Enski boltinn

Eiður eini Íslendingurinn í sigurliði í B-deildinni

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Eiður kom inn á lokamínútunni gegn Sheffield Wednesday.
Eiður kom inn á lokamínútunni gegn Sheffield Wednesday. vísir/getty
Fjórir Íslendingar voru á ferðinni í ensku B-deildinni í fótbolta í dag.

Eiður Smári Guðjohnsen kom inn á sem varamaður á lokamínútunni þegar Bolton vann mikilvægan sigur á Sheffield Wednesday.

Liam Feeney og Darren Pratley skoruðu mörk Bolton á fyrstu 25 mínútum leiksins en Chris Maguire minnkaði muninn úr vítaspyrnu á 28. mínútu.Bolton er í 14. sæti deildarinnar með 33 stig.

Það gekk ekki vel hjá Jóhanni Berg Guðmundssyni og félögum hans í Charlton sem máttu þola stórtap fyrir Watford á útivelli, 5-0.

Jóhann Berg var tekinn af velli þegar stundarfjórðungur var eftir af leiknum.

Kári Árnason spilaði allan leikinn í miðri vörninni þegar Rotherham tapaði 0-2 fyrir toppliði Bournemouth á heimavelli. Rotherham er í 21. sæti, þremur stigum frá fallsæti.

Þá tapaði Cardiff 3-2 fyrir Norwich á útivelli. Aron Einar Gunnarsson spilaði allan leikinn fyrir velska liðið sem er í 13. sæti deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×