Innlent

Allir þurfa nú að hafa lagt pinnið á minnið

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Pinnið má nálgast í netbönkum, öppum eða hjá þeim banka, sparisjóði eða því kortafyrirtæki sem gefur út kortið.
Pinnið má nálgast í netbönkum, öppum eða hjá þeim banka, sparisjóði eða því kortafyrirtæki sem gefur út kortið. Vísir
Í dag, 19. janúar, þurfa allir að hafa lagt pinnið á greiðslukortum sínum á minnið þar sem ekki verður lengur hægt að staðfesta greiðslur með því að ýta á græna takkann á posanum.

 

Á vefsíðunni pinnid.is kemur fram að ef korthafi geti ekki staðfest greiðslu með pinni eigi hann á hættu að fá ekki heimild fyrir viðskiptunum. Þó munu þeir sem eru með kort án örgjörva áfram staðfesta greiðslu með því að skrifa undir greiðslukvittun.

Pinnið má nálgast í netbönkum, öppum eða hjá þeim banka, sparisjóði eða því kortafyrirtæki sem gefur út kortið.

Þá geta þeir korthafar sem ekki geta notað pinnið vegna fötlunar eða af heilsufarsástæðum rætt við útgefanda kortins, banka eða sparisjóð. Eiga útgefendur greiðslukorta að bjóða upp á sértækar lausnir sem geta gagnast þeim korthöfum.


Tengdar fréttir

Nú þarf að leggja pinnið á minnið

Á næstu mánuðum verður æ meira áríðandi að fólk muni pin-númer debet- og kreditkorta sinna. Verslanir og fyrirtæki eru byrjuð að setja upp posa þar sem viðskiptavinir staðfesta greiðslu með því að slá inn pin-númer í stað undirskriftar.

Pinnið verður nauðsynlegt

Þann 19. janúar næstkomandi þurfa handhafar greiðslukorta að staðfesta með pin-númeri þegar þeir greiða með greiðslukortum fyrir vörur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×