Líffæraflutningar um Reykjavíkurflugvöll að næturlagi Jakob Bjarnar skrifar 6. febrúar 2015 14:42 Flug að næturlagi, yfir miðborg Reykjavíkur, eru ekki óþekkt; með tilheyrandi drunum og hávaða. Ýmislegt kemur til. Samkvæmt upplýsingum frá Flugþjónustunni á Reykjavíkurflugvelli hefur umtalsverðir líffæraflutningar farið um Reykjavíkurflugvöll nú að undanförnu; sex slík flug voru í janúar sem telst mikið. „Þetta kemur í bunum,“ segir starfsmaður Flugþjónustunnar.Ærandi hávaðiPáll Baldvin Baldvinsson rithöfundur vakti athygli á því á sinni Facebooksíðu að í þessari viku hafi hann orðið var við þó nokkra flugumferð að nóttu til. Páll Baldvin býr við kirkjugarðinn í Reykjavík og segir hávaðann þar geta orðið ærandi. „Hávaðinn er líka mismikill eftir götum og hæð. Í neðsta hluta Ljósvallagötu tók ég einu sinni eftir að hann var ærandi, endurkast milli húsanna magnaði hann. Hér á Hólavöllum er hann hærri en td. á efri hæð við Tjarnargötu. Ætli það sé til almennileg mæling á honum hringinn í kringum völlinn eftir húsahæð?“ spyr Páll. Þá veltir hann fyrir sér því hvernig regluverki í tengslum við hávaðamengun sé háttað og hvort ekki sé verið að gera upp á milli fyrirtækja hvað það varðar: „Því mega menn ekki reka öskrandi drum and base stað í íbúðarhverfi fyrst Isavia leyfist að fljúga niður drynjandi flugvél?“Völlurinn lokaður um nætur nema eitthvað sérstakt komi til Þórhildur Elín Einarsdóttir er upplýsingafulltrúi á Samgöngustofu. Hún bendir á handbók sem finna má á vef Samgöngustofu þar sem lesa má allt um talsvert umtalsvert regluverk í tengslum við Reykjavíkurflugvöll. Og þar kemur fram að þumalputtareglan sé sú að völlurinn sé lokaður að nóttu til. Þórhildur Elín er reyndar nágranni Páls Baldvins, en hún næturflug hafa ekki raskað svefnró hennar. „Nei, ég sef alveg eins og kleina.“ Og upplýsingafulltrúi Isavia, rekstraraðila vallarins, Friðþór Eydal, segir það rétt vera. Flugtök eru ekki leyfð milli sjö að morgni og hálf tólf að kvöldi á virkum dögum nema sjúkraflug, flug vegna mannúðarmála, flug vegna leitar og björgunar og flug vegna þjóðaröryggis og annarra ríkismála. „Þetta snýr að flugtaki. Svo hafa verið að koma flug frá Grænlandi til lendingar. Og svo hefur verið eitthvað um flug í tengslum við líffæragjafir. Annars er Isavia bara að skaffa flugvöllinn og halda honum opnum samkvæmt reglum,“ segir Friðþór og telur rétt að ræða við Flugþjónustuna, sem afgreiðir flugvélar á vellinum.Líffæraflutningar algengir í janúarSá sem varð fyrir svörum hjá Flugþjónustunni, en vildi láta nafn sitt liggja á milli hluta, sagði flug með líffæri um Reykjavíkurflugvöll „mjög algeng. Sérstaklega í janúarmánuði. Þetta sparar um 40 mínútur sem getur skipt sköpum þegar skipta á um hjarta,“ segir starfsmaðurinn en kann engar skýringar á því hvers vegna janúar er svona vinsæll í þessu sambandi. Hann segir þetta flug frá og til Skandinavíu. Bæði koma flugvélar hingað til að sækja líffæri og koma með. „Svo var fyrirburi sem var farið með, hann var við dauðans dyr, til Skandinavíu og koma aftur stálsleginn,“ segir þessi ónefndi starfsmaður Flugþjónustunnar og fer reyndar hvergi í grafgötur með hvar hann stendur í deilunni um staðsetningu flugvallarins. Því hann kýs að kveðja blaðamann með slagorðinu: „Flugvöllinn í Vatnsmýrinni!“ Fréttir af flugi Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem að endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Samkvæmt upplýsingum frá Flugþjónustunni á Reykjavíkurflugvelli hefur umtalsverðir líffæraflutningar farið um Reykjavíkurflugvöll nú að undanförnu; sex slík flug voru í janúar sem telst mikið. „Þetta kemur í bunum,“ segir starfsmaður Flugþjónustunnar.Ærandi hávaðiPáll Baldvin Baldvinsson rithöfundur vakti athygli á því á sinni Facebooksíðu að í þessari viku hafi hann orðið var við þó nokkra flugumferð að nóttu til. Páll Baldvin býr við kirkjugarðinn í Reykjavík og segir hávaðann þar geta orðið ærandi. „Hávaðinn er líka mismikill eftir götum og hæð. Í neðsta hluta Ljósvallagötu tók ég einu sinni eftir að hann var ærandi, endurkast milli húsanna magnaði hann. Hér á Hólavöllum er hann hærri en td. á efri hæð við Tjarnargötu. Ætli það sé til almennileg mæling á honum hringinn í kringum völlinn eftir húsahæð?“ spyr Páll. Þá veltir hann fyrir sér því hvernig regluverki í tengslum við hávaðamengun sé háttað og hvort ekki sé verið að gera upp á milli fyrirtækja hvað það varðar: „Því mega menn ekki reka öskrandi drum and base stað í íbúðarhverfi fyrst Isavia leyfist að fljúga niður drynjandi flugvél?“Völlurinn lokaður um nætur nema eitthvað sérstakt komi til Þórhildur Elín Einarsdóttir er upplýsingafulltrúi á Samgöngustofu. Hún bendir á handbók sem finna má á vef Samgöngustofu þar sem lesa má allt um talsvert umtalsvert regluverk í tengslum við Reykjavíkurflugvöll. Og þar kemur fram að þumalputtareglan sé sú að völlurinn sé lokaður að nóttu til. Þórhildur Elín er reyndar nágranni Páls Baldvins, en hún næturflug hafa ekki raskað svefnró hennar. „Nei, ég sef alveg eins og kleina.“ Og upplýsingafulltrúi Isavia, rekstraraðila vallarins, Friðþór Eydal, segir það rétt vera. Flugtök eru ekki leyfð milli sjö að morgni og hálf tólf að kvöldi á virkum dögum nema sjúkraflug, flug vegna mannúðarmála, flug vegna leitar og björgunar og flug vegna þjóðaröryggis og annarra ríkismála. „Þetta snýr að flugtaki. Svo hafa verið að koma flug frá Grænlandi til lendingar. Og svo hefur verið eitthvað um flug í tengslum við líffæragjafir. Annars er Isavia bara að skaffa flugvöllinn og halda honum opnum samkvæmt reglum,“ segir Friðþór og telur rétt að ræða við Flugþjónustuna, sem afgreiðir flugvélar á vellinum.Líffæraflutningar algengir í janúarSá sem varð fyrir svörum hjá Flugþjónustunni, en vildi láta nafn sitt liggja á milli hluta, sagði flug með líffæri um Reykjavíkurflugvöll „mjög algeng. Sérstaklega í janúarmánuði. Þetta sparar um 40 mínútur sem getur skipt sköpum þegar skipta á um hjarta,“ segir starfsmaðurinn en kann engar skýringar á því hvers vegna janúar er svona vinsæll í þessu sambandi. Hann segir þetta flug frá og til Skandinavíu. Bæði koma flugvélar hingað til að sækja líffæri og koma með. „Svo var fyrirburi sem var farið með, hann var við dauðans dyr, til Skandinavíu og koma aftur stálsleginn,“ segir þessi ónefndi starfsmaður Flugþjónustunnar og fer reyndar hvergi í grafgötur með hvar hann stendur í deilunni um staðsetningu flugvallarins. Því hann kýs að kveðja blaðamann með slagorðinu: „Flugvöllinn í Vatnsmýrinni!“
Fréttir af flugi Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem að endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira