Innlent

Erfingjar Steingríms Hermannssonar töpuðu fyrir LÍN

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Frá aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur.
Frá aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur. Vísir/GVA

Erfingjar Steingríms Hermannssonar, fyrrverandi formanns Framsóknarflokksins og forsætisráðherra,  voru í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmd ábyrg fyrir láni sem Steingrímur gekkst í ábyrgð fyrir son sinn.

Sjá einnig: „Verið að koma aftan að látnu fólki“

Málið snerist um lán sem sonur Steingríms, Steingrímur Neil, tók á árunum 1983-1988 þegar hann var við nám í tannlækningum. Faðir hans gekk í ábyrgð fyrir láninu og borgaði af því alla tíð. Þegar Steingrímur Hermannsson lést svo árið 2010 fór lánið í vanskil.

Lánið stendur í dag í 12 milljónum króna og voru börn Steingríms Hermannssonar, Steingrímur Neil, Hlíf, Hermann Ölvir, Guðmundur, John Bryan og Ellen Herdís,  og ekkja hans, Edda Guðmundsdóttir, dæmd til að greiða lánið auk dráttarvaxta frá því að málið var þingfest í desember 2013.

Steingrímur Neil var dæmdur til að greiða LÍN málskostnað að upphæð 600.00 krónur en málskostnaður milli annarra erfingja Steingríms og LÍN var felldur niður.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×