Tíu dollara húsið á Flórída: Sævar segist hafa verið að gera upp skuld við indverskan vin sinn Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 23. janúar 2015 14:30 Sævar og verjandi hans við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjaness í dag. vísir/ernir „Við gerðum samkomulag okkar á milli um að hann fengi húsið vegna skulda. Ég átta mig síðan ekki á því fyrr en 2009 eða 2010, þegar ég er að fara í þrot, að við höfðum aldrei gengið frá sölu á húsinu,“ sagði Sævar Jónsson, kaupmaður og fyrrum landsliðsmaður í knattspyrnu, í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Aðalmeðferð í máli sérstaks saksóknara á hendur Sævari, fyrir meint skilasvik árið 2010, fór fram í morgun. Sævari er gefið að sök að hafa komið undan íbúðarhúsi í Flórída sem hann og eiginkona hans keyptu árið 2007 á rúmlega 657 þúsund Bandaríkjadali, eða 86 milljónir króna á núverandi gengi, skömmu áður en hann var úrskurðaður gjaldþrota árið 2010. Húsið er staðsett í Suður-Flórída, nánar tiltekið í Boynton Beach. Sævar átti húsið að hálfu á móti eiginkonu sinni, Hildi Daníelsdóttur. Fasteignin hafði fallið í verði og var hún metin á rúmlega 272 þúsund dali í upphafi árs 2010. Sama ár afsalaði Sævar eigninni fyrir um tíu Bandaríkjadali, sem á núverandi gengi eru rúmar 1.400 krónur, til félags sem hann var stjórnarformaður í. Hann er þannig sagður hafa skotið eignarhluta sínum undan búskiptunum eða varið andvirði eignarhlutans til greiðslu tiltölulega hárrar gjaldkræfrar kröfu. Félagið sem um ræðir er svissneskt og heitir ii Luxury International AG. Það var stofnað árið 2009 af Sævari og viðskiptafélaga hans, Nand Kumar Kurup, sem er ítalskur ríkisborgari af indverskum uppruna. Sævar sagði í dómsal í dag hafa látið húsið af hendi árið 2007 en að formlega hefði ekki verið gengið frá sölu á húsinu fyrr en árið 2010. Það var rétt áður en Sævar var úrskurðaður gjaldþrota. Hann sagðist hafa skuldað Kurup 145 þúsund dali, jafnvirði 20 milljónir króna á núverandi gengi, og því hafi ákvörðun verið tekin um að Kurup tæki húsið upp í skuldina. „Ég stóð í skuld við manninn og vildi bara gera upp við hann. Þetta var vinur minn og ég vildi standa í skilum við hann. Þetta var ekki til þess að hlunnfæra einn eða neinn og allt var þetta gert í góðri trú,“ sagði Sævar.„Ef það á að fangelsa mig fyrir að borga skuld...“ „Þetta var í raun yfirtaka á húsinu því í Flórída borgarðu risatölur til fasteignasala til að selja fasteign þannig að þetta var gert á núlli. Yfirtaka formsins vegna,“ sagði Sævar. Hann bætti við að það væri það sem skýrði þessa tíu Bandaríkjadali, þeir væru einungis formsins vegna. Skuldin var þó töluvert lægri en kaupverð hússins en Sævar sagði það vexti á skuldinni. Hún hefði verið frá árinu 2001. Sævar greindi ekki frá fasteigninni þegar verið var að taka hann til gjaldþrotaskipta og sagðist hann ekki hafa talið þörf á því þar sem svo langt væri liðið frá því hann afsalaði sér eigninni. „Það var ekkert veð í þessari eign. Ég var að borga skuld og ef það á að fangelsa mig fyrir að borga skuld....,“ sagði hann. „Það var engin önnur ætlun en að borga þessum manni og ekkert annað á bakvið það.“ Aðspurður hvort hann hefði haft afnot af fasteigninni á undanförnum árum svaraði hann játandi, hann og Kurup væru félagar og því fengi hann að vera í húsinu þegar hann vildi.Færð til Tortola Eignin var síðar flutt á annað félag í eigu Sævars og Kurup, Ince International, sem skráð er á Tortola, skömmu eftir að lögregla óskaði gagna um fasteignina. Þeir stofnuðu félagið árið 2007 og var Sævar skráður stjórnarformaður frá 18. júlí 2007 til 12. janúar 2014. Sævar sagðist þó ekki hafa áttað sig á því að hann hefði verið skráður stjórnarformaður félagsins. Félagið væri eins konar skúffufélag sem hann hefði aldrei haft afskipti af. „Það var enginn rekstur í félaginu og ég hélt ég væri kominn út úr því. Það láðist bara að koma mér úr því. Það meikar ekki mikinn sens að færa eignina yfir á þetta félag ef ég veit að ég er skráður inn í það.“ Kurup, sem bar vitni símleiðis frá Ítalíu, fullyrti að Ince væri alfarið í sinni eigu. „Ég vil árétta að það var ég sem sá um stofnun þessa félags og að það er alfarið í minni eigu. Þetta félag er ekki virkt félag og hefur ekki verið notað nema þegar ég lokaði ii Luxury og færði eignir yfir,“ sagði Kurup. „Samkvæmt lögum í Sviss þá verður að vera svissneskur ríkisborgari í félaginu, annað hvort sem framkvæmdastjóri eða stjórnarformaður. Sjálfur er ég Kurub ekki svissneskur ríkisborgari heldur ítalskur ríkisborgari. Þannig að ég naut aðstoðar Sævars við stofnun félagsins í Sviss sem hefur aðsetur þar. Í stjórn félagsins, sátu eftirfarandi, ég, Sævar og vinur hans, Mr. Heinz. Hann var framkvæmdastjóri því við þurftum Svisslending til að gegna þeirri stöðu,“bætti hann við. Pillar Securitisation gerir þá kröfu í málinu að Sævar verði dæmdur til að greiða félaginu rúmlega 57 þúsund Bandaríkjadali, eða rúmar sjö milljónir króna, ásamt því að greiða félaginu skaðabætur upp á rúmar 7,3 milljónir króna. Pillar Securitisation er þrotabú Kaupþings í Lúxemborg. Sævar er oftast kenndur við verslunina skartgripaverslunina Leonard sem hann stofnaði árið 1991. Samkvæmt Viðskiptablaðinu var verslunin tekin til gjaldþrotaskipta árið 2010 og námu skuldir félagsins 312 milljónum króna. Ekkert fékkst upp í þær kröfur. Tengdar fréttir Gjaldþrota en opnar verslun Sævar Jónsson stendur að nýrri lúxusvöruverslun á Laugaveginum. 11. júní 2014 12:40 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Fleiri fréttir „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sjá meira
„Við gerðum samkomulag okkar á milli um að hann fengi húsið vegna skulda. Ég átta mig síðan ekki á því fyrr en 2009 eða 2010, þegar ég er að fara í þrot, að við höfðum aldrei gengið frá sölu á húsinu,“ sagði Sævar Jónsson, kaupmaður og fyrrum landsliðsmaður í knattspyrnu, í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Aðalmeðferð í máli sérstaks saksóknara á hendur Sævari, fyrir meint skilasvik árið 2010, fór fram í morgun. Sævari er gefið að sök að hafa komið undan íbúðarhúsi í Flórída sem hann og eiginkona hans keyptu árið 2007 á rúmlega 657 þúsund Bandaríkjadali, eða 86 milljónir króna á núverandi gengi, skömmu áður en hann var úrskurðaður gjaldþrota árið 2010. Húsið er staðsett í Suður-Flórída, nánar tiltekið í Boynton Beach. Sævar átti húsið að hálfu á móti eiginkonu sinni, Hildi Daníelsdóttur. Fasteignin hafði fallið í verði og var hún metin á rúmlega 272 þúsund dali í upphafi árs 2010. Sama ár afsalaði Sævar eigninni fyrir um tíu Bandaríkjadali, sem á núverandi gengi eru rúmar 1.400 krónur, til félags sem hann var stjórnarformaður í. Hann er þannig sagður hafa skotið eignarhluta sínum undan búskiptunum eða varið andvirði eignarhlutans til greiðslu tiltölulega hárrar gjaldkræfrar kröfu. Félagið sem um ræðir er svissneskt og heitir ii Luxury International AG. Það var stofnað árið 2009 af Sævari og viðskiptafélaga hans, Nand Kumar Kurup, sem er ítalskur ríkisborgari af indverskum uppruna. Sævar sagði í dómsal í dag hafa látið húsið af hendi árið 2007 en að formlega hefði ekki verið gengið frá sölu á húsinu fyrr en árið 2010. Það var rétt áður en Sævar var úrskurðaður gjaldþrota. Hann sagðist hafa skuldað Kurup 145 þúsund dali, jafnvirði 20 milljónir króna á núverandi gengi, og því hafi ákvörðun verið tekin um að Kurup tæki húsið upp í skuldina. „Ég stóð í skuld við manninn og vildi bara gera upp við hann. Þetta var vinur minn og ég vildi standa í skilum við hann. Þetta var ekki til þess að hlunnfæra einn eða neinn og allt var þetta gert í góðri trú,“ sagði Sævar.„Ef það á að fangelsa mig fyrir að borga skuld...“ „Þetta var í raun yfirtaka á húsinu því í Flórída borgarðu risatölur til fasteignasala til að selja fasteign þannig að þetta var gert á núlli. Yfirtaka formsins vegna,“ sagði Sævar. Hann bætti við að það væri það sem skýrði þessa tíu Bandaríkjadali, þeir væru einungis formsins vegna. Skuldin var þó töluvert lægri en kaupverð hússins en Sævar sagði það vexti á skuldinni. Hún hefði verið frá árinu 2001. Sævar greindi ekki frá fasteigninni þegar verið var að taka hann til gjaldþrotaskipta og sagðist hann ekki hafa talið þörf á því þar sem svo langt væri liðið frá því hann afsalaði sér eigninni. „Það var ekkert veð í þessari eign. Ég var að borga skuld og ef það á að fangelsa mig fyrir að borga skuld....,“ sagði hann. „Það var engin önnur ætlun en að borga þessum manni og ekkert annað á bakvið það.“ Aðspurður hvort hann hefði haft afnot af fasteigninni á undanförnum árum svaraði hann játandi, hann og Kurup væru félagar og því fengi hann að vera í húsinu þegar hann vildi.Færð til Tortola Eignin var síðar flutt á annað félag í eigu Sævars og Kurup, Ince International, sem skráð er á Tortola, skömmu eftir að lögregla óskaði gagna um fasteignina. Þeir stofnuðu félagið árið 2007 og var Sævar skráður stjórnarformaður frá 18. júlí 2007 til 12. janúar 2014. Sævar sagðist þó ekki hafa áttað sig á því að hann hefði verið skráður stjórnarformaður félagsins. Félagið væri eins konar skúffufélag sem hann hefði aldrei haft afskipti af. „Það var enginn rekstur í félaginu og ég hélt ég væri kominn út úr því. Það láðist bara að koma mér úr því. Það meikar ekki mikinn sens að færa eignina yfir á þetta félag ef ég veit að ég er skráður inn í það.“ Kurup, sem bar vitni símleiðis frá Ítalíu, fullyrti að Ince væri alfarið í sinni eigu. „Ég vil árétta að það var ég sem sá um stofnun þessa félags og að það er alfarið í minni eigu. Þetta félag er ekki virkt félag og hefur ekki verið notað nema þegar ég lokaði ii Luxury og færði eignir yfir,“ sagði Kurup. „Samkvæmt lögum í Sviss þá verður að vera svissneskur ríkisborgari í félaginu, annað hvort sem framkvæmdastjóri eða stjórnarformaður. Sjálfur er ég Kurub ekki svissneskur ríkisborgari heldur ítalskur ríkisborgari. Þannig að ég naut aðstoðar Sævars við stofnun félagsins í Sviss sem hefur aðsetur þar. Í stjórn félagsins, sátu eftirfarandi, ég, Sævar og vinur hans, Mr. Heinz. Hann var framkvæmdastjóri því við þurftum Svisslending til að gegna þeirri stöðu,“bætti hann við. Pillar Securitisation gerir þá kröfu í málinu að Sævar verði dæmdur til að greiða félaginu rúmlega 57 þúsund Bandaríkjadali, eða rúmar sjö milljónir króna, ásamt því að greiða félaginu skaðabætur upp á rúmar 7,3 milljónir króna. Pillar Securitisation er þrotabú Kaupþings í Lúxemborg. Sævar er oftast kenndur við verslunina skartgripaverslunina Leonard sem hann stofnaði árið 1991. Samkvæmt Viðskiptablaðinu var verslunin tekin til gjaldþrotaskipta árið 2010 og námu skuldir félagsins 312 milljónum króna. Ekkert fékkst upp í þær kröfur.
Tengdar fréttir Gjaldþrota en opnar verslun Sævar Jónsson stendur að nýrri lúxusvöruverslun á Laugaveginum. 11. júní 2014 12:40 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Fleiri fréttir „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sjá meira
Gjaldþrota en opnar verslun Sævar Jónsson stendur að nýrri lúxusvöruverslun á Laugaveginum. 11. júní 2014 12:40