Líffæraflutningar um Reykjavíkurflugvöll að næturlagi Jakob Bjarnar skrifar 6. febrúar 2015 14:42 Flug að næturlagi, yfir miðborg Reykjavíkur, eru ekki óþekkt; með tilheyrandi drunum og hávaða. Ýmislegt kemur til. Samkvæmt upplýsingum frá Flugþjónustunni á Reykjavíkurflugvelli hefur umtalsverðir líffæraflutningar farið um Reykjavíkurflugvöll nú að undanförnu; sex slík flug voru í janúar sem telst mikið. „Þetta kemur í bunum,“ segir starfsmaður Flugþjónustunnar.Ærandi hávaðiPáll Baldvin Baldvinsson rithöfundur vakti athygli á því á sinni Facebooksíðu að í þessari viku hafi hann orðið var við þó nokkra flugumferð að nóttu til. Páll Baldvin býr við kirkjugarðinn í Reykjavík og segir hávaðann þar geta orðið ærandi. „Hávaðinn er líka mismikill eftir götum og hæð. Í neðsta hluta Ljósvallagötu tók ég einu sinni eftir að hann var ærandi, endurkast milli húsanna magnaði hann. Hér á Hólavöllum er hann hærri en td. á efri hæð við Tjarnargötu. Ætli það sé til almennileg mæling á honum hringinn í kringum völlinn eftir húsahæð?“ spyr Páll. Þá veltir hann fyrir sér því hvernig regluverki í tengslum við hávaðamengun sé háttað og hvort ekki sé verið að gera upp á milli fyrirtækja hvað það varðar: „Því mega menn ekki reka öskrandi drum and base stað í íbúðarhverfi fyrst Isavia leyfist að fljúga niður drynjandi flugvél?“Völlurinn lokaður um nætur nema eitthvað sérstakt komi til Þórhildur Elín Einarsdóttir er upplýsingafulltrúi á Samgöngustofu. Hún bendir á handbók sem finna má á vef Samgöngustofu þar sem lesa má allt um talsvert umtalsvert regluverk í tengslum við Reykjavíkurflugvöll. Og þar kemur fram að þumalputtareglan sé sú að völlurinn sé lokaður að nóttu til. Þórhildur Elín er reyndar nágranni Páls Baldvins, en hún næturflug hafa ekki raskað svefnró hennar. „Nei, ég sef alveg eins og kleina.“ Og upplýsingafulltrúi Isavia, rekstraraðila vallarins, Friðþór Eydal, segir það rétt vera. Flugtök eru ekki leyfð milli sjö að morgni og hálf tólf að kvöldi á virkum dögum nema sjúkraflug, flug vegna mannúðarmála, flug vegna leitar og björgunar og flug vegna þjóðaröryggis og annarra ríkismála. „Þetta snýr að flugtaki. Svo hafa verið að koma flug frá Grænlandi til lendingar. Og svo hefur verið eitthvað um flug í tengslum við líffæragjafir. Annars er Isavia bara að skaffa flugvöllinn og halda honum opnum samkvæmt reglum,“ segir Friðþór og telur rétt að ræða við Flugþjónustuna, sem afgreiðir flugvélar á vellinum.Líffæraflutningar algengir í janúarSá sem varð fyrir svörum hjá Flugþjónustunni, en vildi láta nafn sitt liggja á milli hluta, sagði flug með líffæri um Reykjavíkurflugvöll „mjög algeng. Sérstaklega í janúarmánuði. Þetta sparar um 40 mínútur sem getur skipt sköpum þegar skipta á um hjarta,“ segir starfsmaðurinn en kann engar skýringar á því hvers vegna janúar er svona vinsæll í þessu sambandi. Hann segir þetta flug frá og til Skandinavíu. Bæði koma flugvélar hingað til að sækja líffæri og koma með. „Svo var fyrirburi sem var farið með, hann var við dauðans dyr, til Skandinavíu og koma aftur stálsleginn,“ segir þessi ónefndi starfsmaður Flugþjónustunnar og fer reyndar hvergi í grafgötur með hvar hann stendur í deilunni um staðsetningu flugvallarins. Því hann kýs að kveðja blaðamann með slagorðinu: „Flugvöllinn í Vatnsmýrinni!“ Fréttir af flugi Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Innlent Fleiri fréttir Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Sjá meira
Samkvæmt upplýsingum frá Flugþjónustunni á Reykjavíkurflugvelli hefur umtalsverðir líffæraflutningar farið um Reykjavíkurflugvöll nú að undanförnu; sex slík flug voru í janúar sem telst mikið. „Þetta kemur í bunum,“ segir starfsmaður Flugþjónustunnar.Ærandi hávaðiPáll Baldvin Baldvinsson rithöfundur vakti athygli á því á sinni Facebooksíðu að í þessari viku hafi hann orðið var við þó nokkra flugumferð að nóttu til. Páll Baldvin býr við kirkjugarðinn í Reykjavík og segir hávaðann þar geta orðið ærandi. „Hávaðinn er líka mismikill eftir götum og hæð. Í neðsta hluta Ljósvallagötu tók ég einu sinni eftir að hann var ærandi, endurkast milli húsanna magnaði hann. Hér á Hólavöllum er hann hærri en td. á efri hæð við Tjarnargötu. Ætli það sé til almennileg mæling á honum hringinn í kringum völlinn eftir húsahæð?“ spyr Páll. Þá veltir hann fyrir sér því hvernig regluverki í tengslum við hávaðamengun sé háttað og hvort ekki sé verið að gera upp á milli fyrirtækja hvað það varðar: „Því mega menn ekki reka öskrandi drum and base stað í íbúðarhverfi fyrst Isavia leyfist að fljúga niður drynjandi flugvél?“Völlurinn lokaður um nætur nema eitthvað sérstakt komi til Þórhildur Elín Einarsdóttir er upplýsingafulltrúi á Samgöngustofu. Hún bendir á handbók sem finna má á vef Samgöngustofu þar sem lesa má allt um talsvert umtalsvert regluverk í tengslum við Reykjavíkurflugvöll. Og þar kemur fram að þumalputtareglan sé sú að völlurinn sé lokaður að nóttu til. Þórhildur Elín er reyndar nágranni Páls Baldvins, en hún næturflug hafa ekki raskað svefnró hennar. „Nei, ég sef alveg eins og kleina.“ Og upplýsingafulltrúi Isavia, rekstraraðila vallarins, Friðþór Eydal, segir það rétt vera. Flugtök eru ekki leyfð milli sjö að morgni og hálf tólf að kvöldi á virkum dögum nema sjúkraflug, flug vegna mannúðarmála, flug vegna leitar og björgunar og flug vegna þjóðaröryggis og annarra ríkismála. „Þetta snýr að flugtaki. Svo hafa verið að koma flug frá Grænlandi til lendingar. Og svo hefur verið eitthvað um flug í tengslum við líffæragjafir. Annars er Isavia bara að skaffa flugvöllinn og halda honum opnum samkvæmt reglum,“ segir Friðþór og telur rétt að ræða við Flugþjónustuna, sem afgreiðir flugvélar á vellinum.Líffæraflutningar algengir í janúarSá sem varð fyrir svörum hjá Flugþjónustunni, en vildi láta nafn sitt liggja á milli hluta, sagði flug með líffæri um Reykjavíkurflugvöll „mjög algeng. Sérstaklega í janúarmánuði. Þetta sparar um 40 mínútur sem getur skipt sköpum þegar skipta á um hjarta,“ segir starfsmaðurinn en kann engar skýringar á því hvers vegna janúar er svona vinsæll í þessu sambandi. Hann segir þetta flug frá og til Skandinavíu. Bæði koma flugvélar hingað til að sækja líffæri og koma með. „Svo var fyrirburi sem var farið með, hann var við dauðans dyr, til Skandinavíu og koma aftur stálsleginn,“ segir þessi ónefndi starfsmaður Flugþjónustunnar og fer reyndar hvergi í grafgötur með hvar hann stendur í deilunni um staðsetningu flugvallarins. Því hann kýs að kveðja blaðamann með slagorðinu: „Flugvöllinn í Vatnsmýrinni!“
Fréttir af flugi Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Innlent Fleiri fréttir Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Sjá meira