjö prósent. „Þau sveitarfélög sem lækka álagninguna eru Garðabær um átta prósent, Seltjarnarnes fimm prósent og Kópavogur tvö prósent.“Þá kemur fram í könnun ASÍ að allnokkrar breytingar eru á sorphirðu- og sorptengdum gjöldum sem ólíkt öðrum þáttum fasteignagjaldsins eru innheimt sem föst upphæð á hverja íbúð eða fjölda tunna við hús. Hjá fjórum sveitarfélögum, Reykjanesbæ, Akraneskaupstað, Ísafjarðarbæ og Sveitarfélaginu Skagafirði, eru sorphirðugjöld óbreytt á milli ára. Öll hin hækka hjá sér gjaldskrána (eins og sjá má í töflunni hér til hliðar). „Hæstu gjöldin eru greidd í Vestmannaeyjum 51.323 krónur á árinu 2015 en lægstu gjöldin eru greidd í Garðabæ 21.400 krónur og er það 140 prósenta verðmunur eða 29.923 krónur,“ segir í umfjöllun Verðlagseftirlits ASÍ.Gjöldin í hnotskurnSkatturinn sem sveitarfélög heimta af íbúum nefnist útsvar. Það leggst ofan á almennan tekjuskatt sem einstaklingar greiða og er reiknað út frá sama skattstofni.Einstaklingar greiða útsvar til þess sveitarfélags þar sem þeir höfðu lögheimili í lok árs.Fasteignagjöld samanstanda svo af fasteignasköttum, fráveitugjaldi, vatnsgjaldi, lóðaleigu og sorphirðugjöldum. Gjöldin eru í flestum tilfellum hlutfall af fasteigna- eða lóðamati.Sorphirðugjöld eru þó ávallt innheimt sem fast gjald eða eftir fjölda tunna á húsnæði.
Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Fleiri fréttir Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Sjá meira