Komið að ögurstundu í Úkraínu Hrund Þórsdóttir skrifar 5. febrúar 2015 20:00 Petró Porósjenkó, forseti Úkraínu, segir komið að ögurstundu í sögu þjóðarinnar. Francois Hollande Frakklandsforseti og Angela Merkel, kanslari Þýskalands, fóru til Úkraínu í dag til að kynna nýja friðaráætlun sem vonast er til að bindi enda á átökin í austurhluta landsins. NATO ríkin ætla í umfangsmestu eflingu sameiginlegs herafla frá lokum kalda stríðsins vegna ástandsins þar. Hollande og Merkel héldu til Kíev í dag til að leggja fram friðartillögur sínar og sagði Hollande á blaðamannafundi að þær byggðu á landamærahelgi Úkraínu. Til stóð að ræða þær við Petró Porósjenkó, forseta Úkraínu, í dag og við Vladimír Pútín Rússlandsforseta, á morgun. „Við munum reyna til þrautar að ná friðsamlegri lausn, en tíminn er að renna út,“ sagði Hollande. Bardagar hafa farið harðnandi í Úkraínu og hundruð óbreyttra borgara látið lífið síðustu vikur. Hart er barist í Debaltseve og hafa þúsundir flúið svæðið undir dynjandi sprengjuregni, eins og sjá og heyra má í meðfylgjandi myndskeiði. Margir eru í felum án aðgangs að vatni og rafmagni og ætla bandarísk stjórnvöld að verja 16 milljónum dollara eða 2,2 milljörðum króna í neyðaraðstoð. Þá var John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í Úkraínu í dag til að ræða mögulega vopnaaðstoð við Porósjenkó. „Mér er ánægja að bjóða þig velkominn til Kænugarðs á þessari ögurstundu í sögu þjóðar okkar,“ sagði Porósjenkó við Kerry. Á sama tíma funduðu varnarmálaráðherrar aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins í Brussel. Meðal þeirra gætir andstöðu við hugmyndir um vopnasendingar til Úkraínu en bandalagið ætlar að efla herafla sinn í Austur-Evrópu vegna átakanna þar. Um er að ræða umfangsmestu eflingu sameiginlegs liðsafla þess frá lokum kalda stríðsins. „Ofbeldisverkum í Úkraínu fjölgar með hverjum deginum og ástandið verður æ alvarlegra,“ sagði Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri bandalagsins. „Rússar virða alþjóðareglur ítrekað að vettugi og halda áfram að styðja aðskilnaðarsinna með hátæknivopnum, þjálfun og útvegun liðsafla.“ Á sjötta þúsund hefur látið lífið og yfir milljón hefur þurft að yfirgefa heimili sín í Úkraínu, frá því að átök brutust þar út í fyrra. Tengdar fréttir Þrjátíu látnir í bardögum um Debaltseve Aðskilnaðarsinnar á bandi Rússlandsstjórnar hafa setið um borgina Debaltseve í austurhluta Úkraínu. 1. febrúar 2015 23:30 Nýjar friðarviðræður í skugga mikils mannfalls Mikil átök hafa staðið yfir í austurhluta Úkraínu þar sem aðskilnaðarsinnar hafa sótt að hersveitum Úkraínuhers í lykilborg milli Luhansk og Donetsk. 31. janúar 2015 13:14 Hyggst fjölga í herliði aðskilnaðarsinna um 100 þúsund Alexander Zakharchenko, leiðtogi aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu, segir að liðssöfnunin muni hefjast eftir ellefu daga. 2. febrúar 2015 10:16 Skotið á sjúkrahús í Donetsk Saksóknari í Úkraínu segir að fjórir til tíu manns hafi látist í árás á sjúkrahús í borginni Donetsk í austurhluta Úkraínu. 4. febrúar 2015 15:03 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Sjá meira
Francois Hollande Frakklandsforseti og Angela Merkel, kanslari Þýskalands, fóru til Úkraínu í dag til að kynna nýja friðaráætlun sem vonast er til að bindi enda á átökin í austurhluta landsins. NATO ríkin ætla í umfangsmestu eflingu sameiginlegs herafla frá lokum kalda stríðsins vegna ástandsins þar. Hollande og Merkel héldu til Kíev í dag til að leggja fram friðartillögur sínar og sagði Hollande á blaðamannafundi að þær byggðu á landamærahelgi Úkraínu. Til stóð að ræða þær við Petró Porósjenkó, forseta Úkraínu, í dag og við Vladimír Pútín Rússlandsforseta, á morgun. „Við munum reyna til þrautar að ná friðsamlegri lausn, en tíminn er að renna út,“ sagði Hollande. Bardagar hafa farið harðnandi í Úkraínu og hundruð óbreyttra borgara látið lífið síðustu vikur. Hart er barist í Debaltseve og hafa þúsundir flúið svæðið undir dynjandi sprengjuregni, eins og sjá og heyra má í meðfylgjandi myndskeiði. Margir eru í felum án aðgangs að vatni og rafmagni og ætla bandarísk stjórnvöld að verja 16 milljónum dollara eða 2,2 milljörðum króna í neyðaraðstoð. Þá var John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í Úkraínu í dag til að ræða mögulega vopnaaðstoð við Porósjenkó. „Mér er ánægja að bjóða þig velkominn til Kænugarðs á þessari ögurstundu í sögu þjóðar okkar,“ sagði Porósjenkó við Kerry. Á sama tíma funduðu varnarmálaráðherrar aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins í Brussel. Meðal þeirra gætir andstöðu við hugmyndir um vopnasendingar til Úkraínu en bandalagið ætlar að efla herafla sinn í Austur-Evrópu vegna átakanna þar. Um er að ræða umfangsmestu eflingu sameiginlegs liðsafla þess frá lokum kalda stríðsins. „Ofbeldisverkum í Úkraínu fjölgar með hverjum deginum og ástandið verður æ alvarlegra,“ sagði Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri bandalagsins. „Rússar virða alþjóðareglur ítrekað að vettugi og halda áfram að styðja aðskilnaðarsinna með hátæknivopnum, þjálfun og útvegun liðsafla.“ Á sjötta þúsund hefur látið lífið og yfir milljón hefur þurft að yfirgefa heimili sín í Úkraínu, frá því að átök brutust þar út í fyrra.
Tengdar fréttir Þrjátíu látnir í bardögum um Debaltseve Aðskilnaðarsinnar á bandi Rússlandsstjórnar hafa setið um borgina Debaltseve í austurhluta Úkraínu. 1. febrúar 2015 23:30 Nýjar friðarviðræður í skugga mikils mannfalls Mikil átök hafa staðið yfir í austurhluta Úkraínu þar sem aðskilnaðarsinnar hafa sótt að hersveitum Úkraínuhers í lykilborg milli Luhansk og Donetsk. 31. janúar 2015 13:14 Hyggst fjölga í herliði aðskilnaðarsinna um 100 þúsund Alexander Zakharchenko, leiðtogi aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu, segir að liðssöfnunin muni hefjast eftir ellefu daga. 2. febrúar 2015 10:16 Skotið á sjúkrahús í Donetsk Saksóknari í Úkraínu segir að fjórir til tíu manns hafi látist í árás á sjúkrahús í borginni Donetsk í austurhluta Úkraínu. 4. febrúar 2015 15:03 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Sjá meira
Þrjátíu látnir í bardögum um Debaltseve Aðskilnaðarsinnar á bandi Rússlandsstjórnar hafa setið um borgina Debaltseve í austurhluta Úkraínu. 1. febrúar 2015 23:30
Nýjar friðarviðræður í skugga mikils mannfalls Mikil átök hafa staðið yfir í austurhluta Úkraínu þar sem aðskilnaðarsinnar hafa sótt að hersveitum Úkraínuhers í lykilborg milli Luhansk og Donetsk. 31. janúar 2015 13:14
Hyggst fjölga í herliði aðskilnaðarsinna um 100 þúsund Alexander Zakharchenko, leiðtogi aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu, segir að liðssöfnunin muni hefjast eftir ellefu daga. 2. febrúar 2015 10:16
Skotið á sjúkrahús í Donetsk Saksóknari í Úkraínu segir að fjórir til tíu manns hafi látist í árás á sjúkrahús í borginni Donetsk í austurhluta Úkraínu. 4. febrúar 2015 15:03