Einar Bárðarson um The Charlies: "Ég dáist bara að þeim“ Bjarki Ármannsson skrifar 18. janúar 2015 13:39 „Ég held að draumurinn sé náttúrulega bara að fá að gera þetta, að "meika það“ er bara bónus.“ Vísir/Charlies/GVA „Það var mikið gaman að vinna með þeim. Þær eru ofboðslega duglegar og náttúrulega hæfileikaríkar. Þær hafa þurft að fórna miklu, verið lengi í burtu frá fjölskyldu og vinum, sem tekur á. Þannig að ég dáist bara að þeim.“Þetta hefur Einar Bárðarson að segja um slit hljómsveitarinnar The Charlies, sem greint var frá í gær. Einar setti saman stúlknasveitina Nylon, sem síðar varð Charlies, eftir áheyrnarprufur vorið 2004. Þar voru þær Alma Guðmundsdóttir, Steinunn Þóra Camilla Sigurðardóttir og Klara Ósk Elíasdóttir hlutskarpastar en þær hafa búið í Los Angeles síðustu fimm ár og gefið út lög á ensku. „Þegar fólk hefur verið að velta því fyrir sér hvað þær séu að gera og hvað þær ætli nú að vera lengi að atast í þessu, þá segi ég alltaf: Um leið og fólk hættir við og kemur heim, þá er þetta náttúrulega búið,“ segir Einar í samtali við Vísi.„Við erum með svo mikið gullfiskaminni“ Einar hefur ekki verið viðloðandi sveitina síðustu ár en hefur þó verið í sambandi við stúlkurnar öðru hverju. Hann segist hafa vitað það um nokkurt skeið að til stæði að leggja The Charlies niður. „Þær komu og hittu mig um jólin og sögðu mér frá þessu,“ segir Einar. Þær eru svo almennilegar að láta mann alltaf vita þegar það er eitthvað stórt í vændum.“ Hljómsveitin var í uppáhaldi hjá mörgum en var ekki laus við sinn skerf af gagnrýni. Voru margir tilbúnir að afskrifa það strax að þeim tækist að „meika það“ í Bandaríkjunum. Einar skrifar færslu í Facebook-vegg sinn í gær og segist þar hafa séð nokkra „ósmekklega statusa“ um það að The Charlies sé hætt. „Einn daginn eru allir brjálaðir yfir því hvað við erum fordómafull, svo næsta dag eru allir dottnir í fordómana,“ segir Einar og hlær. „Við erum með svo mikið gullfiskaminni. En nei, það voru svona einhver kaldhæðniskomment frá einhverjum snillingum sem kannski hafa aldrei mikið lagt á sig sjálfir.“Hljómsveitin Nylon, um það bil árið 2004.Hann segist ekki kippa sér mikið upp við þau, enda séu sjaldnast allir á einni skoðun þegar kemur að tónlist eða annarri listsköpun. „Meira að segja Bítlarnir voru ekki allra,“ segir hann. „Það er allt í lagi að hafa skoðanir og finnast eitthvað skemmtilegt eða leiðinlegt en málfrelsinu fylgir ábyrgð, er það ekki?“ Þær Alma og Klara ætla að halda áfram á tónlistarsviðinu en Steinunn ætlar hefur áhuga á að koma íslenskri tónlist á framfæri ytra, að því er fram kemur í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins. Einar hefur ekki trú á öðru en að þær spjari sig í öllu sem þær taki sér fyrir hendur. „Ég held að draumurinn sé náttúrulega bara að fá að gera þetta, að „meika það“ er bara bónus.“ Tengdar fréttir The Charlies hætt Stúlknabandið The Charlies er hætt en stelpurnar munu áfram reyna fyrir sér í LA. 17. janúar 2015 11:43 Mest lesið „Hann var bara draumur“ Lífið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Rífandi stemning í Reykjadal Lífið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Sjá meira
„Það var mikið gaman að vinna með þeim. Þær eru ofboðslega duglegar og náttúrulega hæfileikaríkar. Þær hafa þurft að fórna miklu, verið lengi í burtu frá fjölskyldu og vinum, sem tekur á. Þannig að ég dáist bara að þeim.“Þetta hefur Einar Bárðarson að segja um slit hljómsveitarinnar The Charlies, sem greint var frá í gær. Einar setti saman stúlknasveitina Nylon, sem síðar varð Charlies, eftir áheyrnarprufur vorið 2004. Þar voru þær Alma Guðmundsdóttir, Steinunn Þóra Camilla Sigurðardóttir og Klara Ósk Elíasdóttir hlutskarpastar en þær hafa búið í Los Angeles síðustu fimm ár og gefið út lög á ensku. „Þegar fólk hefur verið að velta því fyrir sér hvað þær séu að gera og hvað þær ætli nú að vera lengi að atast í þessu, þá segi ég alltaf: Um leið og fólk hættir við og kemur heim, þá er þetta náttúrulega búið,“ segir Einar í samtali við Vísi.„Við erum með svo mikið gullfiskaminni“ Einar hefur ekki verið viðloðandi sveitina síðustu ár en hefur þó verið í sambandi við stúlkurnar öðru hverju. Hann segist hafa vitað það um nokkurt skeið að til stæði að leggja The Charlies niður. „Þær komu og hittu mig um jólin og sögðu mér frá þessu,“ segir Einar. Þær eru svo almennilegar að láta mann alltaf vita þegar það er eitthvað stórt í vændum.“ Hljómsveitin var í uppáhaldi hjá mörgum en var ekki laus við sinn skerf af gagnrýni. Voru margir tilbúnir að afskrifa það strax að þeim tækist að „meika það“ í Bandaríkjunum. Einar skrifar færslu í Facebook-vegg sinn í gær og segist þar hafa séð nokkra „ósmekklega statusa“ um það að The Charlies sé hætt. „Einn daginn eru allir brjálaðir yfir því hvað við erum fordómafull, svo næsta dag eru allir dottnir í fordómana,“ segir Einar og hlær. „Við erum með svo mikið gullfiskaminni. En nei, það voru svona einhver kaldhæðniskomment frá einhverjum snillingum sem kannski hafa aldrei mikið lagt á sig sjálfir.“Hljómsveitin Nylon, um það bil árið 2004.Hann segist ekki kippa sér mikið upp við þau, enda séu sjaldnast allir á einni skoðun þegar kemur að tónlist eða annarri listsköpun. „Meira að segja Bítlarnir voru ekki allra,“ segir hann. „Það er allt í lagi að hafa skoðanir og finnast eitthvað skemmtilegt eða leiðinlegt en málfrelsinu fylgir ábyrgð, er það ekki?“ Þær Alma og Klara ætla að halda áfram á tónlistarsviðinu en Steinunn ætlar hefur áhuga á að koma íslenskri tónlist á framfæri ytra, að því er fram kemur í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins. Einar hefur ekki trú á öðru en að þær spjari sig í öllu sem þær taki sér fyrir hendur. „Ég held að draumurinn sé náttúrulega bara að fá að gera þetta, að „meika það“ er bara bónus.“
Tengdar fréttir The Charlies hætt Stúlknabandið The Charlies er hætt en stelpurnar munu áfram reyna fyrir sér í LA. 17. janúar 2015 11:43 Mest lesið „Hann var bara draumur“ Lífið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Rífandi stemning í Reykjadal Lífið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Sjá meira
The Charlies hætt Stúlknabandið The Charlies er hætt en stelpurnar munu áfram reyna fyrir sér í LA. 17. janúar 2015 11:43