Þurfa að senda sjúklingana til Kaupmannahafnar Þorbjörn Þórðarson skrifar 24. janúar 2015 19:04 Landspítalinn þarf að senda hátt í hundrað sjúklinga á ári til Kaupmannahafnar í eftirfylgni vegna krabbameinsmeðferðar því ekki er til svokallaður PET-skanni á spítalanum. Þörf er á endurnýjun á stórum hluta tækjakosts spítalans. Niðurskurður á Landspítalanum hófst í raun í góðærinu, þegar ríkissjóður var einmitt í stakk búinn að efla heilbrigðiskerfið. Niðurskurðurinn hefur ekki bara bitnað á starfsfólki og húsnæði spítalans heldur einnig á sjúklingum því ekki eru til nauðsynleg lækningatæki á spítalanum. Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar vakti athygli á þessum vanda í þættinum Eyjunni á Stöð2 á dögunum. „Á sama tíma og við erum farin að senda sjúklinga aftur til Kaupmannahafnar af því okkur vantar það sem kallað er PET-scan sem senda þarf krabbameinssjúklinga í til að ganga úr skugga um að meinið sé farið og það sem eftir er sé örvefur, á sama tíma og okkur vantar þannig tæki og okkur vantar betri segulómunartæki, okkur vantar alls kyns tæki inn á spítalann, þá tökum við þá ákvörðun sem samfélag að fara að bora í gegnum Vaðlaheiðina. (...) Einhvern veginn tókst Alþingi Íslendinga að sannfæra sig um að það væri mikilvægara fyrir samfélagið að stytta leiðina milli Akureyrar og Húsavíkur um nokkrar mínútur (Vaðlaheiðargöng) frekar heldur en að kaupa tæki sem eru nauðsynleg til að viðhalda lífi fólks sem er lasið. Þetta skil ég ekki,“ sagði Kári í þættinum.Notað tæki kostar allt að 100 milljónir króna Tækið sem Kári er að tala um er þetta hér (sjá myndskeið). Positron Emission Tomographyscan, PET-skanni, eða jáeindaskanni á íslensku. Þetta tæki greinir heilbrigði vefja og er mikilvægt við greiningu á og eftirfylgni meðferðar við krabbameini. Nýlegt en notað tæki kostar á bilinu 500 til 800 þúsund dollara eða jafnvirði 65 til 104 milljóna króna. Og sjúklingarnir eru sendir til Kaupmannahafnar því ekkert slíkt tæki er til á Landspítalanum. „Þetta eru margir tugir á hverju ári og þetta er þá hópur af fólki sem verður alveg nauðsynlega að undirgangast þessa rannsókn,“ segir Ólafur Baldursson framkvæmdastjóri lækninga hjá Landspítalanum. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segist ekki skilja að Alþingi hafi ákveðið að stytta leiðina milli Húsavíkur og Akureyrar um nokkrar mínútur fyrir milljarða króna þegar Landspítalinn geti ekki hjúkrað mönnum til heilsu á sama tíma.Er það sjálfbær staða til framtíðar að senda marga tugi sjúklinga á ári hverju, með tilheyrandi kostnaði, frekar en að kaupa einfaldlega þetta tæki sem er jafn nauðsynlegt og raun ber vitni? „Ég tel að það sé alls ekki sjálfbær staða og raunar ekkert vit í því til lengri tíma annað en að fjárfesta í svona tæki og nýta það. Þetta er mikilvægt til að bæta meðferðir og getur í raun sparað aðgerðir. Dæmi um það eru aðgerðir á brjóstkassa en þeim gæti fækkað um allt að tíu prósent, sem er talsvert.“ Ólafur segir að spítalinn glími enn við vanda vegna lækningatækja sem komin séu á aldur og þarfnist endurnýjunar. „Það er mikilvægt að segja það samt sem áður að það hafa verið stigin skref núna af yfirvöldum í rétta átt til þess að auka tækjakaupafé spítalans en það þarf að halda áfram.“ Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira
Landspítalinn þarf að senda hátt í hundrað sjúklinga á ári til Kaupmannahafnar í eftirfylgni vegna krabbameinsmeðferðar því ekki er til svokallaður PET-skanni á spítalanum. Þörf er á endurnýjun á stórum hluta tækjakosts spítalans. Niðurskurður á Landspítalanum hófst í raun í góðærinu, þegar ríkissjóður var einmitt í stakk búinn að efla heilbrigðiskerfið. Niðurskurðurinn hefur ekki bara bitnað á starfsfólki og húsnæði spítalans heldur einnig á sjúklingum því ekki eru til nauðsynleg lækningatæki á spítalanum. Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar vakti athygli á þessum vanda í þættinum Eyjunni á Stöð2 á dögunum. „Á sama tíma og við erum farin að senda sjúklinga aftur til Kaupmannahafnar af því okkur vantar það sem kallað er PET-scan sem senda þarf krabbameinssjúklinga í til að ganga úr skugga um að meinið sé farið og það sem eftir er sé örvefur, á sama tíma og okkur vantar þannig tæki og okkur vantar betri segulómunartæki, okkur vantar alls kyns tæki inn á spítalann, þá tökum við þá ákvörðun sem samfélag að fara að bora í gegnum Vaðlaheiðina. (...) Einhvern veginn tókst Alþingi Íslendinga að sannfæra sig um að það væri mikilvægara fyrir samfélagið að stytta leiðina milli Akureyrar og Húsavíkur um nokkrar mínútur (Vaðlaheiðargöng) frekar heldur en að kaupa tæki sem eru nauðsynleg til að viðhalda lífi fólks sem er lasið. Þetta skil ég ekki,“ sagði Kári í þættinum.Notað tæki kostar allt að 100 milljónir króna Tækið sem Kári er að tala um er þetta hér (sjá myndskeið). Positron Emission Tomographyscan, PET-skanni, eða jáeindaskanni á íslensku. Þetta tæki greinir heilbrigði vefja og er mikilvægt við greiningu á og eftirfylgni meðferðar við krabbameini. Nýlegt en notað tæki kostar á bilinu 500 til 800 þúsund dollara eða jafnvirði 65 til 104 milljóna króna. Og sjúklingarnir eru sendir til Kaupmannahafnar því ekkert slíkt tæki er til á Landspítalanum. „Þetta eru margir tugir á hverju ári og þetta er þá hópur af fólki sem verður alveg nauðsynlega að undirgangast þessa rannsókn,“ segir Ólafur Baldursson framkvæmdastjóri lækninga hjá Landspítalanum. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segist ekki skilja að Alþingi hafi ákveðið að stytta leiðina milli Húsavíkur og Akureyrar um nokkrar mínútur fyrir milljarða króna þegar Landspítalinn geti ekki hjúkrað mönnum til heilsu á sama tíma.Er það sjálfbær staða til framtíðar að senda marga tugi sjúklinga á ári hverju, með tilheyrandi kostnaði, frekar en að kaupa einfaldlega þetta tæki sem er jafn nauðsynlegt og raun ber vitni? „Ég tel að það sé alls ekki sjálfbær staða og raunar ekkert vit í því til lengri tíma annað en að fjárfesta í svona tæki og nýta það. Þetta er mikilvægt til að bæta meðferðir og getur í raun sparað aðgerðir. Dæmi um það eru aðgerðir á brjóstkassa en þeim gæti fækkað um allt að tíu prósent, sem er talsvert.“ Ólafur segir að spítalinn glími enn við vanda vegna lækningatækja sem komin séu á aldur og þarfnist endurnýjunar. „Það er mikilvægt að segja það samt sem áður að það hafa verið stigin skref núna af yfirvöldum í rétta átt til þess að auka tækjakaupafé spítalans en það þarf að halda áfram.“
Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira