Einar Bárðarson um The Charlies: "Ég dáist bara að þeim“ Bjarki Ármannsson skrifar 18. janúar 2015 13:39 „Ég held að draumurinn sé náttúrulega bara að fá að gera þetta, að "meika það“ er bara bónus.“ Vísir/Charlies/GVA „Það var mikið gaman að vinna með þeim. Þær eru ofboðslega duglegar og náttúrulega hæfileikaríkar. Þær hafa þurft að fórna miklu, verið lengi í burtu frá fjölskyldu og vinum, sem tekur á. Þannig að ég dáist bara að þeim.“Þetta hefur Einar Bárðarson að segja um slit hljómsveitarinnar The Charlies, sem greint var frá í gær. Einar setti saman stúlknasveitina Nylon, sem síðar varð Charlies, eftir áheyrnarprufur vorið 2004. Þar voru þær Alma Guðmundsdóttir, Steinunn Þóra Camilla Sigurðardóttir og Klara Ósk Elíasdóttir hlutskarpastar en þær hafa búið í Los Angeles síðustu fimm ár og gefið út lög á ensku. „Þegar fólk hefur verið að velta því fyrir sér hvað þær séu að gera og hvað þær ætli nú að vera lengi að atast í þessu, þá segi ég alltaf: Um leið og fólk hættir við og kemur heim, þá er þetta náttúrulega búið,“ segir Einar í samtali við Vísi.„Við erum með svo mikið gullfiskaminni“ Einar hefur ekki verið viðloðandi sveitina síðustu ár en hefur þó verið í sambandi við stúlkurnar öðru hverju. Hann segist hafa vitað það um nokkurt skeið að til stæði að leggja The Charlies niður. „Þær komu og hittu mig um jólin og sögðu mér frá þessu,“ segir Einar. Þær eru svo almennilegar að láta mann alltaf vita þegar það er eitthvað stórt í vændum.“ Hljómsveitin var í uppáhaldi hjá mörgum en var ekki laus við sinn skerf af gagnrýni. Voru margir tilbúnir að afskrifa það strax að þeim tækist að „meika það“ í Bandaríkjunum. Einar skrifar færslu í Facebook-vegg sinn í gær og segist þar hafa séð nokkra „ósmekklega statusa“ um það að The Charlies sé hætt. „Einn daginn eru allir brjálaðir yfir því hvað við erum fordómafull, svo næsta dag eru allir dottnir í fordómana,“ segir Einar og hlær. „Við erum með svo mikið gullfiskaminni. En nei, það voru svona einhver kaldhæðniskomment frá einhverjum snillingum sem kannski hafa aldrei mikið lagt á sig sjálfir.“Hljómsveitin Nylon, um það bil árið 2004.Hann segist ekki kippa sér mikið upp við þau, enda séu sjaldnast allir á einni skoðun þegar kemur að tónlist eða annarri listsköpun. „Meira að segja Bítlarnir voru ekki allra,“ segir hann. „Það er allt í lagi að hafa skoðanir og finnast eitthvað skemmtilegt eða leiðinlegt en málfrelsinu fylgir ábyrgð, er það ekki?“ Þær Alma og Klara ætla að halda áfram á tónlistarsviðinu en Steinunn ætlar hefur áhuga á að koma íslenskri tónlist á framfæri ytra, að því er fram kemur í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins. Einar hefur ekki trú á öðru en að þær spjari sig í öllu sem þær taki sér fyrir hendur. „Ég held að draumurinn sé náttúrulega bara að fá að gera þetta, að „meika það“ er bara bónus.“ Tengdar fréttir The Charlies hætt Stúlknabandið The Charlies er hætt en stelpurnar munu áfram reyna fyrir sér í LA. 17. janúar 2015 11:43 Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Götulistamaðurinn Jójó látinn Lífið Kossaflens á klúbbnum Lífið Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Saman á rauða dreglinum Bíó og sjónvarp „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ Lífið Fleiri fréttir „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum Sjá meira
„Það var mikið gaman að vinna með þeim. Þær eru ofboðslega duglegar og náttúrulega hæfileikaríkar. Þær hafa þurft að fórna miklu, verið lengi í burtu frá fjölskyldu og vinum, sem tekur á. Þannig að ég dáist bara að þeim.“Þetta hefur Einar Bárðarson að segja um slit hljómsveitarinnar The Charlies, sem greint var frá í gær. Einar setti saman stúlknasveitina Nylon, sem síðar varð Charlies, eftir áheyrnarprufur vorið 2004. Þar voru þær Alma Guðmundsdóttir, Steinunn Þóra Camilla Sigurðardóttir og Klara Ósk Elíasdóttir hlutskarpastar en þær hafa búið í Los Angeles síðustu fimm ár og gefið út lög á ensku. „Þegar fólk hefur verið að velta því fyrir sér hvað þær séu að gera og hvað þær ætli nú að vera lengi að atast í þessu, þá segi ég alltaf: Um leið og fólk hættir við og kemur heim, þá er þetta náttúrulega búið,“ segir Einar í samtali við Vísi.„Við erum með svo mikið gullfiskaminni“ Einar hefur ekki verið viðloðandi sveitina síðustu ár en hefur þó verið í sambandi við stúlkurnar öðru hverju. Hann segist hafa vitað það um nokkurt skeið að til stæði að leggja The Charlies niður. „Þær komu og hittu mig um jólin og sögðu mér frá þessu,“ segir Einar. Þær eru svo almennilegar að láta mann alltaf vita þegar það er eitthvað stórt í vændum.“ Hljómsveitin var í uppáhaldi hjá mörgum en var ekki laus við sinn skerf af gagnrýni. Voru margir tilbúnir að afskrifa það strax að þeim tækist að „meika það“ í Bandaríkjunum. Einar skrifar færslu í Facebook-vegg sinn í gær og segist þar hafa séð nokkra „ósmekklega statusa“ um það að The Charlies sé hætt. „Einn daginn eru allir brjálaðir yfir því hvað við erum fordómafull, svo næsta dag eru allir dottnir í fordómana,“ segir Einar og hlær. „Við erum með svo mikið gullfiskaminni. En nei, það voru svona einhver kaldhæðniskomment frá einhverjum snillingum sem kannski hafa aldrei mikið lagt á sig sjálfir.“Hljómsveitin Nylon, um það bil árið 2004.Hann segist ekki kippa sér mikið upp við þau, enda séu sjaldnast allir á einni skoðun þegar kemur að tónlist eða annarri listsköpun. „Meira að segja Bítlarnir voru ekki allra,“ segir hann. „Það er allt í lagi að hafa skoðanir og finnast eitthvað skemmtilegt eða leiðinlegt en málfrelsinu fylgir ábyrgð, er það ekki?“ Þær Alma og Klara ætla að halda áfram á tónlistarsviðinu en Steinunn ætlar hefur áhuga á að koma íslenskri tónlist á framfæri ytra, að því er fram kemur í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins. Einar hefur ekki trú á öðru en að þær spjari sig í öllu sem þær taki sér fyrir hendur. „Ég held að draumurinn sé náttúrulega bara að fá að gera þetta, að „meika það“ er bara bónus.“
Tengdar fréttir The Charlies hætt Stúlknabandið The Charlies er hætt en stelpurnar munu áfram reyna fyrir sér í LA. 17. janúar 2015 11:43 Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Götulistamaðurinn Jójó látinn Lífið Kossaflens á klúbbnum Lífið Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Saman á rauða dreglinum Bíó og sjónvarp „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ Lífið Fleiri fréttir „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum Sjá meira
The Charlies hætt Stúlknabandið The Charlies er hætt en stelpurnar munu áfram reyna fyrir sér í LA. 17. janúar 2015 11:43