Innlent

Þriggja ára barninu heilsast vel líkt og hinum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Mynd frá vettvangi í nótt þar sem sjá má bifreið íslensku ferðalanganna og snjóbíl björgunarsveitarmanna.
Mynd frá vettvangi í nótt þar sem sjá má bifreið íslensku ferðalanganna og snjóbíl björgunarsveitarmanna. Mynd/Smári Sigurðsson
Reiknað er með því að sjö íslenskir ferðalangar, sem höfðust við í nótt í sérútbúnum bílum sínum um fimm kílómetra austur af Laugarfelli, verði komnir til Akureyrar á sjöunda tímanum í kvöld. Ferðin sækist hægt í snjónum.

Skúli Árnason, svæðisstjóri björgunarsveitanna á Norðurlandi, segir í samtali við Vísi að fólkið hafi verið á þremur sérútbúnum bílum og í samfloti. Björgunarsveitarmenn á snjóbílum komu fólkinu til aðstoðar í morgun en þá hafði það hafst við í einum bílanna í nótt.

Fólkið hafði ekki verið í símasambandi síðan klukkan tíu í gærkvöldi þegar það óskaði eftir aðstoð björgunarsveitar. Þá voru bílar þeirra orðnir eldsneytislitlir.

Skúli segir heilsu fólksins góða eftir því sem þau best viti.

„Öllum heilsaðist bara vel,“ segir Skúli. Reiknað er með fólkinu til byggða á sjötta tímanum og til Akureyrar á þeim sjöunda.


Tengdar fréttir

Björgunarsveitir komnar að fólkinu

Björgunarsveitarmenn á snjóbíl komu fyrir nokkrum mínútum að sjö manns sem hafa hafst við í tveimur föstum jeppum síðan í gærkvöldi á hálendinu á milli Skagafjarðar og Eyjafjarðar, norðaustur af Laugafelli. Tveir aðrir björgunarsveitarbílar eru líka á leiðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×