Enski boltinn

Defoe til Sunderland

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Defoe leikur undir stjórn síns gamla samherja, Gus Poyet, hjá Sunderland.
Defoe leikur undir stjórn síns gamla samherja, Gus Poyet, hjá Sunderland. vísir/getty
Jermain Defoe hefur skrifað undir þriggja og hálfs árs samning við enska úrvalsdeildarliðið Sunderland.

Defoe, sem er 32 ára, kemur til Sunderland frá Toronto FC sem leikur í MLS-deildinni í Bandaríkjunum.

Í staðinn fær Toronto bandaríska framherjann Jozy Altidore sem náði sér engan veginn á strik í búningi Sunderland, en hann skoraði aðeins þrjú mörk í 50 leikjum fyrir Svörtu kettina.

Defoe er þrautreyndur markaskorari, en hann hefur skorað 124 mörk í ensku úrvalsdeildinni fyrir Tottenham, West Ham og Portsmouth. Hann er í 14. sæti yfir markahæstu leikmenn í sögu úrvalsdeildarinnar.

Sunderland þarf sárlega á markaskorara að halda en liðið hefur aðeins skorað 18 mörk í úrvalsdeildinni í vetur. Aðeins Aston Villa hefur skorað færri (11).

Defoe gæti leikið sinn fyrsta leik með Sunderland gegn Tottenham í dag. Leikurinn hefst klukkan 15:00 og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 5. Þá verður einnig hægt að fylgjast með leiknum í miðstöð Boltavaktarinnar hér á Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×