Saka meirihluta atvinnuveganefndar um lögbrot Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. janúar 2015 11:29 Jón Gunnarsson er formaður atvinnuveganefndar. Vísir Þingmenn stjórnarandstöðunnar voru harðorðir í garð Jóns Gunnarssonar, formanns atvinnuveganefndar og meirihluta hennar, við upphaf þingfundar í morgun. Á fundi atvinnuveganefndar í morgun lagði Jón fram tillögu um að færa fjóra virkjunarkosti úr biðflokki í nýtingarflokk. Í raun er um breytingartillögu að ræða við tillögu sem meirihluti nefndarinnar samþykkti í lok nóvember í fyrra um að færa 8 virkjunarkosti í nýtingarflokk, en skemmst er að minnast þess að þá sauð upp úr á þinginu. Lilja Rafney MagnúsdóttirVísir/VilhelmLilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, kvaddi sér hljóðs við upphaf þingfundar í morgun og greindi frá því að Jón hefði borið tillöguna upp munnlega, en tillagan var ekki á dagskrá nefndarinnar. Þingmenn stjórnarandstöðunnar voru sammála um að verið væri að brjóta lög um rammaáætlun. Í þeim sé skýrt kveðið á um að ráðherra geri tillögur um virkjunarkosti en ekki formaður atvinnuveganefndar.Helgi Hjörvar.Vísir/Vilhelm„Með lögum skal land byggja,“ sagði Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, á þinginu í dag. Hann krafðist þess að forsætisnefnd kæmi saman til að ræða það hvernig staðið væri að umræddri tillögu þar sem hann sagði það klárlega gegn ákvæðum laganna að standa að henni með slíkum hætti. Jón Gunnarsson hafnaði því að meirihluti atvinnuveganefndar væri að brjóta lög um rammaáætlun; þingið hefði heimild til þess að taka til skoðunar hvernig flokka ætti virkjunarkosti þar sem ekkert stæði í lögunum um það að þingið ætti að stimpla óbreytt það sem kæmi frá ráðherra í þessum efnum. Þessu voru þingmenn stjórnarandstöðunnar ósammála og sögðu klárt að verið væri að brjóta lög um rammaáætlun. Kröfðust þeir þess að þingforseti gerði hlé á þingfundi og boða til fundar með þingflokksformönnum svo taka mætti málið á dagskrá. Þingforseti hafnaði því að gera hlé á fundi en kvaðst boða til fundar með þingflokksformönnum í hádeginu.Kristján L. Möller.Vísir/GVAKristján L. Möller, þingmaður Samfylkingarinnar og fulltrúi flokksins í atvinnuveganefnd, lagði fram eftirfarandi bókun í nefndinni í morgun: Undirritaður mótmælir vinnubrögðum meirihluta nefndarinnar við málsmeðferð á þingmáli nr. 244 Áætlun um vernd og nýtingu landssvæða (Hvammsvirkjun). Þ.e. að bæta við fjórum nýjum virkjunarkostum í og við vinnu nefndarinnar og á milli umræðna á Alþingi. Ég tel að þessi málsmeðferð sé ekki í samræmi við lög um vernd og nýtingu landssvæða og harma það að ekki sé farið að þeim lögum. Þessi málsmeðferð meirihluta nefndarinnar mun skapa harðar deilur og úlfúð um þetta mikilvæga mál og viðkvæma málaflokk, þar sem nauðsynlegt er að skapa sem mesta sátt og eyða deilumálum. Auk þess vil ég vekja athygli á því að umrætt mál var ekki á dagskrá fundarins og er tekið upp í lokin undir önnur mál þar sem m.a. þurfti að kalla inn nýja þingmenn svo meirihlutinn næði sínu fram. Kristján L. Möller Tengdar fréttir Átta virkjanakostir í nýtingarflokk Formaður atvinnuveganefndar tilkynnti á fundi nefndarinnar gær að auk Hvammsvirkjunar yrðu sjö nýir virkjanakostir færðir úr biðflokki í nýtingarflokk. Stjórnarandstaðan segir komið aftan að sér og farið á svig við lög um rammaáætlun og vinnu verkefnastjórnar. 28. nóvember 2014 07:00 „Ekkert annað en afgerandi stríðsyfirlýsing“ Það ætlaði allt um koll að keyra á Alþingi í dag. 27. nóvember 2014 20:26 Segja sátt rofna og málsmeðferðarreglur brotnar Stjórn Landverndar mótmælir harðlega framkominni tillögu meirihluta atvinnuveganefndar Alþingis um að færa átta virkjanahugmyndir úr biðflokki í nýtingarflokk rammaáætlunar. 27. nóvember 2014 15:28 Efast um lögmæti tillögu um virkjanakosti Ekki var hægt að skipa faghópa í haust til að hefja matsvinnu á fimm virkjunarkostum í biðflokki rammaáætlunar. Atvinnuveganefnd vill færa þessa sömu kosti úr bið- í nýtingarflokk án aðkomu verkefnisstjórnar rammaáætlunar. Formaður efast um lögmæti þeirrar aðgerðar. 29. nóvember 2014 07:00 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Sjá meira
Þingmenn stjórnarandstöðunnar voru harðorðir í garð Jóns Gunnarssonar, formanns atvinnuveganefndar og meirihluta hennar, við upphaf þingfundar í morgun. Á fundi atvinnuveganefndar í morgun lagði Jón fram tillögu um að færa fjóra virkjunarkosti úr biðflokki í nýtingarflokk. Í raun er um breytingartillögu að ræða við tillögu sem meirihluti nefndarinnar samþykkti í lok nóvember í fyrra um að færa 8 virkjunarkosti í nýtingarflokk, en skemmst er að minnast þess að þá sauð upp úr á þinginu. Lilja Rafney MagnúsdóttirVísir/VilhelmLilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, kvaddi sér hljóðs við upphaf þingfundar í morgun og greindi frá því að Jón hefði borið tillöguna upp munnlega, en tillagan var ekki á dagskrá nefndarinnar. Þingmenn stjórnarandstöðunnar voru sammála um að verið væri að brjóta lög um rammaáætlun. Í þeim sé skýrt kveðið á um að ráðherra geri tillögur um virkjunarkosti en ekki formaður atvinnuveganefndar.Helgi Hjörvar.Vísir/Vilhelm„Með lögum skal land byggja,“ sagði Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, á þinginu í dag. Hann krafðist þess að forsætisnefnd kæmi saman til að ræða það hvernig staðið væri að umræddri tillögu þar sem hann sagði það klárlega gegn ákvæðum laganna að standa að henni með slíkum hætti. Jón Gunnarsson hafnaði því að meirihluti atvinnuveganefndar væri að brjóta lög um rammaáætlun; þingið hefði heimild til þess að taka til skoðunar hvernig flokka ætti virkjunarkosti þar sem ekkert stæði í lögunum um það að þingið ætti að stimpla óbreytt það sem kæmi frá ráðherra í þessum efnum. Þessu voru þingmenn stjórnarandstöðunnar ósammála og sögðu klárt að verið væri að brjóta lög um rammaáætlun. Kröfðust þeir þess að þingforseti gerði hlé á þingfundi og boða til fundar með þingflokksformönnum svo taka mætti málið á dagskrá. Þingforseti hafnaði því að gera hlé á fundi en kvaðst boða til fundar með þingflokksformönnum í hádeginu.Kristján L. Möller.Vísir/GVAKristján L. Möller, þingmaður Samfylkingarinnar og fulltrúi flokksins í atvinnuveganefnd, lagði fram eftirfarandi bókun í nefndinni í morgun: Undirritaður mótmælir vinnubrögðum meirihluta nefndarinnar við málsmeðferð á þingmáli nr. 244 Áætlun um vernd og nýtingu landssvæða (Hvammsvirkjun). Þ.e. að bæta við fjórum nýjum virkjunarkostum í og við vinnu nefndarinnar og á milli umræðna á Alþingi. Ég tel að þessi málsmeðferð sé ekki í samræmi við lög um vernd og nýtingu landssvæða og harma það að ekki sé farið að þeim lögum. Þessi málsmeðferð meirihluta nefndarinnar mun skapa harðar deilur og úlfúð um þetta mikilvæga mál og viðkvæma málaflokk, þar sem nauðsynlegt er að skapa sem mesta sátt og eyða deilumálum. Auk þess vil ég vekja athygli á því að umrætt mál var ekki á dagskrá fundarins og er tekið upp í lokin undir önnur mál þar sem m.a. þurfti að kalla inn nýja þingmenn svo meirihlutinn næði sínu fram. Kristján L. Möller
Tengdar fréttir Átta virkjanakostir í nýtingarflokk Formaður atvinnuveganefndar tilkynnti á fundi nefndarinnar gær að auk Hvammsvirkjunar yrðu sjö nýir virkjanakostir færðir úr biðflokki í nýtingarflokk. Stjórnarandstaðan segir komið aftan að sér og farið á svig við lög um rammaáætlun og vinnu verkefnastjórnar. 28. nóvember 2014 07:00 „Ekkert annað en afgerandi stríðsyfirlýsing“ Það ætlaði allt um koll að keyra á Alþingi í dag. 27. nóvember 2014 20:26 Segja sátt rofna og málsmeðferðarreglur brotnar Stjórn Landverndar mótmælir harðlega framkominni tillögu meirihluta atvinnuveganefndar Alþingis um að færa átta virkjanahugmyndir úr biðflokki í nýtingarflokk rammaáætlunar. 27. nóvember 2014 15:28 Efast um lögmæti tillögu um virkjanakosti Ekki var hægt að skipa faghópa í haust til að hefja matsvinnu á fimm virkjunarkostum í biðflokki rammaáætlunar. Atvinnuveganefnd vill færa þessa sömu kosti úr bið- í nýtingarflokk án aðkomu verkefnisstjórnar rammaáætlunar. Formaður efast um lögmæti þeirrar aðgerðar. 29. nóvember 2014 07:00 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Sjá meira
Átta virkjanakostir í nýtingarflokk Formaður atvinnuveganefndar tilkynnti á fundi nefndarinnar gær að auk Hvammsvirkjunar yrðu sjö nýir virkjanakostir færðir úr biðflokki í nýtingarflokk. Stjórnarandstaðan segir komið aftan að sér og farið á svig við lög um rammaáætlun og vinnu verkefnastjórnar. 28. nóvember 2014 07:00
„Ekkert annað en afgerandi stríðsyfirlýsing“ Það ætlaði allt um koll að keyra á Alþingi í dag. 27. nóvember 2014 20:26
Segja sátt rofna og málsmeðferðarreglur brotnar Stjórn Landverndar mótmælir harðlega framkominni tillögu meirihluta atvinnuveganefndar Alþingis um að færa átta virkjanahugmyndir úr biðflokki í nýtingarflokk rammaáætlunar. 27. nóvember 2014 15:28
Efast um lögmæti tillögu um virkjanakosti Ekki var hægt að skipa faghópa í haust til að hefja matsvinnu á fimm virkjunarkostum í biðflokki rammaáætlunar. Atvinnuveganefnd vill færa þessa sömu kosti úr bið- í nýtingarflokk án aðkomu verkefnisstjórnar rammaáætlunar. Formaður efast um lögmæti þeirrar aðgerðar. 29. nóvember 2014 07:00