Innlent

Hæstiréttur staðfesti fimm ára fangelsisdóm í Shaken baby-málinu

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Frá aðalmeðferð málsins í héraði í fyrra.
Frá aðalmeðferð málsins í héraði í fyrra. Vísir/Stefán
Hæstiréttur staðfesti í dag 5 ára fangelsisdóm yfir Scott James Carcary en hann var sakfellur fyrir að hafa orðið valdur að dauða fimm mánaða gamallar dóttur sinnar í mars 2013. Manninum er gert að greiða allan áfrýjunarkostnað vegna málsins, rúmar 2,5 milljónir króna.

Ólafur Börkur Þorvaldsson, hæstaréttardómari, skilaði sératkvæði í málinu þar sem hann taldi ekki rétt að sakfella Scott með rökum ákæruvaldsins þess efnis að langlíklegast væri að hann hefði framið brotið. Því bæri að sýkna hann af sakargiftum.

Scott var ákærður var fyrir stórfellda líkamsárás með því að hrista dóttur sína svo harkalega að hún hlaut blæðingu í heila sem leiddi til dauða hennar. Atvikið átti sér stað þann 17. mars 2013 þegar maðurinn var einn heima með dóttur sinni og töldu þrír sérfróðir læknar sem báru vitni fyrir dómi að stúlkan hafi látist vegna þess að hún var hrist harkalega.


Tengdar fréttir

Faðir barnsins dæmdur í fimm ára fangelsi

Maðurinn sem ákærður var fyrir að hrista barn sitt til dauða hefur verið dæmdur í fimm ára fangelsi. Þá er honum gert að greiða móður barnsins þrjár milljónir króna.

„Málið er dapurlegt fyrir alla“

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag breskan karlmann í fimm ára fangelsi fyrir að hafa valdið dauða fimm mánaða gamallar dóttur sinnar. Þá var honum gert að greiða íslenskri móður barnsins þrjár milljónir í miskabætur. Málinu verður líklega áfrýjað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×