Einar Bárðarson um The Charlies: "Ég dáist bara að þeim“ Bjarki Ármannsson skrifar 18. janúar 2015 13:39 „Ég held að draumurinn sé náttúrulega bara að fá að gera þetta, að "meika það“ er bara bónus.“ Vísir/Charlies/GVA „Það var mikið gaman að vinna með þeim. Þær eru ofboðslega duglegar og náttúrulega hæfileikaríkar. Þær hafa þurft að fórna miklu, verið lengi í burtu frá fjölskyldu og vinum, sem tekur á. Þannig að ég dáist bara að þeim.“Þetta hefur Einar Bárðarson að segja um slit hljómsveitarinnar The Charlies, sem greint var frá í gær. Einar setti saman stúlknasveitina Nylon, sem síðar varð Charlies, eftir áheyrnarprufur vorið 2004. Þar voru þær Alma Guðmundsdóttir, Steinunn Þóra Camilla Sigurðardóttir og Klara Ósk Elíasdóttir hlutskarpastar en þær hafa búið í Los Angeles síðustu fimm ár og gefið út lög á ensku. „Þegar fólk hefur verið að velta því fyrir sér hvað þær séu að gera og hvað þær ætli nú að vera lengi að atast í þessu, þá segi ég alltaf: Um leið og fólk hættir við og kemur heim, þá er þetta náttúrulega búið,“ segir Einar í samtali við Vísi.„Við erum með svo mikið gullfiskaminni“ Einar hefur ekki verið viðloðandi sveitina síðustu ár en hefur þó verið í sambandi við stúlkurnar öðru hverju. Hann segist hafa vitað það um nokkurt skeið að til stæði að leggja The Charlies niður. „Þær komu og hittu mig um jólin og sögðu mér frá þessu,“ segir Einar. Þær eru svo almennilegar að láta mann alltaf vita þegar það er eitthvað stórt í vændum.“ Hljómsveitin var í uppáhaldi hjá mörgum en var ekki laus við sinn skerf af gagnrýni. Voru margir tilbúnir að afskrifa það strax að þeim tækist að „meika það“ í Bandaríkjunum. Einar skrifar færslu í Facebook-vegg sinn í gær og segist þar hafa séð nokkra „ósmekklega statusa“ um það að The Charlies sé hætt. „Einn daginn eru allir brjálaðir yfir því hvað við erum fordómafull, svo næsta dag eru allir dottnir í fordómana,“ segir Einar og hlær. „Við erum með svo mikið gullfiskaminni. En nei, það voru svona einhver kaldhæðniskomment frá einhverjum snillingum sem kannski hafa aldrei mikið lagt á sig sjálfir.“Hljómsveitin Nylon, um það bil árið 2004.Hann segist ekki kippa sér mikið upp við þau, enda séu sjaldnast allir á einni skoðun þegar kemur að tónlist eða annarri listsköpun. „Meira að segja Bítlarnir voru ekki allra,“ segir hann. „Það er allt í lagi að hafa skoðanir og finnast eitthvað skemmtilegt eða leiðinlegt en málfrelsinu fylgir ábyrgð, er það ekki?“ Þær Alma og Klara ætla að halda áfram á tónlistarsviðinu en Steinunn ætlar hefur áhuga á að koma íslenskri tónlist á framfæri ytra, að því er fram kemur í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins. Einar hefur ekki trú á öðru en að þær spjari sig í öllu sem þær taki sér fyrir hendur. „Ég held að draumurinn sé náttúrulega bara að fá að gera þetta, að „meika það“ er bara bónus.“ Tengdar fréttir The Charlies hætt Stúlknabandið The Charlies er hætt en stelpurnar munu áfram reyna fyrir sér í LA. 17. janúar 2015 11:43 Mest lesið Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Lífið Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Lífið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lífið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Kettir með engar rófur til sýnis Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Fleiri fréttir Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Sjá meira
„Það var mikið gaman að vinna með þeim. Þær eru ofboðslega duglegar og náttúrulega hæfileikaríkar. Þær hafa þurft að fórna miklu, verið lengi í burtu frá fjölskyldu og vinum, sem tekur á. Þannig að ég dáist bara að þeim.“Þetta hefur Einar Bárðarson að segja um slit hljómsveitarinnar The Charlies, sem greint var frá í gær. Einar setti saman stúlknasveitina Nylon, sem síðar varð Charlies, eftir áheyrnarprufur vorið 2004. Þar voru þær Alma Guðmundsdóttir, Steinunn Þóra Camilla Sigurðardóttir og Klara Ósk Elíasdóttir hlutskarpastar en þær hafa búið í Los Angeles síðustu fimm ár og gefið út lög á ensku. „Þegar fólk hefur verið að velta því fyrir sér hvað þær séu að gera og hvað þær ætli nú að vera lengi að atast í þessu, þá segi ég alltaf: Um leið og fólk hættir við og kemur heim, þá er þetta náttúrulega búið,“ segir Einar í samtali við Vísi.„Við erum með svo mikið gullfiskaminni“ Einar hefur ekki verið viðloðandi sveitina síðustu ár en hefur þó verið í sambandi við stúlkurnar öðru hverju. Hann segist hafa vitað það um nokkurt skeið að til stæði að leggja The Charlies niður. „Þær komu og hittu mig um jólin og sögðu mér frá þessu,“ segir Einar. Þær eru svo almennilegar að láta mann alltaf vita þegar það er eitthvað stórt í vændum.“ Hljómsveitin var í uppáhaldi hjá mörgum en var ekki laus við sinn skerf af gagnrýni. Voru margir tilbúnir að afskrifa það strax að þeim tækist að „meika það“ í Bandaríkjunum. Einar skrifar færslu í Facebook-vegg sinn í gær og segist þar hafa séð nokkra „ósmekklega statusa“ um það að The Charlies sé hætt. „Einn daginn eru allir brjálaðir yfir því hvað við erum fordómafull, svo næsta dag eru allir dottnir í fordómana,“ segir Einar og hlær. „Við erum með svo mikið gullfiskaminni. En nei, það voru svona einhver kaldhæðniskomment frá einhverjum snillingum sem kannski hafa aldrei mikið lagt á sig sjálfir.“Hljómsveitin Nylon, um það bil árið 2004.Hann segist ekki kippa sér mikið upp við þau, enda séu sjaldnast allir á einni skoðun þegar kemur að tónlist eða annarri listsköpun. „Meira að segja Bítlarnir voru ekki allra,“ segir hann. „Það er allt í lagi að hafa skoðanir og finnast eitthvað skemmtilegt eða leiðinlegt en málfrelsinu fylgir ábyrgð, er það ekki?“ Þær Alma og Klara ætla að halda áfram á tónlistarsviðinu en Steinunn ætlar hefur áhuga á að koma íslenskri tónlist á framfæri ytra, að því er fram kemur í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins. Einar hefur ekki trú á öðru en að þær spjari sig í öllu sem þær taki sér fyrir hendur. „Ég held að draumurinn sé náttúrulega bara að fá að gera þetta, að „meika það“ er bara bónus.“
Tengdar fréttir The Charlies hætt Stúlknabandið The Charlies er hætt en stelpurnar munu áfram reyna fyrir sér í LA. 17. janúar 2015 11:43 Mest lesið Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Lífið Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Lífið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lífið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Kettir með engar rófur til sýnis Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Fleiri fréttir Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Sjá meira
The Charlies hætt Stúlknabandið The Charlies er hætt en stelpurnar munu áfram reyna fyrir sér í LA. 17. janúar 2015 11:43