Innlent

Alexander Birgir Grindvíkingur ársins

Stefán Árni Pálsson skrifar
Alexander Birgir Björnsson og fjölskylda hafa verið valin Grindvíkingar ársins.
Alexander Birgir Björnsson og fjölskylda hafa verið valin Grindvíkingar ársins.
Alexander Birgir Björnsson og fjölskylda hafa verið valin Grindvíkingar ársins 2014 en þetta kemur fram í frétt á síðu Grindavíkurbæjar.

Hinn 13 ára gamli Alexander Birgir var hugmyndasmiðurinn á bakvið tónleika sem haldnir voru í Grindavíkurkirkju í nóvember.

Alexander Birgir skipulagði tónleikana sem voru til styrktar Einhverfusamtökunum og Birtu - landssamtökum foreldra barna/ungmenna sem látist hafa fyrirvaralaust.

Boðið var uppá þriggja tíma dagskrá þar sem landsþekktir tónlistarmenn léku fyrir troðfullu húsi.

Fjöldi tilnefninga bárust um Grindvíking ársins og voru þær nánast allar á einn veg.

Sérstök valnefnd fer yfir tilnefningarnar og var hún á einu máli að Alexander Birgir og fjölskylda hans ættu það fyllilega skilið að vera valinn Grindvíkingar ársins 2014.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×