Karlar ræða konur á rakarastofunni Heimir Már Pétursson skrifar 10. janúar 2015 21:04 Utanríkisráðherra segir nauðsynlegt að breyta staðalímynd karla á konum og vinna gegn kynbundnu ofbeldi gagnvart konum um allan heim. Í næstu viku hefst tveggja daga rakarastofuráðstefna hjá Sameinuðu þjóðunum á vegum íslenskra stjórnvalda um þessi mál. Það vakti mikla athygli víða um heim þegar utanríkisráðherra greindi frá því á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í september í fyrra að Íslendingar ætluðu að boða til svo kallaðrar rakarastofuráðstefnu hjá Sameinuðu þjóðunum nú í janúar, þar sem karlar kæmu saman til að ræða málefni kvenna og ofbeldi gegn þeim. En Sameinuðu þjóðirnar halda upp á það í ár með alls konar hætti að tuttugu ár eru liðin frá kvennaráðstefnu samtakanna í Peking. Jafnréttismál eru stór hluti af utanríkismálastefnu Íslands og með rakarastofuráðstefnunni í New York í næstu viku er reynt að fá karlmenn til að axla ábyrgð í þessum efnum m.a. hvað varðar kynbundið ofbeldi. Íslenska utanríkisþjónustan hefur m.a. stutt átak leikkonunnar Emmu Whatson, He for She dyggilega og óvíða hafa jafn margir karlmenn skrifað undir þá áskorun á Netinu og hér á landi. Að því tilefni komu karlar í utanríkisráðuneytinu saman í dag til að minna á það átak og rakarastofuráðstefnuna sem hefst í New York á miðvikudag. Eitt markmiða ráðstefnunnar er að ná til karla sem starfa hjá Sameinuðu þjóðunum bæði sem embættismenn og starfsmenn. „Bæði það og líka að þarna eru fulltrúar langflestra þjóða heimsins og við vonumst að sjálfsögðu til þess að þeir dreifi þessum boðskap til sinna höfuðborga og landa. Þannig að þetta verkefni smiti út frá sér. Það er okkar von að það takist vel,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra. Fjölmargir virtir sérfræðingar í málefnum kvenna og ofbeldis gegn þeim víða um heim taka þátt í ráðstefnunni og ávarp frá Vigdísi Finnbogadóttur verður spilað í upphafi hennar. Gunnar Bragi segir karla verða að taka þennan málaflokk til sín enda séu þeir nær alltaf gerendur í ofbeldi gagnvart konum. „Og við viljum að karlmenn setjist niður og velti því fyrir sér; er þetta í lagi? Verðum við ekki að hugsa þetta upp á nýtt? Við þurfum að breyta staðalímyndunum sem eru til umræðu einmitt inn á rakarastofum eða í búningsherbergi einhvers staðar um konur. Við þurfum að breyta þessum hugsanahætti og þetta er þáttur okkar í því,“ segir Gunnar Bragi. Hann sagði jafnréttismál samofin öllum störfum ráðuneytisins. Ísland styddi jafnrétti á öllum sviðum, þar með réttindi kvenna og minnihlutahópa og málflutningur Íslands á vettvangi Sameinuðu þjóðanna t.d. vekti athygli. Alþingi Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður Sjá meira
Utanríkisráðherra segir nauðsynlegt að breyta staðalímynd karla á konum og vinna gegn kynbundnu ofbeldi gagnvart konum um allan heim. Í næstu viku hefst tveggja daga rakarastofuráðstefna hjá Sameinuðu þjóðunum á vegum íslenskra stjórnvalda um þessi mál. Það vakti mikla athygli víða um heim þegar utanríkisráðherra greindi frá því á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í september í fyrra að Íslendingar ætluðu að boða til svo kallaðrar rakarastofuráðstefnu hjá Sameinuðu þjóðunum nú í janúar, þar sem karlar kæmu saman til að ræða málefni kvenna og ofbeldi gegn þeim. En Sameinuðu þjóðirnar halda upp á það í ár með alls konar hætti að tuttugu ár eru liðin frá kvennaráðstefnu samtakanna í Peking. Jafnréttismál eru stór hluti af utanríkismálastefnu Íslands og með rakarastofuráðstefnunni í New York í næstu viku er reynt að fá karlmenn til að axla ábyrgð í þessum efnum m.a. hvað varðar kynbundið ofbeldi. Íslenska utanríkisþjónustan hefur m.a. stutt átak leikkonunnar Emmu Whatson, He for She dyggilega og óvíða hafa jafn margir karlmenn skrifað undir þá áskorun á Netinu og hér á landi. Að því tilefni komu karlar í utanríkisráðuneytinu saman í dag til að minna á það átak og rakarastofuráðstefnuna sem hefst í New York á miðvikudag. Eitt markmiða ráðstefnunnar er að ná til karla sem starfa hjá Sameinuðu þjóðunum bæði sem embættismenn og starfsmenn. „Bæði það og líka að þarna eru fulltrúar langflestra þjóða heimsins og við vonumst að sjálfsögðu til þess að þeir dreifi þessum boðskap til sinna höfuðborga og landa. Þannig að þetta verkefni smiti út frá sér. Það er okkar von að það takist vel,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra. Fjölmargir virtir sérfræðingar í málefnum kvenna og ofbeldis gegn þeim víða um heim taka þátt í ráðstefnunni og ávarp frá Vigdísi Finnbogadóttur verður spilað í upphafi hennar. Gunnar Bragi segir karla verða að taka þennan málaflokk til sín enda séu þeir nær alltaf gerendur í ofbeldi gagnvart konum. „Og við viljum að karlmenn setjist niður og velti því fyrir sér; er þetta í lagi? Verðum við ekki að hugsa þetta upp á nýtt? Við þurfum að breyta staðalímyndunum sem eru til umræðu einmitt inn á rakarastofum eða í búningsherbergi einhvers staðar um konur. Við þurfum að breyta þessum hugsanahætti og þetta er þáttur okkar í því,“ segir Gunnar Bragi. Hann sagði jafnréttismál samofin öllum störfum ráðuneytisins. Ísland styddi jafnrétti á öllum sviðum, þar með réttindi kvenna og minnihlutahópa og málflutningur Íslands á vettvangi Sameinuðu þjóðanna t.d. vekti athygli.
Alþingi Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður Sjá meira