Töldu ólíklegt að málefnalegar umræður yrðu á fundi Pírata Aðalsteinn Kjartansson skrifar 3. febrúar 2015 17:46 Vísir/Vilhelm Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi sendu ekki fulltrúa á málþing Pírata um sjávarútvegsmál eins og áður hafði verið auglýst. Ástæðan er sú að fulltrúar samtakanna töldu sig ekki geta átt málefnalega umræðu um sjávarútvegsmál við Ólaf Jónsson, eða Óla Ufsa eins og hann kallar sig, sem var meðal frummælenda á fundinum. „Við höfum mikinn áhuga á að tala um sjávarútveg en hinsvegar þótti okkur ólíklegt að það yrði mikið um málefnalegar samræður á þessum fundi,“ segir Karen Kjartansdóttir, upplýsingafulltrúi Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, um ástæður þess að fulltrúi samtakanna mætti ekki. Hún segir ástæðuna fyrir því helst vera vera Ólafs á fundinum. „Við töldum þetta ekki stuðla að málefnalegri umræðu sem viðkemur sjávarútvegi. Hvort sem er um að ræða sjálfbærni eða arðbærni í greininni,“ segir hún. Ólafur hefur gagnrýnt kvótakerfið harðlega í málflutningi sínum og segir samtökin hafi beitt ógnunum til að reyna að þagga niður í sér. Þetta segir hann í myndbandi sem hann hefur dreift á Facebook. Hann segir að Píratar hafi staðið í lappirnar og ekki látið ógna sér. „Við höfum mikinn áhuga á að heyra spurningar Pírata, þannig að við viljum halda opinn fund með þeim fljótlega, en okkur þótti þetta ekki líklegt til að skila málefnalegum umræðum,“ segir Karen.Björn Leví Gunnarsson, varaþingmaður Pírata.PíratarBjörn Leví Gunnarsson, varaþingmaður Pírata og einn þeirra sem stóðu að fundinum, segir að SFS hafi boðið þeim að koma á fund með fulltrúum samtakanna seinna. „Þau afboðuðu daginn fyrir og sögðust ekki vilja vera á pallborði með honum Ólafi. Þeim fannst eins og það væri verið að setja þau upp í einhverja gildru. En það var ekki markmiðið hjá okkur,“ segir hann. „Á móti fengum við þau til að bjóða okkur á annan fund.“ Hann segir þó fundinn hafi verið góðan. „Þetta var bara mjög góður fundur. Það var fullt af áhugaverðum spurningum og áhugaverðum svörum,“ segir hann og bætir við að framundan sé vinna við að kryfja svörin. „Eins og með allt annað eru það Píratar sem móta sér stefnu fyrir frambjóðendur. Þetta eru ekki píratar að búa til stefnu heldur erum við að safna upplýsingum til að meðlimir okkar geta samþykkt stefnu,“ segir Björn. Alþingi Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Tölvuleikir bæta sjón Erlent Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Erlent Fleiri fréttir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Sjá meira
Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi sendu ekki fulltrúa á málþing Pírata um sjávarútvegsmál eins og áður hafði verið auglýst. Ástæðan er sú að fulltrúar samtakanna töldu sig ekki geta átt málefnalega umræðu um sjávarútvegsmál við Ólaf Jónsson, eða Óla Ufsa eins og hann kallar sig, sem var meðal frummælenda á fundinum. „Við höfum mikinn áhuga á að tala um sjávarútveg en hinsvegar þótti okkur ólíklegt að það yrði mikið um málefnalegar samræður á þessum fundi,“ segir Karen Kjartansdóttir, upplýsingafulltrúi Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, um ástæður þess að fulltrúi samtakanna mætti ekki. Hún segir ástæðuna fyrir því helst vera vera Ólafs á fundinum. „Við töldum þetta ekki stuðla að málefnalegri umræðu sem viðkemur sjávarútvegi. Hvort sem er um að ræða sjálfbærni eða arðbærni í greininni,“ segir hún. Ólafur hefur gagnrýnt kvótakerfið harðlega í málflutningi sínum og segir samtökin hafi beitt ógnunum til að reyna að þagga niður í sér. Þetta segir hann í myndbandi sem hann hefur dreift á Facebook. Hann segir að Píratar hafi staðið í lappirnar og ekki látið ógna sér. „Við höfum mikinn áhuga á að heyra spurningar Pírata, þannig að við viljum halda opinn fund með þeim fljótlega, en okkur þótti þetta ekki líklegt til að skila málefnalegum umræðum,“ segir Karen.Björn Leví Gunnarsson, varaþingmaður Pírata.PíratarBjörn Leví Gunnarsson, varaþingmaður Pírata og einn þeirra sem stóðu að fundinum, segir að SFS hafi boðið þeim að koma á fund með fulltrúum samtakanna seinna. „Þau afboðuðu daginn fyrir og sögðust ekki vilja vera á pallborði með honum Ólafi. Þeim fannst eins og það væri verið að setja þau upp í einhverja gildru. En það var ekki markmiðið hjá okkur,“ segir hann. „Á móti fengum við þau til að bjóða okkur á annan fund.“ Hann segir þó fundinn hafi verið góðan. „Þetta var bara mjög góður fundur. Það var fullt af áhugaverðum spurningum og áhugaverðum svörum,“ segir hann og bætir við að framundan sé vinna við að kryfja svörin. „Eins og með allt annað eru það Píratar sem móta sér stefnu fyrir frambjóðendur. Þetta eru ekki píratar að búa til stefnu heldur erum við að safna upplýsingum til að meðlimir okkar geta samþykkt stefnu,“ segir Björn.
Alþingi Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Tölvuleikir bæta sjón Erlent Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Erlent Fleiri fréttir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Sjá meira