Bjartsýnn á að öll börn fái sólmyrkvagleraugu Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 2. febrúar 2015 18:18 "Ég ætla að leita allra leiða til að koma gleraugunum til allra. Það er engin spurning,“ segir Sævar Helgi Bragason. vísir/anton Sævar Helgi Bragason, formaður Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness, er bjartsýnn á að öll grunnskólabörn landsins fái tækifæri til að berja sólmyrkvann augum hinn 20. mars næstkomandi. Hann fundaði með fulltrúum skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar á fimmtudag og segir þá hafa tekið vel í verkefnið. Ákvörðunin verði líklega sett í hendur skólastjórnenda. „Ég ætla sjálfur persónulega að hringja í alla skólastjórnendur á Íslandi til þess að segja þeim frá verkefninu, kynna það fyrir þeim og kynna hversu einstakt þetta er á heimsvísu. Það hefur aldrei neitt svona verið gert í neinu landi, að hver einasti grunnskólanemi fái tækifæri til að berja sólmyrkva augum, á öruggan hátt,“ segir Sævar.Sjá einnig: Vill að reykvísk börn fái líka að njóta sólmyrkvans Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness í samvinnu við Hótel Rangá hyggst gefa öllum grunnskólabörnum landsins, sem eru um 45 þúsund talsins, sérstök hlífðargleraugu í tilefni almykvans. Sólmyrkvar af þessu tagi eru afar sjaldgæfir og verður þessi sá dimmasti á Íslandi í sextíu ár. Sólmyrkvagleraugu eru þó nauðsynleg þeim sem vilja upplifa þennan stórmerka atburð því augun eru afar viðkvæm fyrir geislum sólarinnar. Þeir sem af sólmyrkvanum missa þurfa að bíða í ellefu ár eftir næsta tækifæri.Svona mun sólmyrkvinn líta út, séður úr Reykjavík, þegar hann nær hámarki klukkan 9.37, föstudaginn 20. mars. Örþunn rönd mun þá sjást af sólinni.Einstakt á heimsvísu „Þetta er einstakt á heimsvísu. Þetta hefur hvergi verið gert – að allir nemendur í einu landi fái tækifæri til að berja sólmyrkva augum, á öruggan hátt að sjálfsögðu. Þannig að ég ætla að hringja í alla skólastjóra og spyrja þá hvernig þeir geta virkjað náttúrufræðikennara hjá sér til þess að til dæmis taka vikuna fyrir myrkvann að læra um sólina, tungið og jörðina og gera þá tilraunir á hlutum sem tengjast þessu öllu,“ segir Sævar. „Þetta auðvitað tengist menningu okkar á svo rosalega djúpan og stóran hátt í sjálfu sér. Þannig að ég ætla að leita allra leiða til að koma gleraugunum til allra. Það er engin spurning,“ segir hann að lokum og bætir við að fulltrúar frístundasviðs muni funda um málið, öðru sinni, á morgun. Tengdar fréttir Sjálfstæðismenn vilja að reglurnar verði endurskoðaðar Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins telja að endurskoða þurfi reglur um kynningar í skólum og lögðu fram tillögu þess efnis í borgarráði í síðustu viku. 30. janúar 2015 13:27 Grunnskólabörn í Reykjavík mega ekki fá hjálma merkta Eimskipafélaginu Kiwanishreyfingin hefur gefið grunnskólabörnum hjálma sem Eimskipafélagið hefur lagt til. Það má hreyfingin ekki gera lengur í Reykjavík. 19. janúar 2015 18:38 Borgarfulltrúi spyr hvort aðrar reglur gildi um iPad og smokka Fulltrúar í borgarstjórn eru sammála því að endurskoða þurfi reglur er kveða á um gjafir á skólatíma. 20. janúar 2015 11:47 Vill að reykvísk börn fái líka að njóta sólmyrkvans Sævar Helgi Bragason ætlar að gefa 45 þúsund börnum sólmyrkvagleraugu í tilefni af mesta sólmyrkva hérlendis í sextíu ár. Fundar með borginni á næstu dögum. 27. janúar 2015 14:00 Börn í Reykjavík mega ekki fá tannbursta Tannverndarvika hefst í febrúar og fá öll börn, utan höfuðborgarsvæðisins, tannbursta, tannkrem og tannþráð að gjöf. 19. janúar 2015 15:15 Dimmasti sólmyrkvi á Íslandi frá árinu 1954 Sólmyrkvi, sá mesti hérlendis í sextíu ár, verður þann 20. mars næstkomandi, eftir tæpa þrjá mánuði, - þá rökkvast himinn í nokkrar mínútur þegar venjulega er hábjartur dagur. 30. desember 2014 20:15 Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Indland gerir árás á Pakistan Erlent Fleiri fréttir Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Sjá meira
Sævar Helgi Bragason, formaður Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness, er bjartsýnn á að öll grunnskólabörn landsins fái tækifæri til að berja sólmyrkvann augum hinn 20. mars næstkomandi. Hann fundaði með fulltrúum skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar á fimmtudag og segir þá hafa tekið vel í verkefnið. Ákvörðunin verði líklega sett í hendur skólastjórnenda. „Ég ætla sjálfur persónulega að hringja í alla skólastjórnendur á Íslandi til þess að segja þeim frá verkefninu, kynna það fyrir þeim og kynna hversu einstakt þetta er á heimsvísu. Það hefur aldrei neitt svona verið gert í neinu landi, að hver einasti grunnskólanemi fái tækifæri til að berja sólmyrkva augum, á öruggan hátt,“ segir Sævar.Sjá einnig: Vill að reykvísk börn fái líka að njóta sólmyrkvans Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness í samvinnu við Hótel Rangá hyggst gefa öllum grunnskólabörnum landsins, sem eru um 45 þúsund talsins, sérstök hlífðargleraugu í tilefni almykvans. Sólmyrkvar af þessu tagi eru afar sjaldgæfir og verður þessi sá dimmasti á Íslandi í sextíu ár. Sólmyrkvagleraugu eru þó nauðsynleg þeim sem vilja upplifa þennan stórmerka atburð því augun eru afar viðkvæm fyrir geislum sólarinnar. Þeir sem af sólmyrkvanum missa þurfa að bíða í ellefu ár eftir næsta tækifæri.Svona mun sólmyrkvinn líta út, séður úr Reykjavík, þegar hann nær hámarki klukkan 9.37, föstudaginn 20. mars. Örþunn rönd mun þá sjást af sólinni.Einstakt á heimsvísu „Þetta er einstakt á heimsvísu. Þetta hefur hvergi verið gert – að allir nemendur í einu landi fái tækifæri til að berja sólmyrkva augum, á öruggan hátt að sjálfsögðu. Þannig að ég ætla að hringja í alla skólastjóra og spyrja þá hvernig þeir geta virkjað náttúrufræðikennara hjá sér til þess að til dæmis taka vikuna fyrir myrkvann að læra um sólina, tungið og jörðina og gera þá tilraunir á hlutum sem tengjast þessu öllu,“ segir Sævar. „Þetta auðvitað tengist menningu okkar á svo rosalega djúpan og stóran hátt í sjálfu sér. Þannig að ég ætla að leita allra leiða til að koma gleraugunum til allra. Það er engin spurning,“ segir hann að lokum og bætir við að fulltrúar frístundasviðs muni funda um málið, öðru sinni, á morgun.
Tengdar fréttir Sjálfstæðismenn vilja að reglurnar verði endurskoðaðar Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins telja að endurskoða þurfi reglur um kynningar í skólum og lögðu fram tillögu þess efnis í borgarráði í síðustu viku. 30. janúar 2015 13:27 Grunnskólabörn í Reykjavík mega ekki fá hjálma merkta Eimskipafélaginu Kiwanishreyfingin hefur gefið grunnskólabörnum hjálma sem Eimskipafélagið hefur lagt til. Það má hreyfingin ekki gera lengur í Reykjavík. 19. janúar 2015 18:38 Borgarfulltrúi spyr hvort aðrar reglur gildi um iPad og smokka Fulltrúar í borgarstjórn eru sammála því að endurskoða þurfi reglur er kveða á um gjafir á skólatíma. 20. janúar 2015 11:47 Vill að reykvísk börn fái líka að njóta sólmyrkvans Sævar Helgi Bragason ætlar að gefa 45 þúsund börnum sólmyrkvagleraugu í tilefni af mesta sólmyrkva hérlendis í sextíu ár. Fundar með borginni á næstu dögum. 27. janúar 2015 14:00 Börn í Reykjavík mega ekki fá tannbursta Tannverndarvika hefst í febrúar og fá öll börn, utan höfuðborgarsvæðisins, tannbursta, tannkrem og tannþráð að gjöf. 19. janúar 2015 15:15 Dimmasti sólmyrkvi á Íslandi frá árinu 1954 Sólmyrkvi, sá mesti hérlendis í sextíu ár, verður þann 20. mars næstkomandi, eftir tæpa þrjá mánuði, - þá rökkvast himinn í nokkrar mínútur þegar venjulega er hábjartur dagur. 30. desember 2014 20:15 Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Indland gerir árás á Pakistan Erlent Fleiri fréttir Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Sjá meira
Sjálfstæðismenn vilja að reglurnar verði endurskoðaðar Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins telja að endurskoða þurfi reglur um kynningar í skólum og lögðu fram tillögu þess efnis í borgarráði í síðustu viku. 30. janúar 2015 13:27
Grunnskólabörn í Reykjavík mega ekki fá hjálma merkta Eimskipafélaginu Kiwanishreyfingin hefur gefið grunnskólabörnum hjálma sem Eimskipafélagið hefur lagt til. Það má hreyfingin ekki gera lengur í Reykjavík. 19. janúar 2015 18:38
Borgarfulltrúi spyr hvort aðrar reglur gildi um iPad og smokka Fulltrúar í borgarstjórn eru sammála því að endurskoða þurfi reglur er kveða á um gjafir á skólatíma. 20. janúar 2015 11:47
Vill að reykvísk börn fái líka að njóta sólmyrkvans Sævar Helgi Bragason ætlar að gefa 45 þúsund börnum sólmyrkvagleraugu í tilefni af mesta sólmyrkva hérlendis í sextíu ár. Fundar með borginni á næstu dögum. 27. janúar 2015 14:00
Börn í Reykjavík mega ekki fá tannbursta Tannverndarvika hefst í febrúar og fá öll börn, utan höfuðborgarsvæðisins, tannbursta, tannkrem og tannþráð að gjöf. 19. janúar 2015 15:15
Dimmasti sólmyrkvi á Íslandi frá árinu 1954 Sólmyrkvi, sá mesti hérlendis í sextíu ár, verður þann 20. mars næstkomandi, eftir tæpa þrjá mánuði, - þá rökkvast himinn í nokkrar mínútur þegar venjulega er hábjartur dagur. 30. desember 2014 20:15