Innlent

Ákvörðun um ákæru vegna hópnauðgunar handan við hornið

Birgir Olgeirsson skrifar
Embætti ríkissaksóknara hefur ekki tekið ákvörðun hvort gefin verður út ákæra vegna hópnauðgunar sem átti sér stað í Breiðholti í maí síðastliðnum.

Greint er frá þessu á fréttavef Ríkisútvarpsins en þar kemur fram að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lauk rannsókn málsins og vísaði því til ríkissaksóknara í júní. Fréttastofa Ríkisútvarpsins segir niðurstöðu embættisins eiga að liggja fyrir á næstu vikum.

Fimm piltar á aldrinum sautján til nítján ára voru handteknir og úrskurðaðir í gæsluvarðhalds vegna rannsóknar málsins þar sem teknar voru skýrslur af tugum manna en á meðal þeirra gagna sem liggja fyrir er myndband af atvikinu. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×