Félagsmálaráðherra segir þörf á nýrri húsnæðisstefnu Heimir Már Pétursson skrifar 4. febrúar 2015 19:15 vísir/gva Félagsmálaráðherra segir nauðsynlegt að breyta algjörlega um stefnu í húsnæðismálum, meðal annars til að auðvelda ungu fólki að eignast sína fyrstu íbúð. Þá þurfi að styðja við fjölbreytta húsnæðiskosti, eins og til dæmis öflugan leigumarkað. Ekkert bólar hins vegar á frumvarpi frá ráðherra um nýtt húsnæðiskerfi. Guðlaugur Þór Þórðarson þingmaður Sjálfstæðisflokksins hóf sérstaka umræðu á Alþingi í dag um ástand húsnæðismála og vanda ungs fólks við að eignast sitt fyrsta húsnæði. Menn hefðu flotið að feigðarósi í þessum málum undanfarin ár og áratugi. „Við höfum hjálpað fólki til þess að kaupa sér húsnæði með því að koma með bætur á vexti. Sem í rauninni gengur út á það að hvetja fólk til að skuldsetja sig. Það er hvatningin í kerfinu,“ sagði Guðlaugur Þór. Þá gagnrýndi hann að lóðaverð sveitarfélaga væri alltof hátt og byggingareglugerðir flóknar og ítarlegar sem hækkaði byggingarkostnað. Honum sýndist húsnæðismálin á sömu leið og þau voru fyrir hrun. Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra tók undir sjónarmið þingmannsins um að menn yrðu að forðast að endurtaka fyrri mistök. „Við þurfum að læra af reynslu síðustu ára og áratuga og við getum í rauninni ekki farið sömu leið aftur. Við getum ekki farið að hvetja aftur til þess að opna fyrir lánsveð. Við getum ekki aftur farið að hvetja til þess að hækka lánshlutföll. Heldur þurfum við að horfa á kerfið í heild sinni,“ sagði félagsmálaráðherra. Þá þyrfti að skoða fjölbreytt úrræði á húsnæðismarkaðnum, meðal annar með styrkingu öflugs leigumarkaðar. Allir þeir þingmenn sem tóku til máls í umræðunni, bæði úr stjórnarliði og stjórnarandstöðu, eru sammála um að húsnæðiskerfið sé í ólestri. En ekkert bólar enn á frumvarpi frá félagsmálaráðherra um heildarendurskoðun á húsnæðiskerfinu. Steingrímur J. Sigfússon þingmaður Vinstri grænna sagði umræðu stjórnarliða einskorðast við möguleika fólks til að eignast íbúð, en sú lausn hentaði ekki miklum fjölda fólks. Einnig þyrfti að horfa til félagslegra úrræða. „Semsagt, eins og ég segi herra forseti, það er ágætt að stjórnarliðar ræði þessi mál sín í milli. En það gerist ósköp lítið meira en það,“ sagði Steingrímur. Alþingi Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gýg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Sjá meira
Félagsmálaráðherra segir nauðsynlegt að breyta algjörlega um stefnu í húsnæðismálum, meðal annars til að auðvelda ungu fólki að eignast sína fyrstu íbúð. Þá þurfi að styðja við fjölbreytta húsnæðiskosti, eins og til dæmis öflugan leigumarkað. Ekkert bólar hins vegar á frumvarpi frá ráðherra um nýtt húsnæðiskerfi. Guðlaugur Þór Þórðarson þingmaður Sjálfstæðisflokksins hóf sérstaka umræðu á Alþingi í dag um ástand húsnæðismála og vanda ungs fólks við að eignast sitt fyrsta húsnæði. Menn hefðu flotið að feigðarósi í þessum málum undanfarin ár og áratugi. „Við höfum hjálpað fólki til þess að kaupa sér húsnæði með því að koma með bætur á vexti. Sem í rauninni gengur út á það að hvetja fólk til að skuldsetja sig. Það er hvatningin í kerfinu,“ sagði Guðlaugur Þór. Þá gagnrýndi hann að lóðaverð sveitarfélaga væri alltof hátt og byggingareglugerðir flóknar og ítarlegar sem hækkaði byggingarkostnað. Honum sýndist húsnæðismálin á sömu leið og þau voru fyrir hrun. Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra tók undir sjónarmið þingmannsins um að menn yrðu að forðast að endurtaka fyrri mistök. „Við þurfum að læra af reynslu síðustu ára og áratuga og við getum í rauninni ekki farið sömu leið aftur. Við getum ekki farið að hvetja aftur til þess að opna fyrir lánsveð. Við getum ekki aftur farið að hvetja til þess að hækka lánshlutföll. Heldur þurfum við að horfa á kerfið í heild sinni,“ sagði félagsmálaráðherra. Þá þyrfti að skoða fjölbreytt úrræði á húsnæðismarkaðnum, meðal annar með styrkingu öflugs leigumarkaðar. Allir þeir þingmenn sem tóku til máls í umræðunni, bæði úr stjórnarliði og stjórnarandstöðu, eru sammála um að húsnæðiskerfið sé í ólestri. En ekkert bólar enn á frumvarpi frá félagsmálaráðherra um heildarendurskoðun á húsnæðiskerfinu. Steingrímur J. Sigfússon þingmaður Vinstri grænna sagði umræðu stjórnarliða einskorðast við möguleika fólks til að eignast íbúð, en sú lausn hentaði ekki miklum fjölda fólks. Einnig þyrfti að horfa til félagslegra úrræða. „Semsagt, eins og ég segi herra forseti, það er ágætt að stjórnarliðar ræði þessi mál sín í milli. En það gerist ósköp lítið meira en það,“ sagði Steingrímur.
Alþingi Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gýg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Sjá meira