Innlent

Tæplega helmingi þjóðarinnar fannst Skaupið slakt

Stefán Árni Pálsson skrifar
Vinsældir skaupsins 2014 voru  svipaðar og vinsældir Skaupsins 2012.
Vinsældir skaupsins 2014 voru svipaðar og vinsældir Skaupsins 2012. mynd/skjáskot af vef RÚV
MMR kannaði á dögunum hvað almenningi fannst um Áramótaskaupið 2014. Ólíkt skaupinu í fyrra naut skaupið í ár lítilla vinsælda.

Vinsældir skaupsins 2014 voru  svipaðar og vinsældir Skaupsins 2012. Af þeim sem tóku afstöðu nú sögðust 34,9% að þeim hafi þótt Áramótaskaupið í ár vera gott, borið saman við 81,3% í fyrra, 33,2% árið 2012 og 64,8% árið 2011. 

Munur á viðhorfi til Skaupsins eftir kyni og stjórnmálaskoðunum.

Samkvæmt könnuninni var nokkur munur á viðhorfi fólks til Skaupsins eftir kyni og stjórnmálaskoðunum. Fleiri konum en körlum þótti Skaupið vera gott. Af þeim konum sem tóku þátt sögðu 42,0% Skaupið hafa verið gott, borið saman við 28,6% karla.

Þeir sem studdu Framsóknar- eða Sjálfstæðisflokkinn voru síður ánægðir með Skaupið í ár en stuðningsfólk annarra flokka. Af þeim sem studdu Framsóknarflokkinn og tóku afstöðu sögðu 10,4% Skaupið hafa verið gott og 16,7% þeirra sem studdu Sjálfstæðisflokkinn sögðu Skaupið hafa verið gott.

Til samanburðar sögðu 66,4% þeirra sem studdu Vinstri-græn að Skaupið hafi verið gott, 56,0% pírata þótti skaupið gott, 52,2% samfylkingarfólks þótti Skaupið gott og 42,6% stuðningsfólks Bjartrar framtíðar þótti skaupið gott.

Spurt var: „Hvernig fannst þér Áramótaskaupið 2014?“ Svarmöguleikar voru: „Mjög slakt“, „Frekar slakt“, „Bæði og“, „Frekar gott“, „Mjög gott“, „Ég horfði ekki á Áramótaskaupið“ og „Veit ekki/vil ekki svara“.  Samtals tóku 96,4% afstöðu (aðrir svöruðu „Veit ekki/vil ekki svara“ eða „Ég horfði ekki á Áramótaskaupið“).

mynd/mmr
mynd/mmr

Tengdar fréttir

Þetta fannst mér um skaupið

Ég andaði léttar þegar það var samið við lækna enda vil ég að þeir séu með frábær laun og stórkostlega vinnuaðstöðu. Mér finnst hins vegar ósanngjarnt af þeim að bera kjör sín saman við kjör kollega sinna í nágrannaríkjunum. Við erum öll í sömu stöðu.

Segir konur einfaldlega ekki fyndnar

Enn er deilt um ágæti Skaupsins. Framsóknarkonur í borgarstjórn bjóða fram krafta sína í næsta áramótaskaup.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×