Aðstoðarlögreglustjóri segir niðurstöðu Hæstaréttar mikil vonbrigði Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 27. janúar 2015 18:37 Alda Hrönn Jóhannsdóttir, aðstoðarlögreglustjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segist ekki sammála niðurstöðu Hæstaréttar sem felldi úr gildi nálgunarbann lögreglu á sambýlismann Juliane Ferguson sem Héraðsdómur hafði áður staðfest. Hún segir að löggjafarvaldið verði að grípa boltann ef lögin nái ekki þeim tilgangi sem til er ætlast. Stöð 2 talaði í gær við Juliane Ferguson, sem hefur dvalið í Kvennaathvarfinu frá því í nóvember, en hún hefur kært sambýlismann sinn fyrir líkamsárás sem átti sér stað í júlí. Þau deila um forræði tevggja ára dóttur sinnar og íbúð sem er á hennar nafni. Í janúar sendi maðurinn síðan kynlífsmyndband og nektarmyndir til vinnufélaga Juliane. Heimilt er að beita nálgunarbanni ef rökstuddur grunur er um að sakborningur hafi framið refsivert brot eða raskað á annan hátt friði brotaþola. Þrátt fyrir það felldi Hæstiréttur úr gildi nálgunarbann lögreglu á manninn, þótt rökstuddur grunur sé um líkamlegt ofbeldi og hann hafi játað að hafa sent vinnufélögum konunnar kynlífsmyndband og nektarmyndir af konunni. Hæstiréttur telur of langt liðið frá ofbeldinu. Þá segir í dómnum að nálgunarbann gæti ekki komið í veg fyrir slíkt þótt það sé gróft brot á friðhelgi einkalífs. Alda Hrönn segist telja að Hæstiréttur beiti meðalhófsreglunni þolandanum í óhag, ekki síst með tilliti til þess að heimilisofbeldismál séu mjög tilfinningaþrungin og sjaldan alveg klippt og skorin. Tengdar fréttir Dreifði kynlífsmyndböndum af barnsmóður sinni meðan hún dvaldi í Kvennaathvarfinu Hæstiréttur hefur fellt úr gildi nálgunarbann yfir sambýlismanni Juliane Ferguson. Hún segist óttast skilaboð til annarra kvenna sem felist í dómnum. 26. janúar 2015 19:27 Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Sjá meira
Alda Hrönn Jóhannsdóttir, aðstoðarlögreglustjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segist ekki sammála niðurstöðu Hæstaréttar sem felldi úr gildi nálgunarbann lögreglu á sambýlismann Juliane Ferguson sem Héraðsdómur hafði áður staðfest. Hún segir að löggjafarvaldið verði að grípa boltann ef lögin nái ekki þeim tilgangi sem til er ætlast. Stöð 2 talaði í gær við Juliane Ferguson, sem hefur dvalið í Kvennaathvarfinu frá því í nóvember, en hún hefur kært sambýlismann sinn fyrir líkamsárás sem átti sér stað í júlí. Þau deila um forræði tevggja ára dóttur sinnar og íbúð sem er á hennar nafni. Í janúar sendi maðurinn síðan kynlífsmyndband og nektarmyndir til vinnufélaga Juliane. Heimilt er að beita nálgunarbanni ef rökstuddur grunur er um að sakborningur hafi framið refsivert brot eða raskað á annan hátt friði brotaþola. Þrátt fyrir það felldi Hæstiréttur úr gildi nálgunarbann lögreglu á manninn, þótt rökstuddur grunur sé um líkamlegt ofbeldi og hann hafi játað að hafa sent vinnufélögum konunnar kynlífsmyndband og nektarmyndir af konunni. Hæstiréttur telur of langt liðið frá ofbeldinu. Þá segir í dómnum að nálgunarbann gæti ekki komið í veg fyrir slíkt þótt það sé gróft brot á friðhelgi einkalífs. Alda Hrönn segist telja að Hæstiréttur beiti meðalhófsreglunni þolandanum í óhag, ekki síst með tilliti til þess að heimilisofbeldismál séu mjög tilfinningaþrungin og sjaldan alveg klippt og skorin.
Tengdar fréttir Dreifði kynlífsmyndböndum af barnsmóður sinni meðan hún dvaldi í Kvennaathvarfinu Hæstiréttur hefur fellt úr gildi nálgunarbann yfir sambýlismanni Juliane Ferguson. Hún segist óttast skilaboð til annarra kvenna sem felist í dómnum. 26. janúar 2015 19:27 Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Sjá meira
Dreifði kynlífsmyndböndum af barnsmóður sinni meðan hún dvaldi í Kvennaathvarfinu Hæstiréttur hefur fellt úr gildi nálgunarbann yfir sambýlismanni Juliane Ferguson. Hún segist óttast skilaboð til annarra kvenna sem felist í dómnum. 26. janúar 2015 19:27