Yngsti sonurinn spurði: „Mamma, hvað ertu búin að gera?“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. janúar 2015 13:14 "Vertu fúll með eitthvað sem þú ert að gera en láttu aðra í friði. Vertu ekki að éta aðra lifandi,“ segir Jóna Ósk. Vísir/GVA „Það er búið að flá mig lifandi á Facebook,“ segir Jóna Ósk Pétursdóttir. Pistill sem hún skrifaði í Smartlandi um óvænta afmælisgjöf þegar hún varð fimmtug á dögunum hefur vakið mikla athygli. Jóna fékk nefnilega inn um lúguna pakka frá Bláa Naglanum en pakkinn berst til karlmanna sem verða fimmtugir á árinu. Jóna mætti í Bítið á Bylgjunni í morgun og deildi með hlustendum þeim viðbrögðum sem hún hefur fengið í kjölfar skrifa sinna. Í pistlinum, sem ber titilinn „Ömurlegasta afmælisgjöf í heimi“, segir hún gjöfina þá ömurlegustu sem hún hafi fengið á ævinni. „Vonbrigðin þegar ég opnaði kassann voru mikil. Þar blasti hún við mér þessi ömurlega gjöf. Sú allra allra ömurlegasta – og það eru engar ýkjur! Í kassanum var nefnilega heimapróf til að prófa fyrir ósýnilegu blóði í saur. Já og risastór nagli. Ég fékk sem sagt kúkapróf í stórafmælisgjöf og lái mér hver sem vill að vera ekki í skýjunum með það,“ segir meðal annars í pistli Jónu Óskar. Viðkvæm kona á breytingaskeiði Jóna sagði í Bítinu að henni hafi vissulega fundist óþægilegt að fá gjöfina á þessum tímamótum. „Maður er að sætta sig við að vera komin á nýjan tug, er viðkvæm kona á breytingaskeiði. Maður er náttúrulega ofurviðkvæmur á stundum,“ segir Jóna. Hún hafi þó séð eitthvað kómískt við þetta á sama tíma. Sjá einnig: Naglarnir á Litla-hrauni pökkuðu inn nöglum „Ég ákvað að henda í þennan pistil á kómískum nótum,“ segir Jóna Ósk. Í pistlinum segir að það taki alltaf aðeins á að eiga stórafmæli og fara yfir á næsta tug. „Ég hef t.d. verið minnt á það að ég sé komin í seinni hálfleik. En þessi afmælisgjöf hreinlega drap niður alla gleði og mér leið eins og ég hefði fengið naglann í líkkistuna mína,“ segir í pistlinum. Ekki stóð á viðbrögðum. „Það er búið að kalla mig klikkaða, helvítis frekju, barnalega, vera að derra mig, þekki ekki til veikinda, ég ætti að skammast mín og hætta þessu andskotans væli. Þetta er bara brot,“ sagði Jóna Ósk um viðbrögðin sem hún hefur fengið. Hún segir að fólk sem þekki hana viti hve kaldhæðin hún geti verið. Einn og einn hafi sagt henni að efni pistilsins væri „ógeðslega fyndið.“ Þrátt fyrir allt sé hún að tjá tilfinningar sínar og þær megi hún hafa. Hún sé eins og aðrar konur á breytingarskeiði og geti verið viðkvæm. „Er það ekki eins og að segja við geðsjúkan eða þunglyndan: Hættu þessu helvítis væli og hristu þetta af þér?“ Jóna Ósk segist munu hugsa sig tvisvar um áður en hún skrifar annan pistil á svipuðum nótum. „Klárlega. Ég á náttúrlega fjölskyldu og yngsti sonur minn í dag sá þetta á netinu í gær, horfði á mig og sagði: Mamma, hvað ertu búinn að gera? Þá var mér brugðið þegar þetta er farið að hafa áhrif á aðra fjölskyldumeðlimi.“ Passar sig á Facebook Hún minnir á að málfrelsi sé í landinu og allir hafi leyfi til að tjá sig. Hins vegar megi velta fyrir sér hversu langt megi ganga. „aður veit að á kaffistofunum hefur fólk verið rakkað niður í tugi ára. Nú er þetta orðið opinbert á netinu þar sem allir sjá það. Mér finnst þetta ömurleg þróun og sorglegt. Er þetta það sem við viljum? Að enginn þori að tjá sig?“ Pistlahöfundurinn segist passa sig til dæmis á Facebook-síðu sinni að viðra ekki allra skoðanir sínar til að styggja engan. „Maður má passa sig til að fá ekki yfir sig drullu,“ segir Jóna Ósk og sendir skilaboð til þeirra sem fara mikinn og eru orðljótir á netinu. „Vertu fúll með eitthvað sem þú ert að gera en láttu aðra í friði. Vertu ekki að éta aðra lifandi.“ Tengdar fréttir Naglarnir á Litla-Hrauni pökkuðu inn nöglum Fjáröflun fyrir nýjum línuhraðli til handa Landspítalanum hófst um síðustu helgi. Línuhraðlar eru sá tækjabúnaður sem notaður er við geislameðferð krabbameinssjúklinga. 17. júlí 2013 07:00 Færðu styrktarsjóði vegna ristilkrabbameins tvær og hálfa milljón Af frumkvæði Bláa naglans hefur verið stofnaður Styrktarsjóður vegna ristilkrabbameins hjá Landspítalasjóði. 2. desember 2014 22:11 Krabbamein að mestu „óheppni“ Ný rannsókn segir að flestar tegundir krabbameins megi ekki rekja til áhættuatriða eins og reykinga. 2. janúar 2015 10:47 Fimmtugir á árinu fá skimun í afmælisgjöf Gjöfin er skimunarpróf fyrir blóði í hægðum. 17. janúar 2015 00:01 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Sjá meira
„Það er búið að flá mig lifandi á Facebook,“ segir Jóna Ósk Pétursdóttir. Pistill sem hún skrifaði í Smartlandi um óvænta afmælisgjöf þegar hún varð fimmtug á dögunum hefur vakið mikla athygli. Jóna fékk nefnilega inn um lúguna pakka frá Bláa Naglanum en pakkinn berst til karlmanna sem verða fimmtugir á árinu. Jóna mætti í Bítið á Bylgjunni í morgun og deildi með hlustendum þeim viðbrögðum sem hún hefur fengið í kjölfar skrifa sinna. Í pistlinum, sem ber titilinn „Ömurlegasta afmælisgjöf í heimi“, segir hún gjöfina þá ömurlegustu sem hún hafi fengið á ævinni. „Vonbrigðin þegar ég opnaði kassann voru mikil. Þar blasti hún við mér þessi ömurlega gjöf. Sú allra allra ömurlegasta – og það eru engar ýkjur! Í kassanum var nefnilega heimapróf til að prófa fyrir ósýnilegu blóði í saur. Já og risastór nagli. Ég fékk sem sagt kúkapróf í stórafmælisgjöf og lái mér hver sem vill að vera ekki í skýjunum með það,“ segir meðal annars í pistli Jónu Óskar. Viðkvæm kona á breytingaskeiði Jóna sagði í Bítinu að henni hafi vissulega fundist óþægilegt að fá gjöfina á þessum tímamótum. „Maður er að sætta sig við að vera komin á nýjan tug, er viðkvæm kona á breytingaskeiði. Maður er náttúrulega ofurviðkvæmur á stundum,“ segir Jóna. Hún hafi þó séð eitthvað kómískt við þetta á sama tíma. Sjá einnig: Naglarnir á Litla-hrauni pökkuðu inn nöglum „Ég ákvað að henda í þennan pistil á kómískum nótum,“ segir Jóna Ósk. Í pistlinum segir að það taki alltaf aðeins á að eiga stórafmæli og fara yfir á næsta tug. „Ég hef t.d. verið minnt á það að ég sé komin í seinni hálfleik. En þessi afmælisgjöf hreinlega drap niður alla gleði og mér leið eins og ég hefði fengið naglann í líkkistuna mína,“ segir í pistlinum. Ekki stóð á viðbrögðum. „Það er búið að kalla mig klikkaða, helvítis frekju, barnalega, vera að derra mig, þekki ekki til veikinda, ég ætti að skammast mín og hætta þessu andskotans væli. Þetta er bara brot,“ sagði Jóna Ósk um viðbrögðin sem hún hefur fengið. Hún segir að fólk sem þekki hana viti hve kaldhæðin hún geti verið. Einn og einn hafi sagt henni að efni pistilsins væri „ógeðslega fyndið.“ Þrátt fyrir allt sé hún að tjá tilfinningar sínar og þær megi hún hafa. Hún sé eins og aðrar konur á breytingarskeiði og geti verið viðkvæm. „Er það ekki eins og að segja við geðsjúkan eða þunglyndan: Hættu þessu helvítis væli og hristu þetta af þér?“ Jóna Ósk segist munu hugsa sig tvisvar um áður en hún skrifar annan pistil á svipuðum nótum. „Klárlega. Ég á náttúrlega fjölskyldu og yngsti sonur minn í dag sá þetta á netinu í gær, horfði á mig og sagði: Mamma, hvað ertu búinn að gera? Þá var mér brugðið þegar þetta er farið að hafa áhrif á aðra fjölskyldumeðlimi.“ Passar sig á Facebook Hún minnir á að málfrelsi sé í landinu og allir hafi leyfi til að tjá sig. Hins vegar megi velta fyrir sér hversu langt megi ganga. „aður veit að á kaffistofunum hefur fólk verið rakkað niður í tugi ára. Nú er þetta orðið opinbert á netinu þar sem allir sjá það. Mér finnst þetta ömurleg þróun og sorglegt. Er þetta það sem við viljum? Að enginn þori að tjá sig?“ Pistlahöfundurinn segist passa sig til dæmis á Facebook-síðu sinni að viðra ekki allra skoðanir sínar til að styggja engan. „Maður má passa sig til að fá ekki yfir sig drullu,“ segir Jóna Ósk og sendir skilaboð til þeirra sem fara mikinn og eru orðljótir á netinu. „Vertu fúll með eitthvað sem þú ert að gera en láttu aðra í friði. Vertu ekki að éta aðra lifandi.“
Tengdar fréttir Naglarnir á Litla-Hrauni pökkuðu inn nöglum Fjáröflun fyrir nýjum línuhraðli til handa Landspítalanum hófst um síðustu helgi. Línuhraðlar eru sá tækjabúnaður sem notaður er við geislameðferð krabbameinssjúklinga. 17. júlí 2013 07:00 Færðu styrktarsjóði vegna ristilkrabbameins tvær og hálfa milljón Af frumkvæði Bláa naglans hefur verið stofnaður Styrktarsjóður vegna ristilkrabbameins hjá Landspítalasjóði. 2. desember 2014 22:11 Krabbamein að mestu „óheppni“ Ný rannsókn segir að flestar tegundir krabbameins megi ekki rekja til áhættuatriða eins og reykinga. 2. janúar 2015 10:47 Fimmtugir á árinu fá skimun í afmælisgjöf Gjöfin er skimunarpróf fyrir blóði í hægðum. 17. janúar 2015 00:01 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Sjá meira
Naglarnir á Litla-Hrauni pökkuðu inn nöglum Fjáröflun fyrir nýjum línuhraðli til handa Landspítalanum hófst um síðustu helgi. Línuhraðlar eru sá tækjabúnaður sem notaður er við geislameðferð krabbameinssjúklinga. 17. júlí 2013 07:00
Færðu styrktarsjóði vegna ristilkrabbameins tvær og hálfa milljón Af frumkvæði Bláa naglans hefur verið stofnaður Styrktarsjóður vegna ristilkrabbameins hjá Landspítalasjóði. 2. desember 2014 22:11
Krabbamein að mestu „óheppni“ Ný rannsókn segir að flestar tegundir krabbameins megi ekki rekja til áhættuatriða eins og reykinga. 2. janúar 2015 10:47
Fimmtugir á árinu fá skimun í afmælisgjöf Gjöfin er skimunarpróf fyrir blóði í hægðum. 17. janúar 2015 00:01