Karlar ræða konur á rakarastofunni Heimir Már Pétursson skrifar 10. janúar 2015 21:04 Utanríkisráðherra segir nauðsynlegt að breyta staðalímynd karla á konum og vinna gegn kynbundnu ofbeldi gagnvart konum um allan heim. Í næstu viku hefst tveggja daga rakarastofuráðstefna hjá Sameinuðu þjóðunum á vegum íslenskra stjórnvalda um þessi mál. Það vakti mikla athygli víða um heim þegar utanríkisráðherra greindi frá því á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í september í fyrra að Íslendingar ætluðu að boða til svo kallaðrar rakarastofuráðstefnu hjá Sameinuðu þjóðunum nú í janúar, þar sem karlar kæmu saman til að ræða málefni kvenna og ofbeldi gegn þeim. En Sameinuðu þjóðirnar halda upp á það í ár með alls konar hætti að tuttugu ár eru liðin frá kvennaráðstefnu samtakanna í Peking. Jafnréttismál eru stór hluti af utanríkismálastefnu Íslands og með rakarastofuráðstefnunni í New York í næstu viku er reynt að fá karlmenn til að axla ábyrgð í þessum efnum m.a. hvað varðar kynbundið ofbeldi. Íslenska utanríkisþjónustan hefur m.a. stutt átak leikkonunnar Emmu Whatson, He for She dyggilega og óvíða hafa jafn margir karlmenn skrifað undir þá áskorun á Netinu og hér á landi. Að því tilefni komu karlar í utanríkisráðuneytinu saman í dag til að minna á það átak og rakarastofuráðstefnuna sem hefst í New York á miðvikudag. Eitt markmiða ráðstefnunnar er að ná til karla sem starfa hjá Sameinuðu þjóðunum bæði sem embættismenn og starfsmenn. „Bæði það og líka að þarna eru fulltrúar langflestra þjóða heimsins og við vonumst að sjálfsögðu til þess að þeir dreifi þessum boðskap til sinna höfuðborga og landa. Þannig að þetta verkefni smiti út frá sér. Það er okkar von að það takist vel,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra. Fjölmargir virtir sérfræðingar í málefnum kvenna og ofbeldis gegn þeim víða um heim taka þátt í ráðstefnunni og ávarp frá Vigdísi Finnbogadóttur verður spilað í upphafi hennar. Gunnar Bragi segir karla verða að taka þennan málaflokk til sín enda séu þeir nær alltaf gerendur í ofbeldi gagnvart konum. „Og við viljum að karlmenn setjist niður og velti því fyrir sér; er þetta í lagi? Verðum við ekki að hugsa þetta upp á nýtt? Við þurfum að breyta staðalímyndunum sem eru til umræðu einmitt inn á rakarastofum eða í búningsherbergi einhvers staðar um konur. Við þurfum að breyta þessum hugsanahætti og þetta er þáttur okkar í því,“ segir Gunnar Bragi. Hann sagði jafnréttismál samofin öllum störfum ráðuneytisins. Ísland styddi jafnrétti á öllum sviðum, þar með réttindi kvenna og minnihlutahópa og málflutningur Íslands á vettvangi Sameinuðu þjóðanna t.d. vekti athygli. Alþingi Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Utanríkisráðherra segir nauðsynlegt að breyta staðalímynd karla á konum og vinna gegn kynbundnu ofbeldi gagnvart konum um allan heim. Í næstu viku hefst tveggja daga rakarastofuráðstefna hjá Sameinuðu þjóðunum á vegum íslenskra stjórnvalda um þessi mál. Það vakti mikla athygli víða um heim þegar utanríkisráðherra greindi frá því á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í september í fyrra að Íslendingar ætluðu að boða til svo kallaðrar rakarastofuráðstefnu hjá Sameinuðu þjóðunum nú í janúar, þar sem karlar kæmu saman til að ræða málefni kvenna og ofbeldi gegn þeim. En Sameinuðu þjóðirnar halda upp á það í ár með alls konar hætti að tuttugu ár eru liðin frá kvennaráðstefnu samtakanna í Peking. Jafnréttismál eru stór hluti af utanríkismálastefnu Íslands og með rakarastofuráðstefnunni í New York í næstu viku er reynt að fá karlmenn til að axla ábyrgð í þessum efnum m.a. hvað varðar kynbundið ofbeldi. Íslenska utanríkisþjónustan hefur m.a. stutt átak leikkonunnar Emmu Whatson, He for She dyggilega og óvíða hafa jafn margir karlmenn skrifað undir þá áskorun á Netinu og hér á landi. Að því tilefni komu karlar í utanríkisráðuneytinu saman í dag til að minna á það átak og rakarastofuráðstefnuna sem hefst í New York á miðvikudag. Eitt markmiða ráðstefnunnar er að ná til karla sem starfa hjá Sameinuðu þjóðunum bæði sem embættismenn og starfsmenn. „Bæði það og líka að þarna eru fulltrúar langflestra þjóða heimsins og við vonumst að sjálfsögðu til þess að þeir dreifi þessum boðskap til sinna höfuðborga og landa. Þannig að þetta verkefni smiti út frá sér. Það er okkar von að það takist vel,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra. Fjölmargir virtir sérfræðingar í málefnum kvenna og ofbeldis gegn þeim víða um heim taka þátt í ráðstefnunni og ávarp frá Vigdísi Finnbogadóttur verður spilað í upphafi hennar. Gunnar Bragi segir karla verða að taka þennan málaflokk til sín enda séu þeir nær alltaf gerendur í ofbeldi gagnvart konum. „Og við viljum að karlmenn setjist niður og velti því fyrir sér; er þetta í lagi? Verðum við ekki að hugsa þetta upp á nýtt? Við þurfum að breyta staðalímyndunum sem eru til umræðu einmitt inn á rakarastofum eða í búningsherbergi einhvers staðar um konur. Við þurfum að breyta þessum hugsanahætti og þetta er þáttur okkar í því,“ segir Gunnar Bragi. Hann sagði jafnréttismál samofin öllum störfum ráðuneytisins. Ísland styddi jafnrétti á öllum sviðum, þar með réttindi kvenna og minnihlutahópa og málflutningur Íslands á vettvangi Sameinuðu þjóðanna t.d. vekti athygli.
Alþingi Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira