Segir konur einfaldlega ekki fyndnar Jakob Bjarnar skrifar 2. janúar 2015 14:30 Baldur segir konur ekki skilja brandara en Guðfinna heldur því fram að hún sé rífandi fyndin. Enn deila menn um ágæti Áramótaskaups Ríkissjónvarpsins, sem kallað hefur verið kvennaskaup vegna þess að Silja Hauksdóttir leikstýrði, Gagga Jónsdóttir framleiddi og eintómar konur skrifuðu handrit. Sitt sýnist hverjum en einn þeirra sem blandar sér með afgerandi hætti í þær umræður er Baldur Hermannsson ellilífeyrisþegi og fyrrverandi framhaldsskólakennari. Hann setur fram kenningu, á Facebook-vegg sínum, sem gengur í stórum dráttum út á það að konur séu einfaldlega ekkert fyndnar. „Góður Guð gaf sér rúman tíma til þess að smíða konuna, hann gerði hana skemmtilega, fjöruga, glaðværa, gáskafulla, ljúfa og snarpa, fallega og aðlaðandi ... en hann gerði hana ekki fyndna. Hann sá nefnilega að maðurinn var bráðfyndinn og taldi því varhugavert að gera hana að keppinaut mannsins. Þess vegna er konum fyrirmunað að skilja brandara og enn síður er þeim hent að segja brandara. Satt að segja er það algert kvalræði að hlusta á konu segja brandara ... þær skilja hann ekki, hafa enga tilfinningu fyrir taktinum og botna ekkert í lokahnykknum, sem sumir kalla punch-line,“ skrifar Baldur og heldur ótrauður áfram: „Vilji menn því gersamlega mislukkað áramótaskaup er aðeins ein leið örugg: láttu konu leikstýra og láttu konur semja handritið. Til hamingju Magnús Geir: þetta heppnaðist hjá þér vinur.“ Svo mörg voru þau orð og ýmsir skoðanabræður Baldurs telja hann hitta naglann á höfuðið en til andsvara er þó Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarmanna, og segir: „Heyrðu, ekkert svona. Þú myndir grenja úr hlátri ef við Sveina [Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir] myndum búa til næsta áramótaskaup.“ Baldur gefur sig ekki og en þá heldur Guðfinna því fram að þetta sé versti status hans á árinu: „Þú hefur ekki séð mig segja brandara ég get lofað þér því að þar sem ég hef verið veislustjóri og sagt brandara hefur salurinn legið í kasti, ég er fyndin. Þú mátt segja hvað sem er um mig en að segja að ég sé ekki fyndin þýðir stríð.“ Tengdar fréttir Landsmenn tístu um Skaupið Misjafnar móttökur hjá landanum. 1. janúar 2015 10:33 Kostnaðurinn við skaupið 26 milljónir Dagskrárstjóri RÚV stoltur af skaupinu 2. janúar 2015 13:08 Tvö kvennaskaup á þrjátíu árum Eingöngu konur skrifa Áramótaskaupið í ár en það gerðist seinast árið 1984. 30. desember 2014 10:00 Mest lesið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Tíska og hönnun „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið Birta og Króli eiga von á dreng Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Fleiri fréttir Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Sjá meira
Enn deila menn um ágæti Áramótaskaups Ríkissjónvarpsins, sem kallað hefur verið kvennaskaup vegna þess að Silja Hauksdóttir leikstýrði, Gagga Jónsdóttir framleiddi og eintómar konur skrifuðu handrit. Sitt sýnist hverjum en einn þeirra sem blandar sér með afgerandi hætti í þær umræður er Baldur Hermannsson ellilífeyrisþegi og fyrrverandi framhaldsskólakennari. Hann setur fram kenningu, á Facebook-vegg sínum, sem gengur í stórum dráttum út á það að konur séu einfaldlega ekkert fyndnar. „Góður Guð gaf sér rúman tíma til þess að smíða konuna, hann gerði hana skemmtilega, fjöruga, glaðværa, gáskafulla, ljúfa og snarpa, fallega og aðlaðandi ... en hann gerði hana ekki fyndna. Hann sá nefnilega að maðurinn var bráðfyndinn og taldi því varhugavert að gera hana að keppinaut mannsins. Þess vegna er konum fyrirmunað að skilja brandara og enn síður er þeim hent að segja brandara. Satt að segja er það algert kvalræði að hlusta á konu segja brandara ... þær skilja hann ekki, hafa enga tilfinningu fyrir taktinum og botna ekkert í lokahnykknum, sem sumir kalla punch-line,“ skrifar Baldur og heldur ótrauður áfram: „Vilji menn því gersamlega mislukkað áramótaskaup er aðeins ein leið örugg: láttu konu leikstýra og láttu konur semja handritið. Til hamingju Magnús Geir: þetta heppnaðist hjá þér vinur.“ Svo mörg voru þau orð og ýmsir skoðanabræður Baldurs telja hann hitta naglann á höfuðið en til andsvara er þó Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarmanna, og segir: „Heyrðu, ekkert svona. Þú myndir grenja úr hlátri ef við Sveina [Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir] myndum búa til næsta áramótaskaup.“ Baldur gefur sig ekki og en þá heldur Guðfinna því fram að þetta sé versti status hans á árinu: „Þú hefur ekki séð mig segja brandara ég get lofað þér því að þar sem ég hef verið veislustjóri og sagt brandara hefur salurinn legið í kasti, ég er fyndin. Þú mátt segja hvað sem er um mig en að segja að ég sé ekki fyndin þýðir stríð.“
Tengdar fréttir Landsmenn tístu um Skaupið Misjafnar móttökur hjá landanum. 1. janúar 2015 10:33 Kostnaðurinn við skaupið 26 milljónir Dagskrárstjóri RÚV stoltur af skaupinu 2. janúar 2015 13:08 Tvö kvennaskaup á þrjátíu árum Eingöngu konur skrifa Áramótaskaupið í ár en það gerðist seinast árið 1984. 30. desember 2014 10:00 Mest lesið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Tíska og hönnun „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið Birta og Króli eiga von á dreng Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Fleiri fréttir Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Sjá meira
Tvö kvennaskaup á þrjátíu árum Eingöngu konur skrifa Áramótaskaupið í ár en það gerðist seinast árið 1984. 30. desember 2014 10:00