Sjúkrahótel framyfir betri lækningar Linda Blöndal skrifar 26. janúar 2015 20:00 Kolröng forgangsröðun hjá Landspítalanum veldur því að mikilvæg rannsóknartæki verða ekki keypt til landsins, segir Stefán Matthíasson, læknir og formaður Samtaka heilbrigðisfyrirtækja. Stefán gagnrýndi byggingu sjúkrahótels Landspítalans í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Fjögur þúsund fermetra sjúkrahótel mun rísa á lóð spítalans og framkvæmdir hefjast í apríl næstkomandi. Kostnaðurinn er metinn á bilinu 1,5 til 2 milljarðar króna.Á að spara Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra sagði í fréttum Stöðvar 2 í liðinni viku að með nýja sjúkrahótelinu mætti spara spítalanum fjármuni og yrði það verulegur hluti þeirra tveggja milljarða króna sem ætlaður er að sparist við að sjúkrahússtarfsemin færist undir einn hatt. Langt á eftir í krabbameinslækningumSamtök heilbrigðisfyrirtækja eru samtök sjálfstætt starfandi fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu og birti Stefán grein í Morgunblaðinu í dag þar sem hann bendir sérstaklega á meðferðir krabbameinssjúklinga. Hann segir að þeim sé ábótavant og þær langt frá því að vera viðunandi miðað við það sem eðlilegt þykir í nágrannalöndum okkar. „Ég hef ekkert á móti því að byggja sjúkrahótel í sjálfu sér,“ segir Stefán. „Það sem ég er að vekja athygli á er forgangsröðunin í þessum málum. Í dag erum við með ágætlega fínt sjúkrahótel og það er með það eins og margt annað, auðvitað má bæta og laga allt. Málið er að það brenna eldar víðar í heilbrigðiskerfinu eins og allir vita. Eitt dæmi er sláandi og það er að hér á landi er enginn jáeindaskanni eða pet-skann sem er tæki sem er nauðsynlegt í dag og þykir sjálfsagt í öðrum löndum við greiningu og meðferð krabbameina. Ég held að allir geti skilið að það er ekki boðlegt. Þetta ágæta sjúkrahótel getur vel beðið,“ bætir hann við og nefnir að meðferð við heilablóðfalli sé heldur ekki boðleg hér.Lítill hluti af nýjum byggingum LSHByggingin er sex prósent áætlaðs byggingarmagns í nýbyggingum Landspítlans næstu árin. Fjórar byggingar eru á þeim áætlunum, þar á meðal nýji hátæknispítalinn sem nefndur er Meðferðarkjarni. Stefán gagnrýnir að gert sé ráð fyrir því að 35 prósent af hægræðinu af nýjum Landspítala eigi að verða vegna hótelsins. Um 945 milljónir eru eyrnamerktar nýbyggingum spítalans á fjárlögum en opinbert hlutafélag á vegum spítalans, Nýji Landspítalinn, sér um framkvæmdirnar.Ríkisstjórnin með slæma ráðgjafa í byggingarmálum LSH„Nú hefur ríkisstjórnin sett saman metnaðarfulla áætlun um endurnýjun núverandi tækja á Landspítalanum og það er vel,“ segir Stefán. „Hins vegar er það þannig að þeir sem að úthluta fjármagninu fá ráð og ég held og segi með þessu að ráðgjafarnir eru ekki góðir í þessu efni. Ég held að það þurfi að líta til þeirra sem standa fyrir þessum framkvæmdum, meðal annars til þeirra sem stýra Nýja Landspítalanum.“Enn óljóst með rekstrartölur Með sjúkrahótelinu á að stytta legutíma inni á spítalanum og rýma sjúkrarúmin hraðar fyrir veikari sjúklingum. Svo á verða sjúklingar sem enn þurfa umönnun hjúkrunarfólks. Það mun þá líka nýtast aðstandendum sjúklinga. Landspítalinn hefur enn ekki birt rekstrartölur vegna nýja hótelsins og þá hvernig hagræðingin á að verða með því. Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Erlent Fleiri fréttir Dæmigerðar aðstæður „fyrir það þegar fólk verður úti“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Sjá meira
Kolröng forgangsröðun hjá Landspítalanum veldur því að mikilvæg rannsóknartæki verða ekki keypt til landsins, segir Stefán Matthíasson, læknir og formaður Samtaka heilbrigðisfyrirtækja. Stefán gagnrýndi byggingu sjúkrahótels Landspítalans í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Fjögur þúsund fermetra sjúkrahótel mun rísa á lóð spítalans og framkvæmdir hefjast í apríl næstkomandi. Kostnaðurinn er metinn á bilinu 1,5 til 2 milljarðar króna.Á að spara Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra sagði í fréttum Stöðvar 2 í liðinni viku að með nýja sjúkrahótelinu mætti spara spítalanum fjármuni og yrði það verulegur hluti þeirra tveggja milljarða króna sem ætlaður er að sparist við að sjúkrahússtarfsemin færist undir einn hatt. Langt á eftir í krabbameinslækningumSamtök heilbrigðisfyrirtækja eru samtök sjálfstætt starfandi fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu og birti Stefán grein í Morgunblaðinu í dag þar sem hann bendir sérstaklega á meðferðir krabbameinssjúklinga. Hann segir að þeim sé ábótavant og þær langt frá því að vera viðunandi miðað við það sem eðlilegt þykir í nágrannalöndum okkar. „Ég hef ekkert á móti því að byggja sjúkrahótel í sjálfu sér,“ segir Stefán. „Það sem ég er að vekja athygli á er forgangsröðunin í þessum málum. Í dag erum við með ágætlega fínt sjúkrahótel og það er með það eins og margt annað, auðvitað má bæta og laga allt. Málið er að það brenna eldar víðar í heilbrigðiskerfinu eins og allir vita. Eitt dæmi er sláandi og það er að hér á landi er enginn jáeindaskanni eða pet-skann sem er tæki sem er nauðsynlegt í dag og þykir sjálfsagt í öðrum löndum við greiningu og meðferð krabbameina. Ég held að allir geti skilið að það er ekki boðlegt. Þetta ágæta sjúkrahótel getur vel beðið,“ bætir hann við og nefnir að meðferð við heilablóðfalli sé heldur ekki boðleg hér.Lítill hluti af nýjum byggingum LSHByggingin er sex prósent áætlaðs byggingarmagns í nýbyggingum Landspítlans næstu árin. Fjórar byggingar eru á þeim áætlunum, þar á meðal nýji hátæknispítalinn sem nefndur er Meðferðarkjarni. Stefán gagnrýnir að gert sé ráð fyrir því að 35 prósent af hægræðinu af nýjum Landspítala eigi að verða vegna hótelsins. Um 945 milljónir eru eyrnamerktar nýbyggingum spítalans á fjárlögum en opinbert hlutafélag á vegum spítalans, Nýji Landspítalinn, sér um framkvæmdirnar.Ríkisstjórnin með slæma ráðgjafa í byggingarmálum LSH„Nú hefur ríkisstjórnin sett saman metnaðarfulla áætlun um endurnýjun núverandi tækja á Landspítalanum og það er vel,“ segir Stefán. „Hins vegar er það þannig að þeir sem að úthluta fjármagninu fá ráð og ég held og segi með þessu að ráðgjafarnir eru ekki góðir í þessu efni. Ég held að það þurfi að líta til þeirra sem standa fyrir þessum framkvæmdum, meðal annars til þeirra sem stýra Nýja Landspítalanum.“Enn óljóst með rekstrartölur Með sjúkrahótelinu á að stytta legutíma inni á spítalanum og rýma sjúkrarúmin hraðar fyrir veikari sjúklingum. Svo á verða sjúklingar sem enn þurfa umönnun hjúkrunarfólks. Það mun þá líka nýtast aðstandendum sjúklinga. Landspítalinn hefur enn ekki birt rekstrartölur vegna nýja hótelsins og þá hvernig hagræðingin á að verða með því.
Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Erlent Fleiri fréttir Dæmigerðar aðstæður „fyrir það þegar fólk verður úti“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Sjá meira