Hvar enda Kaupþingstopparnir? Líklega of þungir dómar fyrir Kvíabryggju Aðalsteinn Kjartansson skrifar 13. febrúar 2015 13:00 Fjórmenningarnir hefja allir afplánun í Hegningarhúsinu. Vísir Reiknað er með því að Kaupþingsmennirnir fjórir sem dæmdir voru í gær fyrir stórfelld brot muni að stærstum hluta afplána dóminn í fangelsinu að Kvíabryggju. Fangelsið, sem staðsett er rétt fyrir utan Grundarfjörð, er eitt sex fangelsa sem ríkið er með í notkun í dag en þar eru fangar af báðum kynjum, mest 22 í einu.Fordæmalaus refsing í efnahagsbrotamáliEkki hefur áður þurft að velja fangelsi fyrir dæmda efnahagsbrotamenn til að afplána jafn þunga dóma áður. Dómur Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, sem dæmdur var til fimm og hálfs árs fangelsisrefsingar, er sá þyngsti sem fallið hefur í efnahagsbrotamáli hér á landi. Hinir þrír sem dæmdir voru í málinu fengu mildari dóma. Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður, var dæmdur í fjögurra ára fangelsi og Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóra Kaupþings í Lúxemborg, og Ólafur Ólafsson, einn af stærstu eigendum bankans, báðir í fjögurra og hálfs árs fangelsi. Í dómi Hæstaréttar frá því í gær segir að brotin sem fjórmenningarnir séu dæmdir fyrir eigi sér ekki hliðstæðu hér á landi. „Þessi brot voru stórum alvarlegri en nokkur dæmi verða fundin um í íslenskri dómaframkvæmd varðandi efnahagsbrot,“ segir í dómnum.Allir karlar fyrst í HegningarhúsiðPáll Winkel fangelsismálastjóri segir í samtali við Mbl.is að allir karlmenn hefji afplánun í Hegningarhúsinu sem stendur við Skólavörðustíg í miðbæ Reykjavíkur. Misjafnt er hversu lengi fangar dvelja þar en Páll segir það vera allt frá nokkrum dögum til árs. „Enginn fer beint í opið fangelsi. Allir karlmenn koma fyrst til afplánunar í Hegningarhúsinu þar sem farið er yfir stöðu viðkomandi, brotaferil, ástand og annað þess háttar í samræmi við lög um fullnustu refsinga. Síðan eru menn eftir atvikum fluttir á Litla-Hraun eða í opnu fangelsin,“ segir Páll við Mbl.is. Eftir að þetta mat hefur fram er það ákvörðun Fangelsismálastofnunnar hvert viðkomandi fangi er sendur. Miðað við tvö ár í opnu fangelsiAlgengt hefur verið að efnahagsbrotamenn séu sendir til afplánunar á Kvíabryggju. Fangelsið var fyrst um sinn fyrir þá sem ekki greiddu meðlagsskuldir eða barnalífeyri en allt frá 1963 hafa verið vistaðir refsifangar þar. 22 fangaklefar eru í fangelsinu auk eldhúss, borðstofu, góðs æfingarsalar og billiardaðstöðu í kjallara.Engir rimlar eru fyrir gluggum og er svæðið ekki afgirt með öðrum hætti en tíðkast á sveitabýlum. Þar fara helst menn sem hafa lítinn sakaferil og þeir sem Fangelsismálastofnun ætlar að sé treystandi til þess að afplána við þessar aðstæður.Samkvæmt upplýsingum í bæklingi sem Fangelsismálastofnun hefur gefið út um fangelsið Kvíabryggju koma fram eftirfarandi viðmið sem horft er til þegar valið er hvaða fangar afplána þar:Að fangi afpláni að jafnaði ekki lengur en 2 ár á staðnum.Að fangi sé að undirbúa sig undir að refsivist ljúki.Að fangi sé ekki háður vanabindandi lyfjum.Að fangi sé fær um að afplána við lágmarks gæslu, stundi vinnu eða nám og sé reiðubúinn til að taka virkan þátt í starfsemi fangelsisins.Við skoðun þessara viðmiða kemur strax í ljós að allir hinna dæmdu Kaupþingsmanna falla á fyrsta viðmiðinu. Þeir fengu allir að minnsta kosti fjögurra ára fangelsisdóm fyrir brot sín. Það er þó, eins og áður segir, ákvörðun Fangelsismálastofnunnar hvert fangar eru sendir. Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Erlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent Fleiri fréttir Kristrún og von der Leyen í útsýnisflugi Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Sjá meira
Reiknað er með því að Kaupþingsmennirnir fjórir sem dæmdir voru í gær fyrir stórfelld brot muni að stærstum hluta afplána dóminn í fangelsinu að Kvíabryggju. Fangelsið, sem staðsett er rétt fyrir utan Grundarfjörð, er eitt sex fangelsa sem ríkið er með í notkun í dag en þar eru fangar af báðum kynjum, mest 22 í einu.Fordæmalaus refsing í efnahagsbrotamáliEkki hefur áður þurft að velja fangelsi fyrir dæmda efnahagsbrotamenn til að afplána jafn þunga dóma áður. Dómur Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, sem dæmdur var til fimm og hálfs árs fangelsisrefsingar, er sá þyngsti sem fallið hefur í efnahagsbrotamáli hér á landi. Hinir þrír sem dæmdir voru í málinu fengu mildari dóma. Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður, var dæmdur í fjögurra ára fangelsi og Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóra Kaupþings í Lúxemborg, og Ólafur Ólafsson, einn af stærstu eigendum bankans, báðir í fjögurra og hálfs árs fangelsi. Í dómi Hæstaréttar frá því í gær segir að brotin sem fjórmenningarnir séu dæmdir fyrir eigi sér ekki hliðstæðu hér á landi. „Þessi brot voru stórum alvarlegri en nokkur dæmi verða fundin um í íslenskri dómaframkvæmd varðandi efnahagsbrot,“ segir í dómnum.Allir karlar fyrst í HegningarhúsiðPáll Winkel fangelsismálastjóri segir í samtali við Mbl.is að allir karlmenn hefji afplánun í Hegningarhúsinu sem stendur við Skólavörðustíg í miðbæ Reykjavíkur. Misjafnt er hversu lengi fangar dvelja þar en Páll segir það vera allt frá nokkrum dögum til árs. „Enginn fer beint í opið fangelsi. Allir karlmenn koma fyrst til afplánunar í Hegningarhúsinu þar sem farið er yfir stöðu viðkomandi, brotaferil, ástand og annað þess háttar í samræmi við lög um fullnustu refsinga. Síðan eru menn eftir atvikum fluttir á Litla-Hraun eða í opnu fangelsin,“ segir Páll við Mbl.is. Eftir að þetta mat hefur fram er það ákvörðun Fangelsismálastofnunnar hvert viðkomandi fangi er sendur. Miðað við tvö ár í opnu fangelsiAlgengt hefur verið að efnahagsbrotamenn séu sendir til afplánunar á Kvíabryggju. Fangelsið var fyrst um sinn fyrir þá sem ekki greiddu meðlagsskuldir eða barnalífeyri en allt frá 1963 hafa verið vistaðir refsifangar þar. 22 fangaklefar eru í fangelsinu auk eldhúss, borðstofu, góðs æfingarsalar og billiardaðstöðu í kjallara.Engir rimlar eru fyrir gluggum og er svæðið ekki afgirt með öðrum hætti en tíðkast á sveitabýlum. Þar fara helst menn sem hafa lítinn sakaferil og þeir sem Fangelsismálastofnun ætlar að sé treystandi til þess að afplána við þessar aðstæður.Samkvæmt upplýsingum í bæklingi sem Fangelsismálastofnun hefur gefið út um fangelsið Kvíabryggju koma fram eftirfarandi viðmið sem horft er til þegar valið er hvaða fangar afplána þar:Að fangi afpláni að jafnaði ekki lengur en 2 ár á staðnum.Að fangi sé að undirbúa sig undir að refsivist ljúki.Að fangi sé ekki háður vanabindandi lyfjum.Að fangi sé fær um að afplána við lágmarks gæslu, stundi vinnu eða nám og sé reiðubúinn til að taka virkan þátt í starfsemi fangelsisins.Við skoðun þessara viðmiða kemur strax í ljós að allir hinna dæmdu Kaupþingsmanna falla á fyrsta viðmiðinu. Þeir fengu allir að minnsta kosti fjögurra ára fangelsisdóm fyrir brot sín. Það er þó, eins og áður segir, ákvörðun Fangelsismálastofnunnar hvert fangar eru sendir.
Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Erlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent Fleiri fréttir Kristrún og von der Leyen í útsýnisflugi Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Sjá meira