Sjúkrahótel framyfir betri lækningar Linda Blöndal skrifar 26. janúar 2015 20:00 Kolröng forgangsröðun hjá Landspítalanum veldur því að mikilvæg rannsóknartæki verða ekki keypt til landsins, segir Stefán Matthíasson, læknir og formaður Samtaka heilbrigðisfyrirtækja. Stefán gagnrýndi byggingu sjúkrahótels Landspítalans í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Fjögur þúsund fermetra sjúkrahótel mun rísa á lóð spítalans og framkvæmdir hefjast í apríl næstkomandi. Kostnaðurinn er metinn á bilinu 1,5 til 2 milljarðar króna.Á að spara Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra sagði í fréttum Stöðvar 2 í liðinni viku að með nýja sjúkrahótelinu mætti spara spítalanum fjármuni og yrði það verulegur hluti þeirra tveggja milljarða króna sem ætlaður er að sparist við að sjúkrahússtarfsemin færist undir einn hatt. Langt á eftir í krabbameinslækningumSamtök heilbrigðisfyrirtækja eru samtök sjálfstætt starfandi fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu og birti Stefán grein í Morgunblaðinu í dag þar sem hann bendir sérstaklega á meðferðir krabbameinssjúklinga. Hann segir að þeim sé ábótavant og þær langt frá því að vera viðunandi miðað við það sem eðlilegt þykir í nágrannalöndum okkar. „Ég hef ekkert á móti því að byggja sjúkrahótel í sjálfu sér,“ segir Stefán. „Það sem ég er að vekja athygli á er forgangsröðunin í þessum málum. Í dag erum við með ágætlega fínt sjúkrahótel og það er með það eins og margt annað, auðvitað má bæta og laga allt. Málið er að það brenna eldar víðar í heilbrigðiskerfinu eins og allir vita. Eitt dæmi er sláandi og það er að hér á landi er enginn jáeindaskanni eða pet-skann sem er tæki sem er nauðsynlegt í dag og þykir sjálfsagt í öðrum löndum við greiningu og meðferð krabbameina. Ég held að allir geti skilið að það er ekki boðlegt. Þetta ágæta sjúkrahótel getur vel beðið,“ bætir hann við og nefnir að meðferð við heilablóðfalli sé heldur ekki boðleg hér.Lítill hluti af nýjum byggingum LSHByggingin er sex prósent áætlaðs byggingarmagns í nýbyggingum Landspítlans næstu árin. Fjórar byggingar eru á þeim áætlunum, þar á meðal nýji hátæknispítalinn sem nefndur er Meðferðarkjarni. Stefán gagnrýnir að gert sé ráð fyrir því að 35 prósent af hægræðinu af nýjum Landspítala eigi að verða vegna hótelsins. Um 945 milljónir eru eyrnamerktar nýbyggingum spítalans á fjárlögum en opinbert hlutafélag á vegum spítalans, Nýji Landspítalinn, sér um framkvæmdirnar.Ríkisstjórnin með slæma ráðgjafa í byggingarmálum LSH„Nú hefur ríkisstjórnin sett saman metnaðarfulla áætlun um endurnýjun núverandi tækja á Landspítalanum og það er vel,“ segir Stefán. „Hins vegar er það þannig að þeir sem að úthluta fjármagninu fá ráð og ég held og segi með þessu að ráðgjafarnir eru ekki góðir í þessu efni. Ég held að það þurfi að líta til þeirra sem standa fyrir þessum framkvæmdum, meðal annars til þeirra sem stýra Nýja Landspítalanum.“Enn óljóst með rekstrartölur Með sjúkrahótelinu á að stytta legutíma inni á spítalanum og rýma sjúkrarúmin hraðar fyrir veikari sjúklingum. Svo á verða sjúklingar sem enn þurfa umönnun hjúkrunarfólks. Það mun þá líka nýtast aðstandendum sjúklinga. Landspítalinn hefur enn ekki birt rekstrartölur vegna nýja hótelsins og þá hvernig hagræðingin á að verða með því. Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Sjá meira
Kolröng forgangsröðun hjá Landspítalanum veldur því að mikilvæg rannsóknartæki verða ekki keypt til landsins, segir Stefán Matthíasson, læknir og formaður Samtaka heilbrigðisfyrirtækja. Stefán gagnrýndi byggingu sjúkrahótels Landspítalans í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Fjögur þúsund fermetra sjúkrahótel mun rísa á lóð spítalans og framkvæmdir hefjast í apríl næstkomandi. Kostnaðurinn er metinn á bilinu 1,5 til 2 milljarðar króna.Á að spara Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra sagði í fréttum Stöðvar 2 í liðinni viku að með nýja sjúkrahótelinu mætti spara spítalanum fjármuni og yrði það verulegur hluti þeirra tveggja milljarða króna sem ætlaður er að sparist við að sjúkrahússtarfsemin færist undir einn hatt. Langt á eftir í krabbameinslækningumSamtök heilbrigðisfyrirtækja eru samtök sjálfstætt starfandi fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu og birti Stefán grein í Morgunblaðinu í dag þar sem hann bendir sérstaklega á meðferðir krabbameinssjúklinga. Hann segir að þeim sé ábótavant og þær langt frá því að vera viðunandi miðað við það sem eðlilegt þykir í nágrannalöndum okkar. „Ég hef ekkert á móti því að byggja sjúkrahótel í sjálfu sér,“ segir Stefán. „Það sem ég er að vekja athygli á er forgangsröðunin í þessum málum. Í dag erum við með ágætlega fínt sjúkrahótel og það er með það eins og margt annað, auðvitað má bæta og laga allt. Málið er að það brenna eldar víðar í heilbrigðiskerfinu eins og allir vita. Eitt dæmi er sláandi og það er að hér á landi er enginn jáeindaskanni eða pet-skann sem er tæki sem er nauðsynlegt í dag og þykir sjálfsagt í öðrum löndum við greiningu og meðferð krabbameina. Ég held að allir geti skilið að það er ekki boðlegt. Þetta ágæta sjúkrahótel getur vel beðið,“ bætir hann við og nefnir að meðferð við heilablóðfalli sé heldur ekki boðleg hér.Lítill hluti af nýjum byggingum LSHByggingin er sex prósent áætlaðs byggingarmagns í nýbyggingum Landspítlans næstu árin. Fjórar byggingar eru á þeim áætlunum, þar á meðal nýji hátæknispítalinn sem nefndur er Meðferðarkjarni. Stefán gagnrýnir að gert sé ráð fyrir því að 35 prósent af hægræðinu af nýjum Landspítala eigi að verða vegna hótelsins. Um 945 milljónir eru eyrnamerktar nýbyggingum spítalans á fjárlögum en opinbert hlutafélag á vegum spítalans, Nýji Landspítalinn, sér um framkvæmdirnar.Ríkisstjórnin með slæma ráðgjafa í byggingarmálum LSH„Nú hefur ríkisstjórnin sett saman metnaðarfulla áætlun um endurnýjun núverandi tækja á Landspítalanum og það er vel,“ segir Stefán. „Hins vegar er það þannig að þeir sem að úthluta fjármagninu fá ráð og ég held og segi með þessu að ráðgjafarnir eru ekki góðir í þessu efni. Ég held að það þurfi að líta til þeirra sem standa fyrir þessum framkvæmdum, meðal annars til þeirra sem stýra Nýja Landspítalanum.“Enn óljóst með rekstrartölur Með sjúkrahótelinu á að stytta legutíma inni á spítalanum og rýma sjúkrarúmin hraðar fyrir veikari sjúklingum. Svo á verða sjúklingar sem enn þurfa umönnun hjúkrunarfólks. Það mun þá líka nýtast aðstandendum sjúklinga. Landspítalinn hefur enn ekki birt rekstrartölur vegna nýja hótelsins og þá hvernig hagræðingin á að verða með því.
Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Sjá meira