Saka meirihluta atvinnuveganefndar um lögbrot Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. janúar 2015 11:29 Jón Gunnarsson er formaður atvinnuveganefndar. Vísir Þingmenn stjórnarandstöðunnar voru harðorðir í garð Jóns Gunnarssonar, formanns atvinnuveganefndar og meirihluta hennar, við upphaf þingfundar í morgun. Á fundi atvinnuveganefndar í morgun lagði Jón fram tillögu um að færa fjóra virkjunarkosti úr biðflokki í nýtingarflokk. Í raun er um breytingartillögu að ræða við tillögu sem meirihluti nefndarinnar samþykkti í lok nóvember í fyrra um að færa 8 virkjunarkosti í nýtingarflokk, en skemmst er að minnast þess að þá sauð upp úr á þinginu. Lilja Rafney MagnúsdóttirVísir/VilhelmLilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, kvaddi sér hljóðs við upphaf þingfundar í morgun og greindi frá því að Jón hefði borið tillöguna upp munnlega, en tillagan var ekki á dagskrá nefndarinnar. Þingmenn stjórnarandstöðunnar voru sammála um að verið væri að brjóta lög um rammaáætlun. Í þeim sé skýrt kveðið á um að ráðherra geri tillögur um virkjunarkosti en ekki formaður atvinnuveganefndar.Helgi Hjörvar.Vísir/Vilhelm„Með lögum skal land byggja,“ sagði Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, á þinginu í dag. Hann krafðist þess að forsætisnefnd kæmi saman til að ræða það hvernig staðið væri að umræddri tillögu þar sem hann sagði það klárlega gegn ákvæðum laganna að standa að henni með slíkum hætti. Jón Gunnarsson hafnaði því að meirihluti atvinnuveganefndar væri að brjóta lög um rammaáætlun; þingið hefði heimild til þess að taka til skoðunar hvernig flokka ætti virkjunarkosti þar sem ekkert stæði í lögunum um það að þingið ætti að stimpla óbreytt það sem kæmi frá ráðherra í þessum efnum. Þessu voru þingmenn stjórnarandstöðunnar ósammála og sögðu klárt að verið væri að brjóta lög um rammaáætlun. Kröfðust þeir þess að þingforseti gerði hlé á þingfundi og boða til fundar með þingflokksformönnum svo taka mætti málið á dagskrá. Þingforseti hafnaði því að gera hlé á fundi en kvaðst boða til fundar með þingflokksformönnum í hádeginu.Kristján L. Möller.Vísir/GVAKristján L. Möller, þingmaður Samfylkingarinnar og fulltrúi flokksins í atvinnuveganefnd, lagði fram eftirfarandi bókun í nefndinni í morgun: Undirritaður mótmælir vinnubrögðum meirihluta nefndarinnar við málsmeðferð á þingmáli nr. 244 Áætlun um vernd og nýtingu landssvæða (Hvammsvirkjun). Þ.e. að bæta við fjórum nýjum virkjunarkostum í og við vinnu nefndarinnar og á milli umræðna á Alþingi. Ég tel að þessi málsmeðferð sé ekki í samræmi við lög um vernd og nýtingu landssvæða og harma það að ekki sé farið að þeim lögum. Þessi málsmeðferð meirihluta nefndarinnar mun skapa harðar deilur og úlfúð um þetta mikilvæga mál og viðkvæma málaflokk, þar sem nauðsynlegt er að skapa sem mesta sátt og eyða deilumálum. Auk þess vil ég vekja athygli á því að umrætt mál var ekki á dagskrá fundarins og er tekið upp í lokin undir önnur mál þar sem m.a. þurfti að kalla inn nýja þingmenn svo meirihlutinn næði sínu fram. Kristján L. Möller Tengdar fréttir Átta virkjanakostir í nýtingarflokk Formaður atvinnuveganefndar tilkynnti á fundi nefndarinnar gær að auk Hvammsvirkjunar yrðu sjö nýir virkjanakostir færðir úr biðflokki í nýtingarflokk. Stjórnarandstaðan segir komið aftan að sér og farið á svig við lög um rammaáætlun og vinnu verkefnastjórnar. 28. nóvember 2014 07:00 „Ekkert annað en afgerandi stríðsyfirlýsing“ Það ætlaði allt um koll að keyra á Alþingi í dag. 27. nóvember 2014 20:26 Segja sátt rofna og málsmeðferðarreglur brotnar Stjórn Landverndar mótmælir harðlega framkominni tillögu meirihluta atvinnuveganefndar Alþingis um að færa átta virkjanahugmyndir úr biðflokki í nýtingarflokk rammaáætlunar. 27. nóvember 2014 15:28 Efast um lögmæti tillögu um virkjanakosti Ekki var hægt að skipa faghópa í haust til að hefja matsvinnu á fimm virkjunarkostum í biðflokki rammaáætlunar. Atvinnuveganefnd vill færa þessa sömu kosti úr bið- í nýtingarflokk án aðkomu verkefnisstjórnar rammaáætlunar. Formaður efast um lögmæti þeirrar aðgerðar. 29. nóvember 2014 07:00 Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Dómsdagsklukkan færð fram Erlent Fleiri fréttir Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Þingmenn stjórnarandstöðunnar voru harðorðir í garð Jóns Gunnarssonar, formanns atvinnuveganefndar og meirihluta hennar, við upphaf þingfundar í morgun. Á fundi atvinnuveganefndar í morgun lagði Jón fram tillögu um að færa fjóra virkjunarkosti úr biðflokki í nýtingarflokk. Í raun er um breytingartillögu að ræða við tillögu sem meirihluti nefndarinnar samþykkti í lok nóvember í fyrra um að færa 8 virkjunarkosti í nýtingarflokk, en skemmst er að minnast þess að þá sauð upp úr á þinginu. Lilja Rafney MagnúsdóttirVísir/VilhelmLilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, kvaddi sér hljóðs við upphaf þingfundar í morgun og greindi frá því að Jón hefði borið tillöguna upp munnlega, en tillagan var ekki á dagskrá nefndarinnar. Þingmenn stjórnarandstöðunnar voru sammála um að verið væri að brjóta lög um rammaáætlun. Í þeim sé skýrt kveðið á um að ráðherra geri tillögur um virkjunarkosti en ekki formaður atvinnuveganefndar.Helgi Hjörvar.Vísir/Vilhelm„Með lögum skal land byggja,“ sagði Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, á þinginu í dag. Hann krafðist þess að forsætisnefnd kæmi saman til að ræða það hvernig staðið væri að umræddri tillögu þar sem hann sagði það klárlega gegn ákvæðum laganna að standa að henni með slíkum hætti. Jón Gunnarsson hafnaði því að meirihluti atvinnuveganefndar væri að brjóta lög um rammaáætlun; þingið hefði heimild til þess að taka til skoðunar hvernig flokka ætti virkjunarkosti þar sem ekkert stæði í lögunum um það að þingið ætti að stimpla óbreytt það sem kæmi frá ráðherra í þessum efnum. Þessu voru þingmenn stjórnarandstöðunnar ósammála og sögðu klárt að verið væri að brjóta lög um rammaáætlun. Kröfðust þeir þess að þingforseti gerði hlé á þingfundi og boða til fundar með þingflokksformönnum svo taka mætti málið á dagskrá. Þingforseti hafnaði því að gera hlé á fundi en kvaðst boða til fundar með þingflokksformönnum í hádeginu.Kristján L. Möller.Vísir/GVAKristján L. Möller, þingmaður Samfylkingarinnar og fulltrúi flokksins í atvinnuveganefnd, lagði fram eftirfarandi bókun í nefndinni í morgun: Undirritaður mótmælir vinnubrögðum meirihluta nefndarinnar við málsmeðferð á þingmáli nr. 244 Áætlun um vernd og nýtingu landssvæða (Hvammsvirkjun). Þ.e. að bæta við fjórum nýjum virkjunarkostum í og við vinnu nefndarinnar og á milli umræðna á Alþingi. Ég tel að þessi málsmeðferð sé ekki í samræmi við lög um vernd og nýtingu landssvæða og harma það að ekki sé farið að þeim lögum. Þessi málsmeðferð meirihluta nefndarinnar mun skapa harðar deilur og úlfúð um þetta mikilvæga mál og viðkvæma málaflokk, þar sem nauðsynlegt er að skapa sem mesta sátt og eyða deilumálum. Auk þess vil ég vekja athygli á því að umrætt mál var ekki á dagskrá fundarins og er tekið upp í lokin undir önnur mál þar sem m.a. þurfti að kalla inn nýja þingmenn svo meirihlutinn næði sínu fram. Kristján L. Möller
Tengdar fréttir Átta virkjanakostir í nýtingarflokk Formaður atvinnuveganefndar tilkynnti á fundi nefndarinnar gær að auk Hvammsvirkjunar yrðu sjö nýir virkjanakostir færðir úr biðflokki í nýtingarflokk. Stjórnarandstaðan segir komið aftan að sér og farið á svig við lög um rammaáætlun og vinnu verkefnastjórnar. 28. nóvember 2014 07:00 „Ekkert annað en afgerandi stríðsyfirlýsing“ Það ætlaði allt um koll að keyra á Alþingi í dag. 27. nóvember 2014 20:26 Segja sátt rofna og málsmeðferðarreglur brotnar Stjórn Landverndar mótmælir harðlega framkominni tillögu meirihluta atvinnuveganefndar Alþingis um að færa átta virkjanahugmyndir úr biðflokki í nýtingarflokk rammaáætlunar. 27. nóvember 2014 15:28 Efast um lögmæti tillögu um virkjanakosti Ekki var hægt að skipa faghópa í haust til að hefja matsvinnu á fimm virkjunarkostum í biðflokki rammaáætlunar. Atvinnuveganefnd vill færa þessa sömu kosti úr bið- í nýtingarflokk án aðkomu verkefnisstjórnar rammaáætlunar. Formaður efast um lögmæti þeirrar aðgerðar. 29. nóvember 2014 07:00 Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Dómsdagsklukkan færð fram Erlent Fleiri fréttir Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Átta virkjanakostir í nýtingarflokk Formaður atvinnuveganefndar tilkynnti á fundi nefndarinnar gær að auk Hvammsvirkjunar yrðu sjö nýir virkjanakostir færðir úr biðflokki í nýtingarflokk. Stjórnarandstaðan segir komið aftan að sér og farið á svig við lög um rammaáætlun og vinnu verkefnastjórnar. 28. nóvember 2014 07:00
„Ekkert annað en afgerandi stríðsyfirlýsing“ Það ætlaði allt um koll að keyra á Alþingi í dag. 27. nóvember 2014 20:26
Segja sátt rofna og málsmeðferðarreglur brotnar Stjórn Landverndar mótmælir harðlega framkominni tillögu meirihluta atvinnuveganefndar Alþingis um að færa átta virkjanahugmyndir úr biðflokki í nýtingarflokk rammaáætlunar. 27. nóvember 2014 15:28
Efast um lögmæti tillögu um virkjanakosti Ekki var hægt að skipa faghópa í haust til að hefja matsvinnu á fimm virkjunarkostum í biðflokki rammaáætlunar. Atvinnuveganefnd vill færa þessa sömu kosti úr bið- í nýtingarflokk án aðkomu verkefnisstjórnar rammaáætlunar. Formaður efast um lögmæti þeirrar aðgerðar. 29. nóvember 2014 07:00