Sjúkrahótel framyfir betri lækningar Linda Blöndal skrifar 26. janúar 2015 20:00 Kolröng forgangsröðun hjá Landspítalanum veldur því að mikilvæg rannsóknartæki verða ekki keypt til landsins, segir Stefán Matthíasson, læknir og formaður Samtaka heilbrigðisfyrirtækja. Stefán gagnrýndi byggingu sjúkrahótels Landspítalans í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Fjögur þúsund fermetra sjúkrahótel mun rísa á lóð spítalans og framkvæmdir hefjast í apríl næstkomandi. Kostnaðurinn er metinn á bilinu 1,5 til 2 milljarðar króna.Á að spara Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra sagði í fréttum Stöðvar 2 í liðinni viku að með nýja sjúkrahótelinu mætti spara spítalanum fjármuni og yrði það verulegur hluti þeirra tveggja milljarða króna sem ætlaður er að sparist við að sjúkrahússtarfsemin færist undir einn hatt. Langt á eftir í krabbameinslækningumSamtök heilbrigðisfyrirtækja eru samtök sjálfstætt starfandi fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu og birti Stefán grein í Morgunblaðinu í dag þar sem hann bendir sérstaklega á meðferðir krabbameinssjúklinga. Hann segir að þeim sé ábótavant og þær langt frá því að vera viðunandi miðað við það sem eðlilegt þykir í nágrannalöndum okkar. „Ég hef ekkert á móti því að byggja sjúkrahótel í sjálfu sér,“ segir Stefán. „Það sem ég er að vekja athygli á er forgangsröðunin í þessum málum. Í dag erum við með ágætlega fínt sjúkrahótel og það er með það eins og margt annað, auðvitað má bæta og laga allt. Málið er að það brenna eldar víðar í heilbrigðiskerfinu eins og allir vita. Eitt dæmi er sláandi og það er að hér á landi er enginn jáeindaskanni eða pet-skann sem er tæki sem er nauðsynlegt í dag og þykir sjálfsagt í öðrum löndum við greiningu og meðferð krabbameina. Ég held að allir geti skilið að það er ekki boðlegt. Þetta ágæta sjúkrahótel getur vel beðið,“ bætir hann við og nefnir að meðferð við heilablóðfalli sé heldur ekki boðleg hér.Lítill hluti af nýjum byggingum LSHByggingin er sex prósent áætlaðs byggingarmagns í nýbyggingum Landspítlans næstu árin. Fjórar byggingar eru á þeim áætlunum, þar á meðal nýji hátæknispítalinn sem nefndur er Meðferðarkjarni. Stefán gagnrýnir að gert sé ráð fyrir því að 35 prósent af hægræðinu af nýjum Landspítala eigi að verða vegna hótelsins. Um 945 milljónir eru eyrnamerktar nýbyggingum spítalans á fjárlögum en opinbert hlutafélag á vegum spítalans, Nýji Landspítalinn, sér um framkvæmdirnar.Ríkisstjórnin með slæma ráðgjafa í byggingarmálum LSH„Nú hefur ríkisstjórnin sett saman metnaðarfulla áætlun um endurnýjun núverandi tækja á Landspítalanum og það er vel,“ segir Stefán. „Hins vegar er það þannig að þeir sem að úthluta fjármagninu fá ráð og ég held og segi með þessu að ráðgjafarnir eru ekki góðir í þessu efni. Ég held að það þurfi að líta til þeirra sem standa fyrir þessum framkvæmdum, meðal annars til þeirra sem stýra Nýja Landspítalanum.“Enn óljóst með rekstrartölur Með sjúkrahótelinu á að stytta legutíma inni á spítalanum og rýma sjúkrarúmin hraðar fyrir veikari sjúklingum. Svo á verða sjúklingar sem enn þurfa umönnun hjúkrunarfólks. Það mun þá líka nýtast aðstandendum sjúklinga. Landspítalinn hefur enn ekki birt rekstrartölur vegna nýja hótelsins og þá hvernig hagræðingin á að verða með því. Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Kolröng forgangsröðun hjá Landspítalanum veldur því að mikilvæg rannsóknartæki verða ekki keypt til landsins, segir Stefán Matthíasson, læknir og formaður Samtaka heilbrigðisfyrirtækja. Stefán gagnrýndi byggingu sjúkrahótels Landspítalans í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Fjögur þúsund fermetra sjúkrahótel mun rísa á lóð spítalans og framkvæmdir hefjast í apríl næstkomandi. Kostnaðurinn er metinn á bilinu 1,5 til 2 milljarðar króna.Á að spara Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra sagði í fréttum Stöðvar 2 í liðinni viku að með nýja sjúkrahótelinu mætti spara spítalanum fjármuni og yrði það verulegur hluti þeirra tveggja milljarða króna sem ætlaður er að sparist við að sjúkrahússtarfsemin færist undir einn hatt. Langt á eftir í krabbameinslækningumSamtök heilbrigðisfyrirtækja eru samtök sjálfstætt starfandi fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu og birti Stefán grein í Morgunblaðinu í dag þar sem hann bendir sérstaklega á meðferðir krabbameinssjúklinga. Hann segir að þeim sé ábótavant og þær langt frá því að vera viðunandi miðað við það sem eðlilegt þykir í nágrannalöndum okkar. „Ég hef ekkert á móti því að byggja sjúkrahótel í sjálfu sér,“ segir Stefán. „Það sem ég er að vekja athygli á er forgangsröðunin í þessum málum. Í dag erum við með ágætlega fínt sjúkrahótel og það er með það eins og margt annað, auðvitað má bæta og laga allt. Málið er að það brenna eldar víðar í heilbrigðiskerfinu eins og allir vita. Eitt dæmi er sláandi og það er að hér á landi er enginn jáeindaskanni eða pet-skann sem er tæki sem er nauðsynlegt í dag og þykir sjálfsagt í öðrum löndum við greiningu og meðferð krabbameina. Ég held að allir geti skilið að það er ekki boðlegt. Þetta ágæta sjúkrahótel getur vel beðið,“ bætir hann við og nefnir að meðferð við heilablóðfalli sé heldur ekki boðleg hér.Lítill hluti af nýjum byggingum LSHByggingin er sex prósent áætlaðs byggingarmagns í nýbyggingum Landspítlans næstu árin. Fjórar byggingar eru á þeim áætlunum, þar á meðal nýji hátæknispítalinn sem nefndur er Meðferðarkjarni. Stefán gagnrýnir að gert sé ráð fyrir því að 35 prósent af hægræðinu af nýjum Landspítala eigi að verða vegna hótelsins. Um 945 milljónir eru eyrnamerktar nýbyggingum spítalans á fjárlögum en opinbert hlutafélag á vegum spítalans, Nýji Landspítalinn, sér um framkvæmdirnar.Ríkisstjórnin með slæma ráðgjafa í byggingarmálum LSH„Nú hefur ríkisstjórnin sett saman metnaðarfulla áætlun um endurnýjun núverandi tækja á Landspítalanum og það er vel,“ segir Stefán. „Hins vegar er það þannig að þeir sem að úthluta fjármagninu fá ráð og ég held og segi með þessu að ráðgjafarnir eru ekki góðir í þessu efni. Ég held að það þurfi að líta til þeirra sem standa fyrir þessum framkvæmdum, meðal annars til þeirra sem stýra Nýja Landspítalanum.“Enn óljóst með rekstrartölur Með sjúkrahótelinu á að stytta legutíma inni á spítalanum og rýma sjúkrarúmin hraðar fyrir veikari sjúklingum. Svo á verða sjúklingar sem enn þurfa umönnun hjúkrunarfólks. Það mun þá líka nýtast aðstandendum sjúklinga. Landspítalinn hefur enn ekki birt rekstrartölur vegna nýja hótelsins og þá hvernig hagræðingin á að verða með því.
Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira