Innlent

Sjáðu myndbandið úr rútunni: Nemendurnir komast loksins af stað

Atli Ísleifsson skrifar
Einn nemandanna sem fastir voru í rútu á Djúpvegi síðustu nótt birti myndband á Facebook-síðu sinni fyrr í dag. Það sýnir stundina þegar rútan komst loks yfir staðinn norðan Hólmavíkur þar sem vegurinn hafði farið í sundur.

Sigurveig Anna Gunnarsdóttir birti myndbandið og var hress þegar Vísir náði tali af henni um klukkan 20 enda var rútan þá á leið yfir staðinn sem hafði farið í sundur á veginum sunnan Hólmavíkur. Viðgerð Vegagerðarinnar á Djúpvegi lauk skömmu fyrir klukkan 20 í kvöld.

Sextíu unglingar úr Fjölbrautarskólanum á Sauðárkróki voru fastir í rútunni alla nóttina eftir að þjóðvegurinn norðan Hólmavíkur grófst í sundur vegna vatnavaxta. Unglingarnir höfðust við í fjöldahjálparstöð Rauða krossins, sem opnuð var í félagsheimilinu á Hólmavík um hádegisbil í dag, en héldu för sinni áfram á Sauðárkrók strax eftir að boð barst um að viðgerð á veginum væri lokið.

Nemendurnir voru nú um helgina í vinaskólaheimsókn í Menntaskólanum á Ísafirði.


Tengdar fréttir

Sextíu ungmenni föst í rútu við Hólmavík

Björgunarsveitarmenn og Vegagerðarmenn eru nú að undirbúa að selflytja yfir 60 unglinga úr Fjölbrautarskólanum á Sauðárkróki úr rútubíl, þar sem þeir hafa hafist við í alla nótt eftir að þjóðvegurinn sunnan Hólmavíkur grófst í sundur vegna vatnavaxta.

„Allar ákvarðanir sem teknar voru á vettvangi réttar“

„Þegar við komum þarna þá virkaði þetta ekki eins og mikið fljót fyrir okkur,“ segir rútubílstjórinn Sævar Þorbergsson. Lögregla og björgunarsveitir hafi þó vitað betur og tekið réttar ákvarðanir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×