Sópuðu neyðarbrautina meðan Fokker hringsólaði yfir borginni Kristján Már Unnarsson skrifar 24. janúar 2015 20:29 Fokkerinn að koma til lendingar á litlu flugbrautinni í hvassviðrinu í gærkvöldi. Hallgrímskirkja og Landsspítalinn í baksýn. Myndir/Valgeir Ólason. Fokker-vél Flugfélags Íslands á leið frá Akureyri neyddist til að hringsóla yfir Reykjavíkurflugvelli í 10-15 mínútur í gærkvöldi þar sem báðar aðalflugbrautir vallarins urðu ófærar vegna hliðarvinds og ekki var búið að hreinsa snjó af litlu neyðarbrautinni. Þetta var síðasta vél innanlandsflugsins í gærkvöldi en þegar hún nálgaðist borgina hafði hvesst svo úr suðvestri að hliðarvindur varð of mikill, bæði á norður/suðurbrautinni og austur/vesturbrautinni, að sögn flugstjórans, Ólafs Georgssonar.Sjá má myndband, sem Valgeir Ólason tók, neðst í fréttinni. Flugvélin við það að snerta flugbraut 24. Vindur stóð úr 240 gráðum og var því beint á brautina.Mynd/Valgeir Ólason.Vindur stóð hins vegar beint á braut 24, þriðju og minnstu flugbrautina, og fóru vindhviður yfir þrjátíu hnúta. Flugstjórinn ákvað að fljúga nokkra hringi yfir Reykjavík meðan starfsmenn flugvallarins sópuðu neyðarbrautina. Hann tók síðan aðflugið yfir Norðurmýri og Snorrabraut og lenti svo á litlu brautinni um tíuleytið í gærkvöldi.Flugfélagsvélin lent og byrjuð að draga úr hraða.Mynd/Valgeir Ólason.Ólafur flugstjóri segir í samtali við fréttastofu að ef litla brautin hefði ekki verið til staðar hefði hann að öllum líkindum þurft að snúa aftur til Akureyrar og gista þar. Hann segir að óvíst hafi verið hvort unnt væri að lenda í Keflavík. 27 manns voru um borð í vélinni og tókst lendingin að óskum.Fokker-vél Flugfélags Íslands lendir á litlu neyðarbrautinni, braut 24, fyrir hálfum mánuði.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Neyðarbrautin kom sér einnig vel fyrir hálfum mánuði og hjálpaði þá bæði innanlandsfluginu og annasömu sjúkraflugi þann daginn, eins og greint var frá í fréttum Stöðvar 2. Tengdar fréttir Litla neyðarbrautin hjálpaði sjúkra- og innanlandsfluginu Hin umdeilda neyðarbraut Reykjavíkurflugvallar gerði gæfumuninn í annasömu sjúkraflugi í dag, og tryggði jafnframt að innanlandsflug raskaðist lítið í snarpri suðvestanátt. 8. janúar 2015 19:00 Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
Fokker-vél Flugfélags Íslands á leið frá Akureyri neyddist til að hringsóla yfir Reykjavíkurflugvelli í 10-15 mínútur í gærkvöldi þar sem báðar aðalflugbrautir vallarins urðu ófærar vegna hliðarvinds og ekki var búið að hreinsa snjó af litlu neyðarbrautinni. Þetta var síðasta vél innanlandsflugsins í gærkvöldi en þegar hún nálgaðist borgina hafði hvesst svo úr suðvestri að hliðarvindur varð of mikill, bæði á norður/suðurbrautinni og austur/vesturbrautinni, að sögn flugstjórans, Ólafs Georgssonar.Sjá má myndband, sem Valgeir Ólason tók, neðst í fréttinni. Flugvélin við það að snerta flugbraut 24. Vindur stóð úr 240 gráðum og var því beint á brautina.Mynd/Valgeir Ólason.Vindur stóð hins vegar beint á braut 24, þriðju og minnstu flugbrautina, og fóru vindhviður yfir þrjátíu hnúta. Flugstjórinn ákvað að fljúga nokkra hringi yfir Reykjavík meðan starfsmenn flugvallarins sópuðu neyðarbrautina. Hann tók síðan aðflugið yfir Norðurmýri og Snorrabraut og lenti svo á litlu brautinni um tíuleytið í gærkvöldi.Flugfélagsvélin lent og byrjuð að draga úr hraða.Mynd/Valgeir Ólason.Ólafur flugstjóri segir í samtali við fréttastofu að ef litla brautin hefði ekki verið til staðar hefði hann að öllum líkindum þurft að snúa aftur til Akureyrar og gista þar. Hann segir að óvíst hafi verið hvort unnt væri að lenda í Keflavík. 27 manns voru um borð í vélinni og tókst lendingin að óskum.Fokker-vél Flugfélags Íslands lendir á litlu neyðarbrautinni, braut 24, fyrir hálfum mánuði.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Neyðarbrautin kom sér einnig vel fyrir hálfum mánuði og hjálpaði þá bæði innanlandsfluginu og annasömu sjúkraflugi þann daginn, eins og greint var frá í fréttum Stöðvar 2.
Tengdar fréttir Litla neyðarbrautin hjálpaði sjúkra- og innanlandsfluginu Hin umdeilda neyðarbraut Reykjavíkurflugvallar gerði gæfumuninn í annasömu sjúkraflugi í dag, og tryggði jafnframt að innanlandsflug raskaðist lítið í snarpri suðvestanátt. 8. janúar 2015 19:00 Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
Litla neyðarbrautin hjálpaði sjúkra- og innanlandsfluginu Hin umdeilda neyðarbraut Reykjavíkurflugvallar gerði gæfumuninn í annasömu sjúkraflugi í dag, og tryggði jafnframt að innanlandsflug raskaðist lítið í snarpri suðvestanátt. 8. janúar 2015 19:00