„Þessi dómur er með algjörum ólíkindum“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. febrúar 2015 17:13 Guðmundur Steingrímsson, sonur Steingríms Hermannssonar. Vísir/GVA Guðmundur Steingrímsson, sonur Steingríms Hermannsonar og þingmaður Bjartrar framtíðar, segir nýfallinn dóm í máli Lánasjóðs íslenskra námsmanna gegn honum, systkinum hans og móður með ólíkindum. Þau voru í dag dæmd til að greiða lán sem Steingrímur Hermannsson gekkst í ábyrgð fyrir son sinn Steingrím Neil, en eftir að Steingrímur eldri lést fór lánið í vanskil. Sjá einnig: Erfingjar Steingríms Hermannssonar töpuðu fyrir LÍN Erfingjar Steingríms byggðu mál sitt meðal annars á því að um þau giltu lög um ábyrgðarmenn. Í þeim felst að þegar lán fer í vanskil ber lánveitanda að láta ábyrgðarmenn vita af því auk þess sem ekki má gjaldfella lán án þess að láta ábyrgðarmenn vita. „Dómurinn fellst á það að fimm gjalddagar hafi farið í vanskil án þess að við værum látin og að lánið hafi verið gjaldfellt án þess að við værum látin vita. Það liðu sem sagt 2 ár og 8 mánuðir frá því að lánið fór í vanskil þar til við fréttum af því. Þrátt fyrir þetta segir dómurinn að þarna sé ekki um verulega vanrækslu að ræða af hálfu LÍN. Ef það er ekki veruleg vanræksla að láta ekki ábyrgðarmenn vita um eitt né neitt fyrr en eftir 2 ár og 8 mánuði, þá veit ég ekki hvað veruleg vanræksla er,“ segir Guðmundur í samtali við Vísi. Sjá einnig: „Verið að koma aftan að látnu fólki“ Hann segir að með öðrum orðum sé dómurinn að segja að LÍN megi láta lán fara í vanskil og gjaldfella án þess að láta ábyrgðarmenn vita. „Lög um ábyrgðarmenn eru bara í upplausn ef þetta er svona.“ Guðmundur telur allar líkur á að málinu verði áfrýjað til Hæstaréttar. „Ég held að það sé alveg þörf á því að Hæstiréttur skeri úr um hvort ábyrgðarmenn hafi einhvern rétt eða ekki.“ Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Guðmundur Steingrímsson, sonur Steingríms Hermannsonar og þingmaður Bjartrar framtíðar, segir nýfallinn dóm í máli Lánasjóðs íslenskra námsmanna gegn honum, systkinum hans og móður með ólíkindum. Þau voru í dag dæmd til að greiða lán sem Steingrímur Hermannsson gekkst í ábyrgð fyrir son sinn Steingrím Neil, en eftir að Steingrímur eldri lést fór lánið í vanskil. Sjá einnig: Erfingjar Steingríms Hermannssonar töpuðu fyrir LÍN Erfingjar Steingríms byggðu mál sitt meðal annars á því að um þau giltu lög um ábyrgðarmenn. Í þeim felst að þegar lán fer í vanskil ber lánveitanda að láta ábyrgðarmenn vita af því auk þess sem ekki má gjaldfella lán án þess að láta ábyrgðarmenn vita. „Dómurinn fellst á það að fimm gjalddagar hafi farið í vanskil án þess að við værum látin og að lánið hafi verið gjaldfellt án þess að við værum látin vita. Það liðu sem sagt 2 ár og 8 mánuðir frá því að lánið fór í vanskil þar til við fréttum af því. Þrátt fyrir þetta segir dómurinn að þarna sé ekki um verulega vanrækslu að ræða af hálfu LÍN. Ef það er ekki veruleg vanræksla að láta ekki ábyrgðarmenn vita um eitt né neitt fyrr en eftir 2 ár og 8 mánuði, þá veit ég ekki hvað veruleg vanræksla er,“ segir Guðmundur í samtali við Vísi. Sjá einnig: „Verið að koma aftan að látnu fólki“ Hann segir að með öðrum orðum sé dómurinn að segja að LÍN megi láta lán fara í vanskil og gjaldfella án þess að láta ábyrgðarmenn vita. „Lög um ábyrgðarmenn eru bara í upplausn ef þetta er svona.“ Guðmundur telur allar líkur á að málinu verði áfrýjað til Hæstaréttar. „Ég held að það sé alveg þörf á því að Hæstiréttur skeri úr um hvort ábyrgðarmenn hafi einhvern rétt eða ekki.“
Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira