Hægt er að hlusta á lagið á heimasíðu Kanye West, eða í gegnum iTunes.
Paul McCartney spilar á hljómborð í þessu lagi, sem er er rólegt og hugljúft í minimalískri útsetningu. Eftir að Kanye hættir að syngja í laginu tekur McCartney við með sólói á hljómborðið. Hugmyndin af laginu kviknaði fyrir nokkrum mánuðum og samdi McCartney laglínuna á fundi þeirra félaga í Los Angeles á síðasta ári.
Í frétt Rolling Stone kemur fram að fleiri lög séu á leiðinni frá þeim félögum.
Kim Kardashian hefur lýst því yfir á Twitter að hún gráti alltaf þegar hún hlusti á lagið.
Hér að neðan má svo heyra lag sem Kanye West tileinkaði móður sinni. Það lag ber titilinn Hey Mama og var gefið út árið 2005.
I cry every time I hear this song
— Kim Kardashian West (@KimKardashian) January 1, 2015
People always ask me what my favorite Kanye song is and it's Only One. Kanye feels like his mom sang thru him to our daughter.
— Kim Kardashian West (@KimKardashian) January 1, 2015