Innlent

Færðu styrktarsjóði vegna ristilkrabbameins tvær og hálfa milljón

Stefán Árni Pálsson skrifar
Jóhannes V.Reynisson, Tryggvi Stefánsson, Ásgeir Theodórs
Jóhannes V.Reynisson, Tryggvi Stefánsson, Ásgeir Theodórs mynd/aðsend
Af frumkvæði Bláa naglans hefur verið stofnaður Styrktarsjóður vegna ristilkrabbameins hjá Landspítalasjóði.

Við það tækifæri færði Blái naglinn sjóðnum tvær og hálfa milljón.

Blái naglinn hefur byggt upp sterkar stoðir í baráttunni gegn blöðruhálskrabbameini og í vitundarvakningu karlmanna með krabbamein á Íslandi.

Árið 2012 frumsýndi félagið heimildamyndina Blái naglinn sem að fjallar um baráttu karlmanns við blöðruhálskrabbamein, hvernig hann tók því að hafa greinst með þessa tegund krabbameins og hvernig hann vann úr því.

Hægt er að styrkja sjóðinn með því að leggja inná bankareikning sjóðsins; 0513-26-22246 - kennitala 640394-4479. Nr. sjóðsins í bókhaldi LSH er 51014.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×