Þrettán ára einhverfur drengur heldur tónleika Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 6. nóvember 2014 11:50 Margir af þekktustu tónlistarmönnum landsins gefa vinnu sína. Alexander Birgir Björnsson, þrettán ára nemandi í Grunnaskóla Grindavíkur, stendur fyrir tónleikum 24.nóvember til styrktar Einhverfusamtökunum og Birtu – landssamtökum foreldra barna/ungmenna sem látist hafa fyrirvaralaust. Margir af helstu tónlistamönnum þjóðarinnar munu stíga á stokk og skemmta viðstöddum. Alexander hefur átt sér þann draum að fá að halda tónleika og með aðstoð fjölskyldu sinnar verður þessi draumur að veruleika nú síðar í þessum mánuði. Alexander og fjölskylda hans völdu þau styrktarsamtök sem standa þeim nærri. Hann er einhverfur og hefur, þrátt fyrir ungan aldur, misst afar marga nákomna sér. „Hann varð fyrir miklu áfalli árið 2010. Á hálfu ári missti hann bróður sinn, afa, langafa, systur pabba síns og vinkonu sína og þetta tók mikið á hann,“ segir Elín Björg Birgisdóttir, kennari og móðir Alexanders. Bróðir Alexanders, Kjartan Björnsson, varð fyrir lest í Drammen í Noregi árið 2010. Hann var 23 ára gamall þegar hann lést. Í kjölfarið voru landssamtökin Birta stofnuð, en fjölskylda Kjartans er á meðal stofnfélaga. „Þetta var rosalega erfitt en við erum að sigla inn í betri tíma. Tónlistin hefur hjálpað honum rosalega mikið og hann sækir mikið í tónlist,“ segir Elín. Alexander er afar sjálfstæður en móðir hans komst á síðasta ári fyrir tilviljun að hann hefði ákveðið upp á eigin spýtur að ráðast í þetta verkefni og byrjað að bjóða á tónleikana. Þegar hún spurði hann hverjir það yrðu sem myndu stíga á svið svaraði hann: „Nú, ég og fleiri frægir“, en yfirskrift tónleikanna er einmitt „Ég og fleiri frægir“. Tónleikarnir verða haldnir í Grindavíkurkirkju og á meðal þeirra sem fram koma er Guðrún Gunnars, Erna Hrönn, Jógvan Hansen, Pétur Örn Guðmundsson, Magni, Eyþór Ingi og Matti Matt. Miðaverð er 2.500 krónur fyrir fullorðna og 1.000 krónur fyrir 12 ára og yngri. Allur ágóði rennur óskertur til fyrrgreindra samtaka. Hægt er að nálgast miða hjá Elínu í gegnum netfangið elin@grindavik.is. Þeim sem vilja styrkja samtökin er bent á reikningsnúmerið: 516-14-300199 Kt: 050267-5479. „Hann gefur svo mikið af sér og vill svo mikið gefa af sér. Þannig að þetta er langþráður draumur að rætast,“ segir Elín að lokum. Tengdar fréttir Nafn mannsins sem lést í Noregi Maðurinn sem lést í fyrrinótt þegar að hann varð fyrir lest í Drammen í Noregi hét Kjartan Björnsson. Hann var fæddur árið 1987. Kjartan var búsettur í Noregi. Hann lætur eftir sig unnustu. 31. október 2010 15:47 Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Fleiri fréttir Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Sjá meira
Alexander Birgir Björnsson, þrettán ára nemandi í Grunnaskóla Grindavíkur, stendur fyrir tónleikum 24.nóvember til styrktar Einhverfusamtökunum og Birtu – landssamtökum foreldra barna/ungmenna sem látist hafa fyrirvaralaust. Margir af helstu tónlistamönnum þjóðarinnar munu stíga á stokk og skemmta viðstöddum. Alexander hefur átt sér þann draum að fá að halda tónleika og með aðstoð fjölskyldu sinnar verður þessi draumur að veruleika nú síðar í þessum mánuði. Alexander og fjölskylda hans völdu þau styrktarsamtök sem standa þeim nærri. Hann er einhverfur og hefur, þrátt fyrir ungan aldur, misst afar marga nákomna sér. „Hann varð fyrir miklu áfalli árið 2010. Á hálfu ári missti hann bróður sinn, afa, langafa, systur pabba síns og vinkonu sína og þetta tók mikið á hann,“ segir Elín Björg Birgisdóttir, kennari og móðir Alexanders. Bróðir Alexanders, Kjartan Björnsson, varð fyrir lest í Drammen í Noregi árið 2010. Hann var 23 ára gamall þegar hann lést. Í kjölfarið voru landssamtökin Birta stofnuð, en fjölskylda Kjartans er á meðal stofnfélaga. „Þetta var rosalega erfitt en við erum að sigla inn í betri tíma. Tónlistin hefur hjálpað honum rosalega mikið og hann sækir mikið í tónlist,“ segir Elín. Alexander er afar sjálfstæður en móðir hans komst á síðasta ári fyrir tilviljun að hann hefði ákveðið upp á eigin spýtur að ráðast í þetta verkefni og byrjað að bjóða á tónleikana. Þegar hún spurði hann hverjir það yrðu sem myndu stíga á svið svaraði hann: „Nú, ég og fleiri frægir“, en yfirskrift tónleikanna er einmitt „Ég og fleiri frægir“. Tónleikarnir verða haldnir í Grindavíkurkirkju og á meðal þeirra sem fram koma er Guðrún Gunnars, Erna Hrönn, Jógvan Hansen, Pétur Örn Guðmundsson, Magni, Eyþór Ingi og Matti Matt. Miðaverð er 2.500 krónur fyrir fullorðna og 1.000 krónur fyrir 12 ára og yngri. Allur ágóði rennur óskertur til fyrrgreindra samtaka. Hægt er að nálgast miða hjá Elínu í gegnum netfangið elin@grindavik.is. Þeim sem vilja styrkja samtökin er bent á reikningsnúmerið: 516-14-300199 Kt: 050267-5479. „Hann gefur svo mikið af sér og vill svo mikið gefa af sér. Þannig að þetta er langþráður draumur að rætast,“ segir Elín að lokum.
Tengdar fréttir Nafn mannsins sem lést í Noregi Maðurinn sem lést í fyrrinótt þegar að hann varð fyrir lest í Drammen í Noregi hét Kjartan Björnsson. Hann var fæddur árið 1987. Kjartan var búsettur í Noregi. Hann lætur eftir sig unnustu. 31. október 2010 15:47 Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Fleiri fréttir Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Sjá meira
Nafn mannsins sem lést í Noregi Maðurinn sem lést í fyrrinótt þegar að hann varð fyrir lest í Drammen í Noregi hét Kjartan Björnsson. Hann var fæddur árið 1987. Kjartan var búsettur í Noregi. Hann lætur eftir sig unnustu. 31. október 2010 15:47