Kostnaðurinn við skaupið 26 milljónir Birgir Olgeirsson skrifar 2. janúar 2015 13:08 Edda Björgvinsdóttir og Þórhallur Sigurðsson, betur þekktur sem Laddi, voru á meðal leikara í skaupinu 2014. mynd/ruv Kostnaðurinn við Áramótaskaupið 2014 var í kringum 26 milljónir króna. Þetta segir Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri Sjónvarpsins, um skaupið en hann segir kostnaðinn í ár hafa verið undir meðallagi. „Kostnaðurinn er ekki endanlega kominn saman en við miðum við að hann sé í kringum 26 milljónir sem er aðeins undir því sem venjulega er en kostnaðurinn er yfirleitt alltaf á þessu bili,“ segir Skarphéðinn í samtali við Vísi. Leikstjóri skaupsins árið 2014 var Silja Hauksdóttir en ásamt henni komu einnig að handritsgerð Edda Björgvinsdóttir, Anna Svava Knútsdóttir, Katla Margrét Þorgeirsdóttir, María Reyndal og Gagga Jónsdóttir, sem einnig var framleiðandi skaupsins. Þátturinn fær ávallt mikið áhorf, sem mælist að jafnaði yfir 75 prósentum, og eru skiptar skoðanir á því á hverju ári líkt og venjulega. Á meðal þeirra sem hafa tjáð sig um skaupið opinberlega er þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Elín Hirst, sem þótti skaupið ófyndið. „Kostar 20 milljónir plús að gera svona þátt. Rétt þó að bæta við að Silja Hauksdóttir er mikill talent, en það gekk ekki upp í þessu Skaupi,“ skrifaði Elín á Facebook. Þá sagðist Halldór Halldórsson, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn, ekki hafa enst allt skaupið og hið sama á við um Guðlaug Þór Þórðarson, þingmann Sjálfstæðisflokksins. Katrín Júlíusdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, var þó hrifnari af skaupinu. „Dúndur skaup og svaka beitt. Meira svona,“ skrifaði Katrín á Facebook. Þegar Skarphéðinn Guðmundsson er spurður hvernig honum þótti skaupið takast til í ár segir hann ómögulegt að segja til um það. „Við erum sátt við mjög margt og stolt af skaupinu. Best af öllu er að sjá hversu mikil og sterk viðbrögð það fær. Verst er þegar skaupið kallar ekki á nein viðbrögð og öllum er sama. En þegar pólitík er annars vegar þá er það þannig að sitt sýnist hverjum. Sama gildir um húmor.“ Tengdar fréttir Landsmenn tístu um Skaupið Misjafnar móttökur hjá landanum. 1. janúar 2015 10:33 Tvö kvennaskaup á þrjátíu árum Eingöngu konur skrifa Áramótaskaupið í ár en það gerðist seinast árið 1984. 30. desember 2014 10:00 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Fleiri fréttir Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Sjá meira
Kostnaðurinn við Áramótaskaupið 2014 var í kringum 26 milljónir króna. Þetta segir Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri Sjónvarpsins, um skaupið en hann segir kostnaðinn í ár hafa verið undir meðallagi. „Kostnaðurinn er ekki endanlega kominn saman en við miðum við að hann sé í kringum 26 milljónir sem er aðeins undir því sem venjulega er en kostnaðurinn er yfirleitt alltaf á þessu bili,“ segir Skarphéðinn í samtali við Vísi. Leikstjóri skaupsins árið 2014 var Silja Hauksdóttir en ásamt henni komu einnig að handritsgerð Edda Björgvinsdóttir, Anna Svava Knútsdóttir, Katla Margrét Þorgeirsdóttir, María Reyndal og Gagga Jónsdóttir, sem einnig var framleiðandi skaupsins. Þátturinn fær ávallt mikið áhorf, sem mælist að jafnaði yfir 75 prósentum, og eru skiptar skoðanir á því á hverju ári líkt og venjulega. Á meðal þeirra sem hafa tjáð sig um skaupið opinberlega er þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Elín Hirst, sem þótti skaupið ófyndið. „Kostar 20 milljónir plús að gera svona þátt. Rétt þó að bæta við að Silja Hauksdóttir er mikill talent, en það gekk ekki upp í þessu Skaupi,“ skrifaði Elín á Facebook. Þá sagðist Halldór Halldórsson, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn, ekki hafa enst allt skaupið og hið sama á við um Guðlaug Þór Þórðarson, þingmann Sjálfstæðisflokksins. Katrín Júlíusdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, var þó hrifnari af skaupinu. „Dúndur skaup og svaka beitt. Meira svona,“ skrifaði Katrín á Facebook. Þegar Skarphéðinn Guðmundsson er spurður hvernig honum þótti skaupið takast til í ár segir hann ómögulegt að segja til um það. „Við erum sátt við mjög margt og stolt af skaupinu. Best af öllu er að sjá hversu mikil og sterk viðbrögð það fær. Verst er þegar skaupið kallar ekki á nein viðbrögð og öllum er sama. En þegar pólitík er annars vegar þá er það þannig að sitt sýnist hverjum. Sama gildir um húmor.“
Tengdar fréttir Landsmenn tístu um Skaupið Misjafnar móttökur hjá landanum. 1. janúar 2015 10:33 Tvö kvennaskaup á þrjátíu árum Eingöngu konur skrifa Áramótaskaupið í ár en það gerðist seinast árið 1984. 30. desember 2014 10:00 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Fleiri fréttir Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Sjá meira
Tvö kvennaskaup á þrjátíu árum Eingöngu konur skrifa Áramótaskaupið í ár en það gerðist seinast árið 1984. 30. desember 2014 10:00