Lífið

Tvö kvennaskaup á þrjátíu árum

Þórður Ingi Jónsson skrifar
Gagga Jónsdóttir segir áramótin hafa komið snemma hjá sér.
Gagga Jónsdóttir segir áramótin hafa komið snemma hjá sér. VÍSIR/arnþór
„Þetta er bara búið að ganga vel og hefur verið mjög skemmtilegt,“ segir kvikmyndagerðarkonan Gagga Jónsdóttir.

Hún framleiðir Áramótaskaupið í ár og skrifar handritið ásamt þeim Eddu Björgvinsdóttur, Önnu Svövu Knútsdóttur, Kötlu Margréti Þorgeirsdóttur og Maríu Reyndal.

Athygli vekur að eingöngu konur skrifa handritið í þetta sinn en það gerðist seinast fyrir þrjátíu árum, árið 1984. „Þá var það einmitt móðursystir mín, Guðný Halldórsdóttir, sem leikstýrði og skrifaði handritið með vinkonum sínum. Það er svolítið skemmtilegt,“ segir Gagga.

Að sögn Göggu hafa þær lagskonur verið á fullu við að skrifa handritið síðan í sumar. „Það voru komin áramót hjá okkur nokkuð snemma í ár,“ segir Gagga. „Ég er eiginlega búin að vera á gamlárskvöldi síðan í ágúst.“

Hún segir handritsteymið ekki velta sér upp úr því sem á sér stað í samfélaginu rétt fyrir jól. „Nei, það er nú eiginlega ekki alveg hægt, þessu er lokað rétt fyrir jól. Þá verða mál bara að sitja og bíða.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×