Þurfa að senda sjúklingana til Kaupmannahafnar Þorbjörn Þórðarson skrifar 24. janúar 2015 19:04 Landspítalinn þarf að senda hátt í hundrað sjúklinga á ári til Kaupmannahafnar í eftirfylgni vegna krabbameinsmeðferðar því ekki er til svokallaður PET-skanni á spítalanum. Þörf er á endurnýjun á stórum hluta tækjakosts spítalans. Niðurskurður á Landspítalanum hófst í raun í góðærinu, þegar ríkissjóður var einmitt í stakk búinn að efla heilbrigðiskerfið. Niðurskurðurinn hefur ekki bara bitnað á starfsfólki og húsnæði spítalans heldur einnig á sjúklingum því ekki eru til nauðsynleg lækningatæki á spítalanum. Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar vakti athygli á þessum vanda í þættinum Eyjunni á Stöð2 á dögunum. „Á sama tíma og við erum farin að senda sjúklinga aftur til Kaupmannahafnar af því okkur vantar það sem kallað er PET-scan sem senda þarf krabbameinssjúklinga í til að ganga úr skugga um að meinið sé farið og það sem eftir er sé örvefur, á sama tíma og okkur vantar þannig tæki og okkur vantar betri segulómunartæki, okkur vantar alls kyns tæki inn á spítalann, þá tökum við þá ákvörðun sem samfélag að fara að bora í gegnum Vaðlaheiðina. (...) Einhvern veginn tókst Alþingi Íslendinga að sannfæra sig um að það væri mikilvægara fyrir samfélagið að stytta leiðina milli Akureyrar og Húsavíkur um nokkrar mínútur (Vaðlaheiðargöng) frekar heldur en að kaupa tæki sem eru nauðsynleg til að viðhalda lífi fólks sem er lasið. Þetta skil ég ekki,“ sagði Kári í þættinum.Notað tæki kostar allt að 100 milljónir króna Tækið sem Kári er að tala um er þetta hér (sjá myndskeið). Positron Emission Tomographyscan, PET-skanni, eða jáeindaskanni á íslensku. Þetta tæki greinir heilbrigði vefja og er mikilvægt við greiningu á og eftirfylgni meðferðar við krabbameini. Nýlegt en notað tæki kostar á bilinu 500 til 800 þúsund dollara eða jafnvirði 65 til 104 milljóna króna. Og sjúklingarnir eru sendir til Kaupmannahafnar því ekkert slíkt tæki er til á Landspítalanum. „Þetta eru margir tugir á hverju ári og þetta er þá hópur af fólki sem verður alveg nauðsynlega að undirgangast þessa rannsókn,“ segir Ólafur Baldursson framkvæmdastjóri lækninga hjá Landspítalanum. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segist ekki skilja að Alþingi hafi ákveðið að stytta leiðina milli Húsavíkur og Akureyrar um nokkrar mínútur fyrir milljarða króna þegar Landspítalinn geti ekki hjúkrað mönnum til heilsu á sama tíma.Er það sjálfbær staða til framtíðar að senda marga tugi sjúklinga á ári hverju, með tilheyrandi kostnaði, frekar en að kaupa einfaldlega þetta tæki sem er jafn nauðsynlegt og raun ber vitni? „Ég tel að það sé alls ekki sjálfbær staða og raunar ekkert vit í því til lengri tíma annað en að fjárfesta í svona tæki og nýta það. Þetta er mikilvægt til að bæta meðferðir og getur í raun sparað aðgerðir. Dæmi um það eru aðgerðir á brjóstkassa en þeim gæti fækkað um allt að tíu prósent, sem er talsvert.“ Ólafur segir að spítalinn glími enn við vanda vegna lækningatækja sem komin séu á aldur og þarfnist endurnýjunar. „Það er mikilvægt að segja það samt sem áður að það hafa verið stigin skref núna af yfirvöldum í rétta átt til þess að auka tækjakaupafé spítalans en það þarf að halda áfram.“ Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Sjá meira
Landspítalinn þarf að senda hátt í hundrað sjúklinga á ári til Kaupmannahafnar í eftirfylgni vegna krabbameinsmeðferðar því ekki er til svokallaður PET-skanni á spítalanum. Þörf er á endurnýjun á stórum hluta tækjakosts spítalans. Niðurskurður á Landspítalanum hófst í raun í góðærinu, þegar ríkissjóður var einmitt í stakk búinn að efla heilbrigðiskerfið. Niðurskurðurinn hefur ekki bara bitnað á starfsfólki og húsnæði spítalans heldur einnig á sjúklingum því ekki eru til nauðsynleg lækningatæki á spítalanum. Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar vakti athygli á þessum vanda í þættinum Eyjunni á Stöð2 á dögunum. „Á sama tíma og við erum farin að senda sjúklinga aftur til Kaupmannahafnar af því okkur vantar það sem kallað er PET-scan sem senda þarf krabbameinssjúklinga í til að ganga úr skugga um að meinið sé farið og það sem eftir er sé örvefur, á sama tíma og okkur vantar þannig tæki og okkur vantar betri segulómunartæki, okkur vantar alls kyns tæki inn á spítalann, þá tökum við þá ákvörðun sem samfélag að fara að bora í gegnum Vaðlaheiðina. (...) Einhvern veginn tókst Alþingi Íslendinga að sannfæra sig um að það væri mikilvægara fyrir samfélagið að stytta leiðina milli Akureyrar og Húsavíkur um nokkrar mínútur (Vaðlaheiðargöng) frekar heldur en að kaupa tæki sem eru nauðsynleg til að viðhalda lífi fólks sem er lasið. Þetta skil ég ekki,“ sagði Kári í þættinum.Notað tæki kostar allt að 100 milljónir króna Tækið sem Kári er að tala um er þetta hér (sjá myndskeið). Positron Emission Tomographyscan, PET-skanni, eða jáeindaskanni á íslensku. Þetta tæki greinir heilbrigði vefja og er mikilvægt við greiningu á og eftirfylgni meðferðar við krabbameini. Nýlegt en notað tæki kostar á bilinu 500 til 800 þúsund dollara eða jafnvirði 65 til 104 milljóna króna. Og sjúklingarnir eru sendir til Kaupmannahafnar því ekkert slíkt tæki er til á Landspítalanum. „Þetta eru margir tugir á hverju ári og þetta er þá hópur af fólki sem verður alveg nauðsynlega að undirgangast þessa rannsókn,“ segir Ólafur Baldursson framkvæmdastjóri lækninga hjá Landspítalanum. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segist ekki skilja að Alþingi hafi ákveðið að stytta leiðina milli Húsavíkur og Akureyrar um nokkrar mínútur fyrir milljarða króna þegar Landspítalinn geti ekki hjúkrað mönnum til heilsu á sama tíma.Er það sjálfbær staða til framtíðar að senda marga tugi sjúklinga á ári hverju, með tilheyrandi kostnaði, frekar en að kaupa einfaldlega þetta tæki sem er jafn nauðsynlegt og raun ber vitni? „Ég tel að það sé alls ekki sjálfbær staða og raunar ekkert vit í því til lengri tíma annað en að fjárfesta í svona tæki og nýta það. Þetta er mikilvægt til að bæta meðferðir og getur í raun sparað aðgerðir. Dæmi um það eru aðgerðir á brjóstkassa en þeim gæti fækkað um allt að tíu prósent, sem er talsvert.“ Ólafur segir að spítalinn glími enn við vanda vegna lækningatækja sem komin séu á aldur og þarfnist endurnýjunar. „Það er mikilvægt að segja það samt sem áður að það hafa verið stigin skref núna af yfirvöldum í rétta átt til þess að auka tækjakaupafé spítalans en það þarf að halda áfram.“
Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Sjá meira