Enski boltinn

Furðuleg ákvörðun McEveley tryggði Tottenham sigur | Sjáðu markið

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Andros Townsend skoraði úr vítinu sem James McEveley fékk dæmt á sig.
Andros Townsend skoraði úr vítinu sem James McEveley fékk dæmt á sig. vísir/getty
Tottenham vann Sheffield United, 1-0, í fyrri leik liðanna í undanúrslitum enska deildabikarsins, en liðin mætast öðru sinni á heimavelli Sheffield í næstu viku.

Tottenham var betra liðið í leiknum en gekk ekkert að koma boltanum í netið þar til liðið fékk góða hjálp úr óvæntri átt.

Þegar rúmt korter var eftir af leiknum fékk James McEveley, leikmaður Sheffield, dæmt á sig víti þegar hann ákvað að slá boltann aftur fyrir endamörk. Það er auðvitað bannað og ekkert annað hægt að gera en að dæma víti.

Andros Townsend fór á punktinn og skoraði eina mark leiksins á 74. mínútu og lokatölur leiksins, 1-0, þrátt fyrir smá pressu frá C-deildarliðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×