Segir konur einfaldlega ekki fyndnar Jakob Bjarnar skrifar 2. janúar 2015 14:30 Baldur segir konur ekki skilja brandara en Guðfinna heldur því fram að hún sé rífandi fyndin. Enn deila menn um ágæti Áramótaskaups Ríkissjónvarpsins, sem kallað hefur verið kvennaskaup vegna þess að Silja Hauksdóttir leikstýrði, Gagga Jónsdóttir framleiddi og eintómar konur skrifuðu handrit. Sitt sýnist hverjum en einn þeirra sem blandar sér með afgerandi hætti í þær umræður er Baldur Hermannsson ellilífeyrisþegi og fyrrverandi framhaldsskólakennari. Hann setur fram kenningu, á Facebook-vegg sínum, sem gengur í stórum dráttum út á það að konur séu einfaldlega ekkert fyndnar. „Góður Guð gaf sér rúman tíma til þess að smíða konuna, hann gerði hana skemmtilega, fjöruga, glaðværa, gáskafulla, ljúfa og snarpa, fallega og aðlaðandi ... en hann gerði hana ekki fyndna. Hann sá nefnilega að maðurinn var bráðfyndinn og taldi því varhugavert að gera hana að keppinaut mannsins. Þess vegna er konum fyrirmunað að skilja brandara og enn síður er þeim hent að segja brandara. Satt að segja er það algert kvalræði að hlusta á konu segja brandara ... þær skilja hann ekki, hafa enga tilfinningu fyrir taktinum og botna ekkert í lokahnykknum, sem sumir kalla punch-line,“ skrifar Baldur og heldur ótrauður áfram: „Vilji menn því gersamlega mislukkað áramótaskaup er aðeins ein leið örugg: láttu konu leikstýra og láttu konur semja handritið. Til hamingju Magnús Geir: þetta heppnaðist hjá þér vinur.“ Svo mörg voru þau orð og ýmsir skoðanabræður Baldurs telja hann hitta naglann á höfuðið en til andsvara er þó Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarmanna, og segir: „Heyrðu, ekkert svona. Þú myndir grenja úr hlátri ef við Sveina [Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir] myndum búa til næsta áramótaskaup.“ Baldur gefur sig ekki og en þá heldur Guðfinna því fram að þetta sé versti status hans á árinu: „Þú hefur ekki séð mig segja brandara ég get lofað þér því að þar sem ég hef verið veislustjóri og sagt brandara hefur salurinn legið í kasti, ég er fyndin. Þú mátt segja hvað sem er um mig en að segja að ég sé ekki fyndin þýðir stríð.“ Tengdar fréttir Landsmenn tístu um Skaupið Misjafnar móttökur hjá landanum. 1. janúar 2015 10:33 Kostnaðurinn við skaupið 26 milljónir Dagskrárstjóri RÚV stoltur af skaupinu 2. janúar 2015 13:08 Tvö kvennaskaup á þrjátíu árum Eingöngu konur skrifa Áramótaskaupið í ár en það gerðist seinast árið 1984. 30. desember 2014 10:00 Mest lesið Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Fárveik í París Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Lífið Fleiri fréttir Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Sjá meira
Enn deila menn um ágæti Áramótaskaups Ríkissjónvarpsins, sem kallað hefur verið kvennaskaup vegna þess að Silja Hauksdóttir leikstýrði, Gagga Jónsdóttir framleiddi og eintómar konur skrifuðu handrit. Sitt sýnist hverjum en einn þeirra sem blandar sér með afgerandi hætti í þær umræður er Baldur Hermannsson ellilífeyrisþegi og fyrrverandi framhaldsskólakennari. Hann setur fram kenningu, á Facebook-vegg sínum, sem gengur í stórum dráttum út á það að konur séu einfaldlega ekkert fyndnar. „Góður Guð gaf sér rúman tíma til þess að smíða konuna, hann gerði hana skemmtilega, fjöruga, glaðværa, gáskafulla, ljúfa og snarpa, fallega og aðlaðandi ... en hann gerði hana ekki fyndna. Hann sá nefnilega að maðurinn var bráðfyndinn og taldi því varhugavert að gera hana að keppinaut mannsins. Þess vegna er konum fyrirmunað að skilja brandara og enn síður er þeim hent að segja brandara. Satt að segja er það algert kvalræði að hlusta á konu segja brandara ... þær skilja hann ekki, hafa enga tilfinningu fyrir taktinum og botna ekkert í lokahnykknum, sem sumir kalla punch-line,“ skrifar Baldur og heldur ótrauður áfram: „Vilji menn því gersamlega mislukkað áramótaskaup er aðeins ein leið örugg: láttu konu leikstýra og láttu konur semja handritið. Til hamingju Magnús Geir: þetta heppnaðist hjá þér vinur.“ Svo mörg voru þau orð og ýmsir skoðanabræður Baldurs telja hann hitta naglann á höfuðið en til andsvara er þó Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarmanna, og segir: „Heyrðu, ekkert svona. Þú myndir grenja úr hlátri ef við Sveina [Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir] myndum búa til næsta áramótaskaup.“ Baldur gefur sig ekki og en þá heldur Guðfinna því fram að þetta sé versti status hans á árinu: „Þú hefur ekki séð mig segja brandara ég get lofað þér því að þar sem ég hef verið veislustjóri og sagt brandara hefur salurinn legið í kasti, ég er fyndin. Þú mátt segja hvað sem er um mig en að segja að ég sé ekki fyndin þýðir stríð.“
Tengdar fréttir Landsmenn tístu um Skaupið Misjafnar móttökur hjá landanum. 1. janúar 2015 10:33 Kostnaðurinn við skaupið 26 milljónir Dagskrárstjóri RÚV stoltur af skaupinu 2. janúar 2015 13:08 Tvö kvennaskaup á þrjátíu árum Eingöngu konur skrifa Áramótaskaupið í ár en það gerðist seinast árið 1984. 30. desember 2014 10:00 Mest lesið Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Fárveik í París Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Lífið Fleiri fréttir Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Sjá meira
Tvö kvennaskaup á þrjátíu árum Eingöngu konur skrifa Áramótaskaupið í ár en það gerðist seinast árið 1984. 30. desember 2014 10:00