Komið að ögurstundu í Úkraínu Hrund Þórsdóttir skrifar 5. febrúar 2015 20:00 Petró Porósjenkó, forseti Úkraínu, segir komið að ögurstundu í sögu þjóðarinnar. Francois Hollande Frakklandsforseti og Angela Merkel, kanslari Þýskalands, fóru til Úkraínu í dag til að kynna nýja friðaráætlun sem vonast er til að bindi enda á átökin í austurhluta landsins. NATO ríkin ætla í umfangsmestu eflingu sameiginlegs herafla frá lokum kalda stríðsins vegna ástandsins þar. Hollande og Merkel héldu til Kíev í dag til að leggja fram friðartillögur sínar og sagði Hollande á blaðamannafundi að þær byggðu á landamærahelgi Úkraínu. Til stóð að ræða þær við Petró Porósjenkó, forseta Úkraínu, í dag og við Vladimír Pútín Rússlandsforseta, á morgun. „Við munum reyna til þrautar að ná friðsamlegri lausn, en tíminn er að renna út,“ sagði Hollande. Bardagar hafa farið harðnandi í Úkraínu og hundruð óbreyttra borgara látið lífið síðustu vikur. Hart er barist í Debaltseve og hafa þúsundir flúið svæðið undir dynjandi sprengjuregni, eins og sjá og heyra má í meðfylgjandi myndskeiði. Margir eru í felum án aðgangs að vatni og rafmagni og ætla bandarísk stjórnvöld að verja 16 milljónum dollara eða 2,2 milljörðum króna í neyðaraðstoð. Þá var John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í Úkraínu í dag til að ræða mögulega vopnaaðstoð við Porósjenkó. „Mér er ánægja að bjóða þig velkominn til Kænugarðs á þessari ögurstundu í sögu þjóðar okkar,“ sagði Porósjenkó við Kerry. Á sama tíma funduðu varnarmálaráðherrar aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins í Brussel. Meðal þeirra gætir andstöðu við hugmyndir um vopnasendingar til Úkraínu en bandalagið ætlar að efla herafla sinn í Austur-Evrópu vegna átakanna þar. Um er að ræða umfangsmestu eflingu sameiginlegs liðsafla þess frá lokum kalda stríðsins. „Ofbeldisverkum í Úkraínu fjölgar með hverjum deginum og ástandið verður æ alvarlegra,“ sagði Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri bandalagsins. „Rússar virða alþjóðareglur ítrekað að vettugi og halda áfram að styðja aðskilnaðarsinna með hátæknivopnum, þjálfun og útvegun liðsafla.“ Á sjötta þúsund hefur látið lífið og yfir milljón hefur þurft að yfirgefa heimili sín í Úkraínu, frá því að átök brutust þar út í fyrra. Tengdar fréttir Þrjátíu látnir í bardögum um Debaltseve Aðskilnaðarsinnar á bandi Rússlandsstjórnar hafa setið um borgina Debaltseve í austurhluta Úkraínu. 1. febrúar 2015 23:30 Nýjar friðarviðræður í skugga mikils mannfalls Mikil átök hafa staðið yfir í austurhluta Úkraínu þar sem aðskilnaðarsinnar hafa sótt að hersveitum Úkraínuhers í lykilborg milli Luhansk og Donetsk. 31. janúar 2015 13:14 Hyggst fjölga í herliði aðskilnaðarsinna um 100 þúsund Alexander Zakharchenko, leiðtogi aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu, segir að liðssöfnunin muni hefjast eftir ellefu daga. 2. febrúar 2015 10:16 Skotið á sjúkrahús í Donetsk Saksóknari í Úkraínu segir að fjórir til tíu manns hafi látist í árás á sjúkrahús í borginni Donetsk í austurhluta Úkraínu. 4. febrúar 2015 15:03 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fleiri fréttir Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli Sjá meira
Francois Hollande Frakklandsforseti og Angela Merkel, kanslari Þýskalands, fóru til Úkraínu í dag til að kynna nýja friðaráætlun sem vonast er til að bindi enda á átökin í austurhluta landsins. NATO ríkin ætla í umfangsmestu eflingu sameiginlegs herafla frá lokum kalda stríðsins vegna ástandsins þar. Hollande og Merkel héldu til Kíev í dag til að leggja fram friðartillögur sínar og sagði Hollande á blaðamannafundi að þær byggðu á landamærahelgi Úkraínu. Til stóð að ræða þær við Petró Porósjenkó, forseta Úkraínu, í dag og við Vladimír Pútín Rússlandsforseta, á morgun. „Við munum reyna til þrautar að ná friðsamlegri lausn, en tíminn er að renna út,“ sagði Hollande. Bardagar hafa farið harðnandi í Úkraínu og hundruð óbreyttra borgara látið lífið síðustu vikur. Hart er barist í Debaltseve og hafa þúsundir flúið svæðið undir dynjandi sprengjuregni, eins og sjá og heyra má í meðfylgjandi myndskeiði. Margir eru í felum án aðgangs að vatni og rafmagni og ætla bandarísk stjórnvöld að verja 16 milljónum dollara eða 2,2 milljörðum króna í neyðaraðstoð. Þá var John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í Úkraínu í dag til að ræða mögulega vopnaaðstoð við Porósjenkó. „Mér er ánægja að bjóða þig velkominn til Kænugarðs á þessari ögurstundu í sögu þjóðar okkar,“ sagði Porósjenkó við Kerry. Á sama tíma funduðu varnarmálaráðherrar aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins í Brussel. Meðal þeirra gætir andstöðu við hugmyndir um vopnasendingar til Úkraínu en bandalagið ætlar að efla herafla sinn í Austur-Evrópu vegna átakanna þar. Um er að ræða umfangsmestu eflingu sameiginlegs liðsafla þess frá lokum kalda stríðsins. „Ofbeldisverkum í Úkraínu fjölgar með hverjum deginum og ástandið verður æ alvarlegra,“ sagði Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri bandalagsins. „Rússar virða alþjóðareglur ítrekað að vettugi og halda áfram að styðja aðskilnaðarsinna með hátæknivopnum, þjálfun og útvegun liðsafla.“ Á sjötta þúsund hefur látið lífið og yfir milljón hefur þurft að yfirgefa heimili sín í Úkraínu, frá því að átök brutust þar út í fyrra.
Tengdar fréttir Þrjátíu látnir í bardögum um Debaltseve Aðskilnaðarsinnar á bandi Rússlandsstjórnar hafa setið um borgina Debaltseve í austurhluta Úkraínu. 1. febrúar 2015 23:30 Nýjar friðarviðræður í skugga mikils mannfalls Mikil átök hafa staðið yfir í austurhluta Úkraínu þar sem aðskilnaðarsinnar hafa sótt að hersveitum Úkraínuhers í lykilborg milli Luhansk og Donetsk. 31. janúar 2015 13:14 Hyggst fjölga í herliði aðskilnaðarsinna um 100 þúsund Alexander Zakharchenko, leiðtogi aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu, segir að liðssöfnunin muni hefjast eftir ellefu daga. 2. febrúar 2015 10:16 Skotið á sjúkrahús í Donetsk Saksóknari í Úkraínu segir að fjórir til tíu manns hafi látist í árás á sjúkrahús í borginni Donetsk í austurhluta Úkraínu. 4. febrúar 2015 15:03 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fleiri fréttir Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli Sjá meira
Þrjátíu látnir í bardögum um Debaltseve Aðskilnaðarsinnar á bandi Rússlandsstjórnar hafa setið um borgina Debaltseve í austurhluta Úkraínu. 1. febrúar 2015 23:30
Nýjar friðarviðræður í skugga mikils mannfalls Mikil átök hafa staðið yfir í austurhluta Úkraínu þar sem aðskilnaðarsinnar hafa sótt að hersveitum Úkraínuhers í lykilborg milli Luhansk og Donetsk. 31. janúar 2015 13:14
Hyggst fjölga í herliði aðskilnaðarsinna um 100 þúsund Alexander Zakharchenko, leiðtogi aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu, segir að liðssöfnunin muni hefjast eftir ellefu daga. 2. febrúar 2015 10:16
Skotið á sjúkrahús í Donetsk Saksóknari í Úkraínu segir að fjórir til tíu manns hafi látist í árás á sjúkrahús í borginni Donetsk í austurhluta Úkraínu. 4. febrúar 2015 15:03