Vill að fólk fái að deyja á eigin forsendum Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 29. janúar 2015 19:38 "Þetta er eitthvað sem við viljum ekkert ræða dagsdaglega á meðan við erum dauðleg. Svo gerist eitthvað og við verðum dauðleg,“ segir Þórlaug. „Ég var útskrifuð öfugu megin af líknardeild en var í marga mánuði deyjandi og þurfti þá að ganga í gegnum það sem deyjandi fólk gengur í gegnum. Það er mjög skrítinn veruleiki sem ég mæli nú ekkert sérlega með. En það er hægt að læra af því og eitt af því sem mig langar að ræða.“ Þetta segir Þórlaug Ágústsdóttir sem háð hefur stranga baráttu við krabbamein. Hún greindist með krabbamein árið 2010 en árið 2012 fékk hún þær fregnir að meinið væri ólæknandi og að hún væri dauðvona. Það var svo árið 2013 sem hún fékk þær upplýsingar að hún væri laus við krabbameinið. Siðmennt hélt í dag málþing um líknardauða þar sem málið var rætt bæði út frá sjónarhorni heimspekinnar og út frá upplifun aðstandenda þeirra sem dáið hafa líknardauða. Þórlaug fagnar framtakinu, en hún ræddi málið í þættinum Reykjavík síðdegis í dag. „Þetta er eitthvað sem við viljum ekkert ræða dagsdaglega á meðan við erum dauðleg. Svo gerist eitthvað og við verðum dauðleg, eða einhver í kringum okkur verður dauðlegur, og við þurfum að fara að taka ákvörðun,“ segir Þórlaug.Varnagla þurfi svo líknardauði verði raunhæfur kostur Þórlaug segir umræðuna mikilvæga, því allir eigi rétt á eigin lífi – og eigin dauða. „Ef þú ert dauðvona á annað borð eða ástandið þannig að þú ert kannski fangi í eigin líkama, og þessi mannlega upplifun, það að vera maður og eiga samskipti við aðra og geta tjáð sig. Ef þetta er komið í hættu þá finnst mér að hver einasta manneskja eigi að fá að segja til um það hvort henni finnist lífi þess virði og að já, lifa því lengur ef dauðinn er óumflýjanlegur og handan við hornið og kannski ekkert nema þjáningar í millitíðinni.“ Þá segir hún að vissulega sé hætta á misnotkun en að gríðarlega marga varnagla þurfi svo líknardauði verði raunhæfur kostur. „Mér finnst þetta vera eitthvað sem við þurfum að ræða og hafa ferli utan um þannig að það sé ekki hægt að leggja þrýsting á sjúkling sem er orðinn fyrir þannig að þetta sé ákvörðun sem fólk fær að taka á sínum eigin forsendum og að menn geti fengið að deyja þegar lífið er orðið þannig að það er ekki þess virði að lifa því lengi. Út af sársauka eða öðru,“ segir Þórlaug.Dauðaferlinu stjórnað „Við erum bara að stjórna dauðaferlinu þannig að það sé eins þolanlegt og hægt er. Niðurstaðan er sú sama. Við erum ekki að tala um það að þunglyndir fari og fái aðstoð. Við erum að tala raunverulega deyjandi fólk eða fólk sem hefur ekki úrræði.“ Sjálf tók hún umræðuna við börnin sín og sína nánustu, en hún á tvo drengi, níu og ellefu ára. Umræðan sé nauðsynleg en að mikilvægast sé að njóta hverrar einustu mínútu sem eftir sé. „Það er furðulegt að vera búinn að taka þessa umræðu við börnin sín en það verður þó að gera það til að sýna að það er öryggi til staðar.“Skipulagði kistulagninguna Þórlaug segir að á tímapunkti hafi hún verið farin að skipuleggja dauða sinn, meðal annars kistulagninguna sína. „Ég veit þetta hljómar absúrd að vera að ræða þetta. Að vera ekki „súisædal“ en samt reyna að skipuleggja sinn dauða eins vel og hægt er. Og það er ótrúlega erfitt að gera það upp á eigin spítur.“ Viðtalið við Þórlaugu má heyra í spilaranum hér fyrir neðan. Tengdar fréttir Líst illa á að læknar aðstoði við sjálfsvíg Forstöðumaður Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands telur að Íslendingar þurfi að fara mjög varlega áður en líknardauði verði lögleiddur hér á landi. Ekki sé æskilegt að fara þá leið að lögleiða aðstoð við sjálfsvíg. 20. maí 2014 20:00 Ólíklegt að Íslendingar lögleiði líknardauða Sérfræðingur í hjúkrun aldraðra telur ólíklegt að Íslendingar geti vegna smæðar sinnar lögleitt líknardauða. Hún fagnar umræðunni en telur líklegra að Íslendingar feti þá leið að læknar skrifi upp á lyf sem hjálpi einstaklingum að fremja sjálfsmorð. 19. maí 2014 20:00 Mest lesið Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Fleiri fréttir Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Sjá meira
„Ég var útskrifuð öfugu megin af líknardeild en var í marga mánuði deyjandi og þurfti þá að ganga í gegnum það sem deyjandi fólk gengur í gegnum. Það er mjög skrítinn veruleiki sem ég mæli nú ekkert sérlega með. En það er hægt að læra af því og eitt af því sem mig langar að ræða.“ Þetta segir Þórlaug Ágústsdóttir sem háð hefur stranga baráttu við krabbamein. Hún greindist með krabbamein árið 2010 en árið 2012 fékk hún þær fregnir að meinið væri ólæknandi og að hún væri dauðvona. Það var svo árið 2013 sem hún fékk þær upplýsingar að hún væri laus við krabbameinið. Siðmennt hélt í dag málþing um líknardauða þar sem málið var rætt bæði út frá sjónarhorni heimspekinnar og út frá upplifun aðstandenda þeirra sem dáið hafa líknardauða. Þórlaug fagnar framtakinu, en hún ræddi málið í þættinum Reykjavík síðdegis í dag. „Þetta er eitthvað sem við viljum ekkert ræða dagsdaglega á meðan við erum dauðleg. Svo gerist eitthvað og við verðum dauðleg, eða einhver í kringum okkur verður dauðlegur, og við þurfum að fara að taka ákvörðun,“ segir Þórlaug.Varnagla þurfi svo líknardauði verði raunhæfur kostur Þórlaug segir umræðuna mikilvæga, því allir eigi rétt á eigin lífi – og eigin dauða. „Ef þú ert dauðvona á annað borð eða ástandið þannig að þú ert kannski fangi í eigin líkama, og þessi mannlega upplifun, það að vera maður og eiga samskipti við aðra og geta tjáð sig. Ef þetta er komið í hættu þá finnst mér að hver einasta manneskja eigi að fá að segja til um það hvort henni finnist lífi þess virði og að já, lifa því lengur ef dauðinn er óumflýjanlegur og handan við hornið og kannski ekkert nema þjáningar í millitíðinni.“ Þá segir hún að vissulega sé hætta á misnotkun en að gríðarlega marga varnagla þurfi svo líknardauði verði raunhæfur kostur. „Mér finnst þetta vera eitthvað sem við þurfum að ræða og hafa ferli utan um þannig að það sé ekki hægt að leggja þrýsting á sjúkling sem er orðinn fyrir þannig að þetta sé ákvörðun sem fólk fær að taka á sínum eigin forsendum og að menn geti fengið að deyja þegar lífið er orðið þannig að það er ekki þess virði að lifa því lengi. Út af sársauka eða öðru,“ segir Þórlaug.Dauðaferlinu stjórnað „Við erum bara að stjórna dauðaferlinu þannig að það sé eins þolanlegt og hægt er. Niðurstaðan er sú sama. Við erum ekki að tala um það að þunglyndir fari og fái aðstoð. Við erum að tala raunverulega deyjandi fólk eða fólk sem hefur ekki úrræði.“ Sjálf tók hún umræðuna við börnin sín og sína nánustu, en hún á tvo drengi, níu og ellefu ára. Umræðan sé nauðsynleg en að mikilvægast sé að njóta hverrar einustu mínútu sem eftir sé. „Það er furðulegt að vera búinn að taka þessa umræðu við börnin sín en það verður þó að gera það til að sýna að það er öryggi til staðar.“Skipulagði kistulagninguna Þórlaug segir að á tímapunkti hafi hún verið farin að skipuleggja dauða sinn, meðal annars kistulagninguna sína. „Ég veit þetta hljómar absúrd að vera að ræða þetta. Að vera ekki „súisædal“ en samt reyna að skipuleggja sinn dauða eins vel og hægt er. Og það er ótrúlega erfitt að gera það upp á eigin spítur.“ Viðtalið við Þórlaugu má heyra í spilaranum hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir Líst illa á að læknar aðstoði við sjálfsvíg Forstöðumaður Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands telur að Íslendingar þurfi að fara mjög varlega áður en líknardauði verði lögleiddur hér á landi. Ekki sé æskilegt að fara þá leið að lögleiða aðstoð við sjálfsvíg. 20. maí 2014 20:00 Ólíklegt að Íslendingar lögleiði líknardauða Sérfræðingur í hjúkrun aldraðra telur ólíklegt að Íslendingar geti vegna smæðar sinnar lögleitt líknardauða. Hún fagnar umræðunni en telur líklegra að Íslendingar feti þá leið að læknar skrifi upp á lyf sem hjálpi einstaklingum að fremja sjálfsmorð. 19. maí 2014 20:00 Mest lesið Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Fleiri fréttir Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Sjá meira
Líst illa á að læknar aðstoði við sjálfsvíg Forstöðumaður Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands telur að Íslendingar þurfi að fara mjög varlega áður en líknardauði verði lögleiddur hér á landi. Ekki sé æskilegt að fara þá leið að lögleiða aðstoð við sjálfsvíg. 20. maí 2014 20:00
Ólíklegt að Íslendingar lögleiði líknardauða Sérfræðingur í hjúkrun aldraðra telur ólíklegt að Íslendingar geti vegna smæðar sinnar lögleitt líknardauða. Hún fagnar umræðunni en telur líklegra að Íslendingar feti þá leið að læknar skrifi upp á lyf sem hjálpi einstaklingum að fremja sjálfsmorð. 19. maí 2014 20:00
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu