Dreifði kynlífsmyndböndum af barnsmóður sinni meðan hún dvaldi í Kvennaathvarfinu Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 26. janúar 2015 19:27 "Það var verið að gera hann að fórnarlambi í málinu,“ segir Juliane Ferguson. Vísir/Getty/Stöð 2 „Úrskurðurinn var reiðarslag, það var verið að gera hann að fórnarlambi í málinu,“ segir Juliane Ferguson en Hæstiréttur hefur fellt úr gildi nálgunarbann yfir sambýlismanni Juliane sem dreifði kynlífsmyndböndum til vinnufélaga hennar á meðan hún dvaldi í Kvennaathvarfinu. „Hann hefur meiri réttindi en fórnarlambið, nú getur hann haldið óáreittur áfram að senda mér skilaboð og áreita mig.“ Juliane Ferguson hefur dvalið í Kvennaathvarfinu frá því í nóvember. Sambýlismaður hennar býr í íbúð sem hún á ein og sjálf og hefur forræði yfir tveggja ára dóttur þeirra. „Hann er að áreita mig meðan hún er hjá honum. Það eru ekki góðar aðstæður fyrir barn,“ segir Juliane og bætir við að barnaverndaryfirvöld þurfi að svara fyrir afskiptaleysi sitt í málinu. Þá hafa tvö eldri börn hennar, sem hún á með öðrum, þurft að dvelja hjá föður sínum vegna málsins enda á móðir þeirra ekki afturkvæmt á heimili þeirra meðan maðurinn dvelur þar. Urðu þau vitni að ofbeldi á heimilinu. Lögreglan hefur ekki lokið við að rannsaka kæru Juliane á hendur manninum fyrir líkamsárás í júlí, en hún var lögð fram í október. Lögreglan hafði hvatt hana til að bíða með aðrar aðgerðir til að endurheimta íbúð sína þar sem til greina kæmi að bera manninn út. Saksóknari lögreglu hafnaði þeirri leið hinsvegar áður en hún kom til kasta dómstóla. Maðurinn sendi nýlega kynlífsmyndband og nektarmyndir af Juliane til vinnufélaga hennar en að mati Hæstaréttar kæmi nálgunarbann ekki sjálfkrafa í veg fyrir slíkt og því taldi rétturinn ekki hægt að staðfesta nálgunarbannið, þótt hann hefði játað að hafa dreift myndbandinu og ljósmyndunum. Þá er of langt liðið frá líkamsárásinni að mati dómsins til að hún réttlæti nálgunarbann. Juliane segist óttast skilaboðin til annarra kvenna í sömu stöðu sem felist í þessum viðbrögðum. „Það er nógu skelfilegt og erfitt að taka skrefið út úr slíkum samböndum, að yfirgefa heimili sitt, án þess að hafa hugmynd um hvað tekur við, án þess að það bætist við að einskis sé að vænta frá lögreglu og dómskerfinu,“ segir hún. „Það verður til þess að konur hreinlega gefast upp.“ Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Fleiri fréttir Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Sjá meira
„Úrskurðurinn var reiðarslag, það var verið að gera hann að fórnarlambi í málinu,“ segir Juliane Ferguson en Hæstiréttur hefur fellt úr gildi nálgunarbann yfir sambýlismanni Juliane sem dreifði kynlífsmyndböndum til vinnufélaga hennar á meðan hún dvaldi í Kvennaathvarfinu. „Hann hefur meiri réttindi en fórnarlambið, nú getur hann haldið óáreittur áfram að senda mér skilaboð og áreita mig.“ Juliane Ferguson hefur dvalið í Kvennaathvarfinu frá því í nóvember. Sambýlismaður hennar býr í íbúð sem hún á ein og sjálf og hefur forræði yfir tveggja ára dóttur þeirra. „Hann er að áreita mig meðan hún er hjá honum. Það eru ekki góðar aðstæður fyrir barn,“ segir Juliane og bætir við að barnaverndaryfirvöld þurfi að svara fyrir afskiptaleysi sitt í málinu. Þá hafa tvö eldri börn hennar, sem hún á með öðrum, þurft að dvelja hjá föður sínum vegna málsins enda á móðir þeirra ekki afturkvæmt á heimili þeirra meðan maðurinn dvelur þar. Urðu þau vitni að ofbeldi á heimilinu. Lögreglan hefur ekki lokið við að rannsaka kæru Juliane á hendur manninum fyrir líkamsárás í júlí, en hún var lögð fram í október. Lögreglan hafði hvatt hana til að bíða með aðrar aðgerðir til að endurheimta íbúð sína þar sem til greina kæmi að bera manninn út. Saksóknari lögreglu hafnaði þeirri leið hinsvegar áður en hún kom til kasta dómstóla. Maðurinn sendi nýlega kynlífsmyndband og nektarmyndir af Juliane til vinnufélaga hennar en að mati Hæstaréttar kæmi nálgunarbann ekki sjálfkrafa í veg fyrir slíkt og því taldi rétturinn ekki hægt að staðfesta nálgunarbannið, þótt hann hefði játað að hafa dreift myndbandinu og ljósmyndunum. Þá er of langt liðið frá líkamsárásinni að mati dómsins til að hún réttlæti nálgunarbann. Juliane segist óttast skilaboðin til annarra kvenna í sömu stöðu sem felist í þessum viðbrögðum. „Það er nógu skelfilegt og erfitt að taka skrefið út úr slíkum samböndum, að yfirgefa heimili sitt, án þess að hafa hugmynd um hvað tekur við, án þess að það bætist við að einskis sé að vænta frá lögreglu og dómskerfinu,“ segir hún. „Það verður til þess að konur hreinlega gefast upp.“
Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Fleiri fréttir Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Sjá meira