Bjóða sig fram til stjórnarformanns Bjartrar framtíðar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. janúar 2015 15:51 Margrét Marteinsdóttir og Brynhildur S. Björnsdóttir bjóða sig fram sem stjórnarformanns Bjartrar framtíðar á aukaársfundi flokksins á laugardaginn. Vísir/Vilhelm/Hörður Sveinsson Brynhildur S. Björnsdóttir og Margrét Marteinsdóttir hafa báðar skilað inn framboði til stjórnarformanns Bjartrar framtíðar en aukaársfundur flokksins fer fram í Stúkuhúsinu á Akranesi næstkomandi laugardag frá klukkan 11-15. „Þetta verkefni sem snýst um að breyta pólitíkinni og koma henni á annað stig er eitthvað sem skiptir mig miklu máli,“ segir Brynhildur S. Björnsdóttir, aðspurð um hvers vegna hún bjóði sig fram í embættið. Brynhildur hefur setið í framkvæmdastjórn Bjartrar framtíðar frá stofnun flokksins og er gjaldkeri hans. Hún hefur meðal annars rekið sitt eigið fyrirtæki, starfað við stjórnun og unnið mikið með frumkvöðlum, og langar meðal annars til að tengja pólitíkina betur við atvinnulífið. Brynhildur hefur nokkrum sinnum tekið sæti á þingi fyrir þingmennina Óttar Proppé og Róbert Marshall og hefur því öðlast ágæta innsýn inn í þingstörfin. „Starf stjórnarformanns snýr þó meira að innra starfi flokksins og baklandi hans. Mig langar til að sinna því og halda þeirri hugmyndafræði og þeim gildum sem við byggjum á á lofti innan Bjartrar framtíðar.“ En er mikil kosningabarátta á milli ykkar Margrétar? „Nei, ég held ég geti nú sagt að það sé bara engin kosningabarátta í gangi. Björt framtíð er kannski svolítið öðruvísi en aðrir flokkar að þessu leyti. Hér er bara kærleikur og umhyggja,“ segir Brynhildur.Gaman að tvær konur skuli bjóða sig fram Margrét Marteinsdóttir var frambjóðandi Bjartrar framtíðar í borgarstjórnarkosningunum í vor. „Ég býð mig fram vegna þess að þegar Besti flokkurinn, og síðar Björt framtíð, komu fram fann ég í fyrsta skipti einhverja tengingu við pólitík og að mig langaði að taka þátt. Það hefur ekkert breyst enda mjög góð tilfinning þegar maður finnur þessa tengingu,“ segir Margrét. Hún starfaði um árabil hjá Ríkisútvarpinu sem fréttamaður en hefur nú söðlað um og starfar sem vert á kaffihúsinu Kaffi Vest. Margrét byrjaði að taka þátt í starfi Bjartrar framtíðar í mars í fyrra. „Þá var ég að aðstoða í kosningunum og kynntist persónulega því fólki sem starfar í Bjartri framtíð. Mig langar að kynnast því betur en starf stjórnarformannsins snýst meðal annars um að vera í góðu sambandi við fulltrúa flokksins um land allt.“ Er mikil kosningabarátta á milli ykkar Brynhildar? „Nei, það er það nú ekki. Mér finnst bara ofboðslega gaman að það séu tvær konur að bjóða sig fram sem stjórnarformann flokksins.“ Tengdar fréttir Heiða Kristín kveður stjórnmálin Heiða Kristín Helgadóttir, stjórnarformaður Bjartrar framtíðar, hefur ákveðið láta af stjórnarformennsku í upphafi nýs árs og þar með hvíla dagleg afskipti af stjórnmálum. 15. desember 2014 15:11 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Sjá meira
Brynhildur S. Björnsdóttir og Margrét Marteinsdóttir hafa báðar skilað inn framboði til stjórnarformanns Bjartrar framtíðar en aukaársfundur flokksins fer fram í Stúkuhúsinu á Akranesi næstkomandi laugardag frá klukkan 11-15. „Þetta verkefni sem snýst um að breyta pólitíkinni og koma henni á annað stig er eitthvað sem skiptir mig miklu máli,“ segir Brynhildur S. Björnsdóttir, aðspurð um hvers vegna hún bjóði sig fram í embættið. Brynhildur hefur setið í framkvæmdastjórn Bjartrar framtíðar frá stofnun flokksins og er gjaldkeri hans. Hún hefur meðal annars rekið sitt eigið fyrirtæki, starfað við stjórnun og unnið mikið með frumkvöðlum, og langar meðal annars til að tengja pólitíkina betur við atvinnulífið. Brynhildur hefur nokkrum sinnum tekið sæti á þingi fyrir þingmennina Óttar Proppé og Róbert Marshall og hefur því öðlast ágæta innsýn inn í þingstörfin. „Starf stjórnarformanns snýr þó meira að innra starfi flokksins og baklandi hans. Mig langar til að sinna því og halda þeirri hugmyndafræði og þeim gildum sem við byggjum á á lofti innan Bjartrar framtíðar.“ En er mikil kosningabarátta á milli ykkar Margrétar? „Nei, ég held ég geti nú sagt að það sé bara engin kosningabarátta í gangi. Björt framtíð er kannski svolítið öðruvísi en aðrir flokkar að þessu leyti. Hér er bara kærleikur og umhyggja,“ segir Brynhildur.Gaman að tvær konur skuli bjóða sig fram Margrét Marteinsdóttir var frambjóðandi Bjartrar framtíðar í borgarstjórnarkosningunum í vor. „Ég býð mig fram vegna þess að þegar Besti flokkurinn, og síðar Björt framtíð, komu fram fann ég í fyrsta skipti einhverja tengingu við pólitík og að mig langaði að taka þátt. Það hefur ekkert breyst enda mjög góð tilfinning þegar maður finnur þessa tengingu,“ segir Margrét. Hún starfaði um árabil hjá Ríkisútvarpinu sem fréttamaður en hefur nú söðlað um og starfar sem vert á kaffihúsinu Kaffi Vest. Margrét byrjaði að taka þátt í starfi Bjartrar framtíðar í mars í fyrra. „Þá var ég að aðstoða í kosningunum og kynntist persónulega því fólki sem starfar í Bjartri framtíð. Mig langar að kynnast því betur en starf stjórnarformannsins snýst meðal annars um að vera í góðu sambandi við fulltrúa flokksins um land allt.“ Er mikil kosningabarátta á milli ykkar Brynhildar? „Nei, það er það nú ekki. Mér finnst bara ofboðslega gaman að það séu tvær konur að bjóða sig fram sem stjórnarformann flokksins.“
Tengdar fréttir Heiða Kristín kveður stjórnmálin Heiða Kristín Helgadóttir, stjórnarformaður Bjartrar framtíðar, hefur ákveðið láta af stjórnarformennsku í upphafi nýs árs og þar með hvíla dagleg afskipti af stjórnmálum. 15. desember 2014 15:11 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Sjá meira
Heiða Kristín kveður stjórnmálin Heiða Kristín Helgadóttir, stjórnarformaður Bjartrar framtíðar, hefur ákveðið láta af stjórnarformennsku í upphafi nýs árs og þar með hvíla dagleg afskipti af stjórnmálum. 15. desember 2014 15:11