Þurfa að senda sjúklingana til Kaupmannahafnar Þorbjörn Þórðarson skrifar 24. janúar 2015 19:04 Landspítalinn þarf að senda hátt í hundrað sjúklinga á ári til Kaupmannahafnar í eftirfylgni vegna krabbameinsmeðferðar því ekki er til svokallaður PET-skanni á spítalanum. Þörf er á endurnýjun á stórum hluta tækjakosts spítalans. Niðurskurður á Landspítalanum hófst í raun í góðærinu, þegar ríkissjóður var einmitt í stakk búinn að efla heilbrigðiskerfið. Niðurskurðurinn hefur ekki bara bitnað á starfsfólki og húsnæði spítalans heldur einnig á sjúklingum því ekki eru til nauðsynleg lækningatæki á spítalanum. Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar vakti athygli á þessum vanda í þættinum Eyjunni á Stöð2 á dögunum. „Á sama tíma og við erum farin að senda sjúklinga aftur til Kaupmannahafnar af því okkur vantar það sem kallað er PET-scan sem senda þarf krabbameinssjúklinga í til að ganga úr skugga um að meinið sé farið og það sem eftir er sé örvefur, á sama tíma og okkur vantar þannig tæki og okkur vantar betri segulómunartæki, okkur vantar alls kyns tæki inn á spítalann, þá tökum við þá ákvörðun sem samfélag að fara að bora í gegnum Vaðlaheiðina. (...) Einhvern veginn tókst Alþingi Íslendinga að sannfæra sig um að það væri mikilvægara fyrir samfélagið að stytta leiðina milli Akureyrar og Húsavíkur um nokkrar mínútur (Vaðlaheiðargöng) frekar heldur en að kaupa tæki sem eru nauðsynleg til að viðhalda lífi fólks sem er lasið. Þetta skil ég ekki,“ sagði Kári í þættinum.Notað tæki kostar allt að 100 milljónir króna Tækið sem Kári er að tala um er þetta hér (sjá myndskeið). Positron Emission Tomographyscan, PET-skanni, eða jáeindaskanni á íslensku. Þetta tæki greinir heilbrigði vefja og er mikilvægt við greiningu á og eftirfylgni meðferðar við krabbameini. Nýlegt en notað tæki kostar á bilinu 500 til 800 þúsund dollara eða jafnvirði 65 til 104 milljóna króna. Og sjúklingarnir eru sendir til Kaupmannahafnar því ekkert slíkt tæki er til á Landspítalanum. „Þetta eru margir tugir á hverju ári og þetta er þá hópur af fólki sem verður alveg nauðsynlega að undirgangast þessa rannsókn,“ segir Ólafur Baldursson framkvæmdastjóri lækninga hjá Landspítalanum. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segist ekki skilja að Alþingi hafi ákveðið að stytta leiðina milli Húsavíkur og Akureyrar um nokkrar mínútur fyrir milljarða króna þegar Landspítalinn geti ekki hjúkrað mönnum til heilsu á sama tíma.Er það sjálfbær staða til framtíðar að senda marga tugi sjúklinga á ári hverju, með tilheyrandi kostnaði, frekar en að kaupa einfaldlega þetta tæki sem er jafn nauðsynlegt og raun ber vitni? „Ég tel að það sé alls ekki sjálfbær staða og raunar ekkert vit í því til lengri tíma annað en að fjárfesta í svona tæki og nýta það. Þetta er mikilvægt til að bæta meðferðir og getur í raun sparað aðgerðir. Dæmi um það eru aðgerðir á brjóstkassa en þeim gæti fækkað um allt að tíu prósent, sem er talsvert.“ Ólafur segir að spítalinn glími enn við vanda vegna lækningatækja sem komin séu á aldur og þarfnist endurnýjunar. „Það er mikilvægt að segja það samt sem áður að það hafa verið stigin skref núna af yfirvöldum í rétta átt til þess að auka tækjakaupafé spítalans en það þarf að halda áfram.“ Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Landspítalinn þarf að senda hátt í hundrað sjúklinga á ári til Kaupmannahafnar í eftirfylgni vegna krabbameinsmeðferðar því ekki er til svokallaður PET-skanni á spítalanum. Þörf er á endurnýjun á stórum hluta tækjakosts spítalans. Niðurskurður á Landspítalanum hófst í raun í góðærinu, þegar ríkissjóður var einmitt í stakk búinn að efla heilbrigðiskerfið. Niðurskurðurinn hefur ekki bara bitnað á starfsfólki og húsnæði spítalans heldur einnig á sjúklingum því ekki eru til nauðsynleg lækningatæki á spítalanum. Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar vakti athygli á þessum vanda í þættinum Eyjunni á Stöð2 á dögunum. „Á sama tíma og við erum farin að senda sjúklinga aftur til Kaupmannahafnar af því okkur vantar það sem kallað er PET-scan sem senda þarf krabbameinssjúklinga í til að ganga úr skugga um að meinið sé farið og það sem eftir er sé örvefur, á sama tíma og okkur vantar þannig tæki og okkur vantar betri segulómunartæki, okkur vantar alls kyns tæki inn á spítalann, þá tökum við þá ákvörðun sem samfélag að fara að bora í gegnum Vaðlaheiðina. (...) Einhvern veginn tókst Alþingi Íslendinga að sannfæra sig um að það væri mikilvægara fyrir samfélagið að stytta leiðina milli Akureyrar og Húsavíkur um nokkrar mínútur (Vaðlaheiðargöng) frekar heldur en að kaupa tæki sem eru nauðsynleg til að viðhalda lífi fólks sem er lasið. Þetta skil ég ekki,“ sagði Kári í þættinum.Notað tæki kostar allt að 100 milljónir króna Tækið sem Kári er að tala um er þetta hér (sjá myndskeið). Positron Emission Tomographyscan, PET-skanni, eða jáeindaskanni á íslensku. Þetta tæki greinir heilbrigði vefja og er mikilvægt við greiningu á og eftirfylgni meðferðar við krabbameini. Nýlegt en notað tæki kostar á bilinu 500 til 800 þúsund dollara eða jafnvirði 65 til 104 milljóna króna. Og sjúklingarnir eru sendir til Kaupmannahafnar því ekkert slíkt tæki er til á Landspítalanum. „Þetta eru margir tugir á hverju ári og þetta er þá hópur af fólki sem verður alveg nauðsynlega að undirgangast þessa rannsókn,“ segir Ólafur Baldursson framkvæmdastjóri lækninga hjá Landspítalanum. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segist ekki skilja að Alþingi hafi ákveðið að stytta leiðina milli Húsavíkur og Akureyrar um nokkrar mínútur fyrir milljarða króna þegar Landspítalinn geti ekki hjúkrað mönnum til heilsu á sama tíma.Er það sjálfbær staða til framtíðar að senda marga tugi sjúklinga á ári hverju, með tilheyrandi kostnaði, frekar en að kaupa einfaldlega þetta tæki sem er jafn nauðsynlegt og raun ber vitni? „Ég tel að það sé alls ekki sjálfbær staða og raunar ekkert vit í því til lengri tíma annað en að fjárfesta í svona tæki og nýta það. Þetta er mikilvægt til að bæta meðferðir og getur í raun sparað aðgerðir. Dæmi um það eru aðgerðir á brjóstkassa en þeim gæti fækkað um allt að tíu prósent, sem er talsvert.“ Ólafur segir að spítalinn glími enn við vanda vegna lækningatækja sem komin séu á aldur og þarfnist endurnýjunar. „Það er mikilvægt að segja það samt sem áður að það hafa verið stigin skref núna af yfirvöldum í rétta átt til þess að auka tækjakaupafé spítalans en það þarf að halda áfram.“
Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira